Færslur: Bóluefnasamstarf Evrópusambandsins

Hlutfallslega fleiri bólusettir í ESB en Bandaríkjunum
Þrátt fyrir hæga byrjun hefur bólusetningarátak Evrópusambandsins skilað þeim árangri að fleiri íbúar ESB-ríkja en Bandaríkjamenn eru bólusettir. Mikið hefur hægst á bólusetningum í Bandaríkjunum eftir mjög hratt upphaf bólusetninga.
1,4 milljónir skammta tryggi okkur gagnvart afbrigðum
Gera má ráð fyrir því að Ísland fái 1,4 milljónir skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech, á næsta ári og því þar næsta. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins segir að líta megi á skammtana sem tryggingu, verði þörf á að bólusetja aftur gegn nýjum veiruafbrigðum. 
Segir 70% fullorðinna innan ESB tryggt bóluefni í júlí
Bóluefnaframleiðandinn Pfizer afhendir Evrópusambandinu fjórfalt fleiri skammta á öðrum ársfjórðungi, samanborið við þann fyrsta. 70 prósentum fullorðinna íbúa aðildarríkja ESB verður tryggður bóluefnaskammtur í síðasta lagi í júlí.
Treystir því að AstraZeneca standi við loforð sín
Evrópuríki fá helmingi færri bóluefnisskammta frá AstraZeneca en til stóð í næstu viku. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins vonar að AstraZeneca standi við orð sín en bendir líka á að von sé á stórum sendingum frá öðrum framleiðendum.