Færslur: Bólivía

Morales segir lífi sínu hafa verið ógnað
Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, er kominn til Mexíkóborgar, þar sem honum var boðið pólitískt hæli eftir afsögn hans á sunnudag. Á stuttum fréttamannafundi sem hann boðaði til skömmu eftir komuna til borgarinnar sagðist hann hafa beiðst hælis þar sem fé hefði verið sett til höfuðs honum og líf hans hefði verið í hættu.
13.11.2019 - 01:42
Morales floginn til Mexíkó
Mörg hundruð stuðningsmenn Evo Morales, fyrrverandi forseta Bólivíu, lögðu leið sína til höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld. Lögregla borgarinnar kallaði eftir aðstoð hersins til að koma í veg fyrir ofbeldi. Sjálfur flaug Morales til Mexíkó með herflugvél.
12.11.2019 - 03:54
Fyrrum forseti Bólivíu fær hæli í Mexíkó
Boðað verður til kosninga í Bolivíu á næstunni. Evo Morales, forseti landsins sagði af sér í gær eftir margra daga mótmæli og hefur fengið hæli í Mexíkó.
11.11.2019 - 22:14
Höfuðborgarlögreglan stendur með mótmælendum
Laganna verðir í La Paz, höfuðborg Bólivíu, bættust í hóp lögreglumanna í landinu sem standa með mótmælendum gegn forsetanum Evo Morales. Morales kallaði í gær eftir opnum samræðum við leiðtoga stjórnarandstæðinga til að lægja óánægjuöldurnar í landinu.
10.11.2019 - 03:21
Lögregla tekur stöðu með mótmælendum í Bólivíu
Lögregla í þremur borgum í Bólivíu tekur nú stöðu með mótmælendum gegn forsetanum Evo Morales. Mikil reiði ríkir í landinu eftir forsetakosningarnar í síðasta mánuði þar sem talið er að forsetinn hafi haft rangt við.
09.11.2019 - 07:45
Einn lést í átökum í Bólivíu í gær
Tvítugur háskólastúdent lést í átökum andstæðra stjórnmálafylkinga í borginni Cochabamba í Bólivíu í gær. Um tuttugu til viðbótar slösuðust í átökum stuðningsmanna stjórnar og stjórnarandstæðinga í borginni að sögn AFP fréttastofunnar, þar af nokkrir alvarlega. 
07.11.2019 - 07:02
Vaxandi ólga í Bólivíu
Bilun í þyrlu Evo Morales, forseta Bólivíu, í gær, hratt af stað kenningum um að ætlunin hafi verið að ráða hann af dögum. Forsetinn var á leið frá þorpi í Andes-fjöllum þegar þyrlan bilaði og varð að lenda í skyndi.
05.11.2019 - 08:20
Morales lætur ekki undan kröfum andstæðinga
Evo Morales, forseti Bólivíu, segist ekki ætla í neinar pólitískar viðræður um niðurstöðu forsetakosninganna um síðustu helgi. Fjölmenn og hörð mótmæli hafa verið í landinu eftir umdeilda niðurstöðu kosninganna.
27.10.2019 - 05:11
Morales lýstur sigurvegari í Bólivíu
Kjörstjórn í Bólivíu lýsti Evo Morales sigurvegara forsetakosninganna í landinu. Samkvæmt vefsíðu kjörstjórnar hlaut Morales rétt rúmlega 47 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur hans Carlos Mesa, hlaut 36,5 prósent. Mesa varð að vera innan við tíu prósentustigum frá Morales til að ná að knýja fram aðra umferð.
25.10.2019 - 00:52
Forseti Bólivíu lýsir yfir sigri
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti í dag yfir sigri í forsetakosningunum, sem fram fóru á sunnudag. Þegar 98 prósent atkvæðanna höfðu verið talinn hafði hann fengið 46,83 prósent. Carlos Mesa, fyrrverandi foreseti Bólivíu, kom næstur með 36,7 prósent. Ef munurinn á tveimur efstu er að minnsta kosti tíu prósent þarf ekki að kjósa milli þeirra. Morales er þar með að hefja sitt fjórða kjörtímabil, þótt stjórnarskráin í Bólivíu heimili einungis að forseti geti setið tvö.
24.10.2019 - 12:57
Morales sakar andstæðinga um valdarán
Allsherjarverkfall stjórnarandstæðinga í Bólivíu hófst í gær vegna gruns um græsku stjórnvalda í nýliðnum forsetakosningum í landinu. Evo Morales, sem samkvæmt opinberum tölum var endurkjörinn, líkir aðgerðum stjórnarandstæðinga við valdarán hægri afla í landinu.
24.10.2019 - 06:31
Mótmæli í Bólivíu vegna gruns um kosningasvik
Mótmæli og óeirðir brutust út í nokkrum borgum Bólivíu í gærkvöld, eftir að yfirkjörstjórn birti uppfærðar tölur úr forsetakosningum sunnudagsins. Þær sýndu mikla og óvænta breytingu á fylgi frambjóðenda frá fyrri tölum, forsetanum í hag. Helsti keppinautur forsetans hafnar nýju tölunum og Samtök Ameríkuríkja, sem héldu úti kosningaeftirliti, lýsa „þungum áhyggjum" af breytingunni.
22.10.2019 - 06:23
Morales náði ekki að tryggja 4. kjörtímabilið
Fyrri umferð forsetakosninga í Bólívíu fór fram í dag. Þar urðu þau tíðindi að forsetinn Evo Morales fékk ekki hreinan meirihluta atkvæða og þarf því að etja kappi við Carlos Mesa, helsta frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, í annarri umferð. Er þetta í fjórða skiptið sem Morales býður sig fram til forseta en fyrsta skiptið sem hann vinnur ekki hreinan meirihluta strax í fyrri umferð.
21.10.2019 - 00:40
Milljónir dýra drápust í skógareldum
Yfir tvær milljónir villtra dýra drápust í skógar- og kjarreldum sem geisuðu vikum saman í Bólivíu. AFP fréttastofan hefur þetta eftir sérfræðingum í umhverfismálum. Meðal dýra sem drápust voru jagúarar, fjallaljón og lamadýr. Eldarnir lögðu stóran hluta regnskóganna í Chiquitania héraði í austurhluta landsins í rúst.
26.09.2019 - 02:04
Yfir 40.000 ferkílómetrar gróðurlendis brenna
Gróðureldar hafa eytt skógi, kjarri og graslendi á ríflega 40.000 ferkílómetrum lands í Bólivíu frá því í ágúst. Sumir eldanna hafa logað í norðausturhluta landsins vikum saman. Verst er ástandið í Santa Cruz-héraði, þar sem um 30.000 ferkílómetra gróðurlendi hefur orðið eldinum að bráð, samkvæmt bólivísku náttúruverndarsamtökunum FAN. Í gær var svo lýst yfir neyðarástandi og rauðu viðbúnaðarstigi í Beni-héraði, þar sem eldar geisa á um 9.000 ferkílómetra svæði.
19.09.2019 - 02:41
Yfir 20 dáin á kjötkveðjuhátíð í Bólivíu
Fjöldi banaslysa hefur varpað skugga á hátíðahöld í Bólivíu um helgina. 21 hefur látið lífið og 72 slasast í og nærri borginni Oruro, þar sem kjötkveðjuhátíð stendur nú sem hæst. Bólivísk yfirvöld greindu frá þessu á sunnudag.
12.02.2018 - 04:47
Sex létust í sprengingu í Bólivíu
Sex létust og tugir slösuðust í mikilli sprengingu í næsta nágrenni við kjötkveðjuhátíðahöld í borginni Oruro í Bólivíu í gærkvöld. Minnst tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengingin varð í næstu, samsíða götu við þá, þar sem sjálf hátíðahöldin fara fram. Lögregla í Oruro upplýsir að sprengingin hafi verið slys; gastankur götusala sem seldi skyndibita hafi sprungið, og líklegasta orsökin sé sú að heit steikarolía hafi lekið á gasslönguna með þessum afleiðingum.
11.02.2018 - 07:45
Engisprettufaraldur í Bólivíu
Yfirvöld í Bólivíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna engisprettufaraldurs sem geisar í einu stærsta og mikilvægasta landbúnaðarhéraði landsins. Forseti Bólivíu, Evo Morales, hefur tilkynnt að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða hið bráðasta. Gríðarmikill engisprettusveimurinn birtist fyrst fyrir rúmri viku nærri borginni Santa Cruz á láglendinu í austanverðri Bólivíu.
09.02.2017 - 05:13
Morales á engan son með Zapata
Engar sannanir eru fyrir því að Evo Morales, forseti Bólivíu, eigi son með fyrrum ástkonu sinni Gabrielu Zapata. Þetta staðfesti dómari í Bólivíu í gær. Morales segir barnið ekki til og höfðaði dómsmál gegn Zapata þar sem hún var beðin um að færa sönnur á tilvist þess.
12.05.2016 - 07:12
Ástkona Morales mæti með barn þeirra fyrir dóm
Dómstóll í Bólivíu segir að fyrrum kærasta Evo Morales, forseta landsins, verði að koma með nærri tíu ára gamlan son sinn fyrir dóminn. Hún segir Morales vera föður barnsins. Forsetinn segir drenginn hafa dáið skömmu eftir fæðingu.
30.03.2016 - 02:15
Rússnesk rannsóknarstofa í Bólivíu
„Það er indælt að aðrar þjóðir komi hingað til fjárfestingar og samstarfs í stað yfirgangs og ögrunar," sagði Evo Morales forseti Bólivíu við undirskrift samnings við Rússa um byggingu kjarnorkurannsóknarstofu. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða um 38 og hálfan milljarð króna.
07.03.2016 - 01:55
Bólivíumenn komnir með nóg af Morales
Ljóst er orðið að Evo Morales, foseti Bólivíu, getur ekki sóst eftir því að sitja í embætti fjögur kjörtímabil. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni til að hann geti boðið sig fram einu sinni enn fór á þann veg að 51,33 prósent kjósenda höfnuðu breytingunni. 48,67 prósent voru henni hlynnt.
24.02.2016 - 13:26
Morales virðir niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Evo Morales, forseti Bólivíu, kveðst ætla að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Hann hugðist ná fram breytingum til að bjóða sig fram til forseta eitt kjörtímabil í viðbót. Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihlutinn sé því andvígur.
22.02.2016 - 16:28
  •