Færslur: Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020

Verðugir viðtakendur bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Finnar tóku bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár, elstu verðlaun Norðurlandaráðs og þau yngstu, Barna - og unglingabókmenntaverðlaunin. Verðlaunin hlutu Monika Fagerholm fyrir hrífandi en jafnframt skekjandi skáldsögu sína Vem dödade bambi og hins vegar finnska myndgerðarkonan Jenny Lucander og sænski bókmenntaritstjórinn og bóksasafnsmaðurinn Jens Mattsson fyrir hyllingu lífsins og barnsins í myndabókinni Vi er lejon.
Sterkar bækur tilnefndar til verðlauna Norðurlandaráðs
Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs verður send út í sjónvarpi í öllum norrænu löndunum í dag. Íslensku verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár eru sannarlega sterk og sigurstrangleg, hafa öll fengið mikið lof og verið tilnefnd til verðlauna.
Frumlegar ljóðabækur og skáldsaga um heilaæxli
Sjálfstjórnarsvæði Norðurlandanna sem eru Álandseyjar, Samíska málsvæðið, Færeyjar og Grænland hafa öll rétt til að tilnefna eitt verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þurfa þess ekki. Í ár kjósa öll sjálfstjórnarsvæðin að tilnefna verk utan Grænland. Álandseyingar og samíska málsvæðið tilnefna ljóðabækur en Færeyingar hins vegar skáldsögu.
Finnar tilnefna bækur um sekt og um ást
Þær fjalla um stóra hluti bækurnar sem Finnar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Vem dödade Bambi fjallar um kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess einkum fyrir samfélagið og gerendurna. Ihmettä kaikki (Allt er undur) fjallar hins vegar um barnsmissi eða öllu heldur ákvörðunin um að barn fæðist ekki. Tveir ólíkir höfundar, karl og kona, hvort af sinni kynslóð takast í skáldskap á við stærstu áföll sem manneskja getur orðið fyrir með gerólíkum aðferðum skáldskaparins.
Einelti sem eltir allt lífið og oddatala í fjölskyldu
Þær eru nokkuð sérstæðar skáldsögurnar tvær sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni.
Óréttlætið brennur í tilnefningum Svía
Óréttlæti er miðlægt þema í verkunum sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Óréttlætið í sögunni og óréttlætið sem er samofið kerfinu sem við búum við.
Orð um bækur
Danir tilnefna höfunda af jaðrinum
Danir tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 bækur eftir höfunda sem hvor með sínum hætti hafa unnið sig frá jaðri bókmenntalífsins og inn í miðjuna.