Færslur: Bókmenntafræði

Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Hugleiðingar um sögur og samtíma
„Er „samtímabókmenntir“ fyrst og fremst útgáfutímabil – og hversu langt aftur nær það þá?" spyr Ástráður Eysteinsson í pistli sínum í Víðsjá á Rás 1. Hann veltir fyrir sér skilgreiningu samtímabókmenntahugtaksins og veltir upp þjóðernissjálfhverfunni í íslenskum bókmenntum.