Færslur: Bókatíðindi

Bókin innihaldi „fasískan áróður og gyðingahatur“
Fjölmargar rannsóknir og vitnisburðir sjónarvotta afsanna allt það sem haldið er fram í bókinni Tröllasögu 20. aldarinnar, sem er væntanleg á íslenskan bókamarkað fyrir jól og kynnt í Bókatíðindum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sagnfræðingafélag Íslands sendi frá sér í dag. Undirtitill bókarinnar, sem er sagður lýsa innihaldinu vel, er „Rökin gegn meintri útrýmingu evrópskra gyðinga“.
30.10.2020 - 11:33
Bók sem afneitar helförinni kynnt í Bókatíðindum
Meðal þeirra fjölda bóka sem kynntar eru í Bókatíðindum í ár er þýðing á riti sem afneitar því að helförin hafi átt sér stað og hefur notið vinsælda hjá nýnasistum. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir að ábyrgðin liggi hjá útgefanda bókarinnar og Bókatíðindum hafi aldrei, í langri útgáfusögu þeirra, verið ritstýrt.
28.10.2020 - 11:56