Færslur: Bók vikunnar

Sagan af Washington Black - Esi Edugyan
Bók vikunnar á Rás 1 er skáldsagan Sagan af Washington Black eftir kanadíska rithöfundinn Esi Edugyan. Hún er óhugnanleg lýsing á þrælahaldi í Karíbahafinu og þroskasaga ungs manns í leit að frelsi og tilgangi en einnig spennandi ferðasaga þar sem andi ævintýraleiðangra franska rithöfundarins Jules Verne svífur yfir vötnum. Edugyan var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna fyrir bókina árið 2018.
29.10.2020 - 10:44
Sláturtíð eftir Gunnar Theodór Eggertsson 
„Eins og maður hefur lesið mikið af dýrasiðfræði þá er hægt að greina ansi mikið, en það er voðalega erfitt að koma með skýr svör um hvernig hægt sé að hafa áhrif eða breyta hlutunum þegar við búum í siðmenningu sem er reist á baki fórnardýra og iðnaður sem er svo stór í heiminum að hann er allt í kringum okkur,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson, höfundur skáldsögunnar Sláturtíð, sem er bók vikunnar.  
Beðið eftir barbörunum - J.M. Coetzee
Beðið eftir barbörunum er stórmerkileg bók eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee og eflaust þekktasta verk höfundar. Bókin kom út á tímum aðskilnaðarstefnunnar en þótt sagan sé staðlaus og fjalli um ónefnt heimsveldi er hún ljóðræn og beitt gagnrýni á nýlendutímann, aðskilnað manna og valdbeitinu.
Sæluvíma – Lily King
„Sagan er svo mikill spegill. Hún fjallar um það hver er að horfa á hvern og hver er þróaðari en hver annar, og þessa stöðu sem vestrænt fólk hefur sett sig í, að þeirra sjónarhorn sé æðra. Þannig að okkur fannst hún vera ákveðinn gluggi út í þennan heim en líka spegill til baka á okkur sjálf,“ segir María Rán Guðjónsdóttir, þýðandi og bókaútgefandi hjá Angústúru, um Sæluvímu eftir bandaríska höfundinn Lily King, bók vikunnar á Rás1.
19.08.2020 - 13:57
Glæpur við fæðingu – Trevor Noah
„Hann hefur alltaf þetta gestsauga,“ segir Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi um bókina Glæpur við fæðingu eftir suður-afríska uppistandarann og sjónvarpsmanninn Trevor Noah sem er bók vikunnar á Rás 1. „Þannig hann passar eiginlega hvergi inn en er svo flinkur að koma sér inn í allskonar hópa.“
29.01.2020 - 15:53
Villueyjar – Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Villueyjar er ungmennabók sem gerist í sama ímyndaða heimi og fyrri bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur, Koparborgin, frá árinu 2015, en í öðru landi og á öðru tímbili. Koparborgin gerðist á stað sem minnti á ítalskt borgríki, líklega í kringum árið 1500, á meðan nýja bókin gerist í landi sem heitir Eylöndin og minnir á Bretlandseyjar í kringum aldamótin 1900. Bækurnar eru þó fyrst og fremst fantasíur og heimurinn þar lýtur sínum eigin lögmálum.
08.01.2020 - 09:49
Viðtal
Bókasafn föður míns - Ragnar Helgi Ólafsson
„Á endanum fatta ég að þessi bók fjallar um missi og það hversu það er erfitt fyrir okkur að sleppa því sem okkur þykir vænt um,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson um Bókasafn föður míns sem er Bók vikunnar á Rás 1.
16.11.2019 - 14:31
Hefnd grasflatarinnar – Richard Brautigan
Brautigan getur verið tryllingslega fyndinn, ljóðrænn, snjall og skemmtilegur stílisti en það er mikill tregi í honum líka, segir Þórður Sævar Jónsson um ástæður þess að hann réðist í að þýða smásagnasafnið Hefnd grasflatarinnar, sem er bók vikunnar á Rás 1.
20.10.2019 - 03:12
Fahrenheit 451 - Ray Bradbury
Skáldsagan Fahrenheit 451 eftir bandaríska rithöfundinn Ray Bradbury er bók vikunnar á Rás 1. „Þetta er þessi sígilda saga um einstakling sem tekur upp baráttu við kerfi sem er hannað til þess að brjóta hann og alla aðra niður. Á þann hátt kallast hún á við bæði 1984 og Brave New World,“ segir Þórdís Bachmann þýðandi um bókina sem kom á dögunum út í nýrri íslensku þýðingu.
Viðtal
Pabbi og afi grófu upp Agnesi og Friðrik
Skáldsagan Náðarstund eftir Hönnuh Kent greinir frá örlögum Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru síðustu sakborningar sem teknir voru af lífi á Íslandi. Á dögunum var leikið í Víðsjá brot úr viðtali sem tekið var við höfundinn þegar bókin kom út, en Magnús Ólafsson, sem oftast er kenndur við Sveinsstaði, heyrði viðtalið og vildi bæta við öðru versi í þessa sögu, nefnilega frásögn af því þegar faðir hans og afi grófu upp bein Agnesar og Friðriks.
Veröld ný og góð - Aldous Huxley
Framtíðarskáldsagan Veröld ný og góð (e. Brave new world) eftir breska rithöfundinn Aldous Huxley kom fyrst út árið 1932 og hefur síðan þá ratað ósjaldan á topplista yfir áhrifamestu eða jafnvel bestu skáldsögur 20. aldarinnar. Hún er ein þekktasta vonda staðleysan, dystópían, sem sköpuð hefur verið. Bókin kom út árið 1988 í íslenskri þýðingu Kristjáns Oddssonar.
Ástin, Texas – Guðrún Eva Mínervudóttir
„Það er eins og gluggi opnist og þú ferð inn í líf fólks, inn í huga þess, færð að vita margt um það og að fylgja því í gegnum ögurstundir lífs þess. Þú færð einhverja mynd af fólki sem ég vil að þú upplifir að sé af holdi og blóði, eins og þú hafir verið hluti af lífi þess, eða fengið að fylgjast með úr mjög góðu stúkusæti,“ segir Guðrún Eva Mínuervudóttir um smásagnasafnið Ástin, Texas, sem hlaut í dag Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, og sem er bók vikunnar á Rás1.
16.01.2019 - 16:15
Hundakæti – Dagbækur Ólafs Davíðssonar
„Það sérstaka við þessa dagbók er hversu hreinskilinn Ólafur er um sjálfan sig og aðra, meinhæðinn og fyndinn og magnaður stílisti. Hann lýsir þarna hlutum sem ég held að ég geti fullyrt að engar aðrar dagbækur frá þessu tímabili gera,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, en hann annaðist útgáfu bókarinnar Hundakæti sem er bók vikunnar á Rás1.
09.01.2019 - 13:17
Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.
15.12.2018 - 12:30
Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson
„Skáldsagnaformið er á tímamótum. Ég er kannski bjartsýnn og á skjön við skoðanir annara en ég held að skáldsagan sé að rísa upp úr brunarústum póstmódernismans,“ segir Ófeigur Sigurðsson í samtali um Heklugjá, sem er bók vikunnar á Rás1.
Hið heilaga orð – Sigríður Hagalín
„Mig langaði til þess að skrifa um tengsl fólks innan óhefðbundinna fjölskyldna og um ritmálið. Ég sagði útgefanda mínum að mig langaði til að skrifa spennusögu um lesblindu, en hún sagði að við þyrftum að finna aðra lýsingu. Þannig að þetta er fjölskyldudrama,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, höfundur Hins heila orðs, sem er bók vikunnar á Rás1.
Í barndómi - Jakobína Sigurðardóttir
„Verkið snýst um það að rata. Það kemur í ljós að hún ratar ekki um eldhúsið hennar mömmu, og það kostar hana töluverð átök að rifja þetta upp. En í þessu ferðalagi aftur í tímann þá raðast ýmislegt saman, ekki síst sjálfsmynd stúlkunnar, og konunnar, og hvernig þessi sjálfsmynd verður til í textanum er bara meistaraverk,“ segir Ástráður Eysteinsson um bók vikunnar á Rás1, Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
07.11.2018 - 16:06
Hægara pælt en kýlt - Magnea J. Matthíasdóttir
„Í rauninni einkennir það þessa tíma, þessi leit. Heil kynslóð er að leita að öðrum svörum. Skoða sambönd, hjónabönd, kynlíf og skoða hvernig maður tjáir sig í listum,“ segir Magnea J.Matthíasdóttir um sína fyrstu skáldsögu, Hægara pælt en kýlt, sem er bók vikunnar á Rás1.
Fjallið í Kaupmannahöfn - Caspar K. Nielsen
„Mér finnst ekki ólíklegt að höfundurinn hafi lesið Gyrði Elíasson á dönsku,“ segir þýðandinn Halla Sverrisdóttir um bók vikunnar á Rás1, Fjallið í Kaupmannahöfn eftir Kaspar Colling Nielsen.
Allt sundrast - Chinua Achebe
„Bókin á ævinlega vel við og það er að hluta til vegna þess að hún er bæði persónuleg og svo er þetta saga þess hvernig þróunin í Afríku, í nýlendum varð, sem ekki er bitið úr nálinni með ennþá. Þetta er dæmisaga fyrir þjóð sem verður fyrir barðinu á nýlendustefnuni,“ sagði Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi um bók vikunnar á Rás1, skáldsöguna Allt sundrast eftir nígerska höfundinn Chinua Achebe.
13.09.2018 - 15:53
Okkar á milli - Sally Rooney
„Frances, og aðrar persónur bókarinnar kannski líka, er mjög berskjölduð manneskja. Hún er dæmigerð fyrir manneskju sem er á þessum aldri,“ segir Bjarni Jónsson þýðandi um aðalpersónu bókar vikunnar, Okkar á milli eftir Sally Rooney.
31.08.2018 - 10:39
Átta fjöll - Paolo Cognetti
„Mér finnst ég þekkja marga stráka sem eru eins og aðalsöguhetjan,“ segir Brynja Cortes Andrésdóttir þýðandi um skáldsöguna Átta fjöll eftir ítalann Paolo Cognetti. Bókin kom nýlega út í þýðingu Brynju og er bók vikunnar á Rás1.
Ota Pavel - Hvernig ég kynntist fiskunum
„Það er sjarmi og nánd í þessari frásögn sem mér fannst alveg einstök,“ segir Gyrðir Elíasson um skáldsöguna Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska höfundinn Ota Pavel sem er bók vikunnar á Rás1.
Móðurlífið blönduð tækni – Yrsa Þ. Gylfadóttir
„Þetta er saga um listina og listakonuna en líka fjölskylduna og minningar og allskonar væntingar okkar til hvers annars,“ segir Yrsa Þöll Gylfadóttir um skáldsögu sína Móðurlífið, blönduð tækni sem er bók vikunnar á Rás1.
Dóra Bruder - Patrick Modiano
Dóra Bruder eftir franska nóbelskáldið Patrick Modiano í þýðingu Sigurðar Pálssonar er bók vikunnar á Rás1.
09.02.2018 - 13:41