Færslur: bogi nils bogason

Kominn tími til að funda með forstjóra Icelandair
Sveitarfélagið Múlaþing hefur óskað eftir fundi með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Berglind Harpa Svavarsdóttir varaformaður sveitarstjórnar segir að ástandið í innanlandsflugi sé óásættanlegt og mikilvægt sé að leita lausna.
01.07.2022 - 17:42
„Ekki sátt við þjónustuna sem við erum að veita núna“
Mikil röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá ársbyrjun, töluvert meiri en önnur ár. Hlutfall seinkaðra ferða af heildaráætlun var á bilinu 21,7% og 27%, misjafnt eftir landshlutum. Talsverð röskun hefur verið í dag og til að bregðast við því voru skipulögð þotuflug til Akureyrar og Egilsstaða.
30.06.2022 - 19:18
Icelandair kaupir fjórar Boeing 737 MAX
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Félagið verður með alls átján 737 MAX vélar í rekstri, eftir að kaupin hafa gengið í gegn. 
16.06.2022 - 17:25
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Forstjóri Icelandair bjartsýnn fyrir veturinn
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sem ræður þarlendum ferðalöngum ekki lengur frá að ferðast til landsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir það vera afar jákvæðar fréttir og að Ísland sé enn eftirsóknarverður áfangastaður.
Bogi Nils: „Mjög mikilvægur áfangi“
Eftir 18 mánaða ferðatakmarkanir verður loks opnað á ferðalög bólusettra Evrópubúa til Bandaríkjanna snemma í nóvember næstkomandi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að um gríðarlega jákvætt og mikilvægt skref sé að ræða fyrir rekstur félagsins.
20.09.2021 - 21:53
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
Bjartsýni ríkir þrátt fyrir samdrátt á fyrsta fjórðungi
Bjartsýni ríkir í herbúðum Icelandair Group þrátt fyrir að heildartekjur félagsins hafi lækkað um 73% á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt fyrsta ársfjórðungsuppgjöri árs. Tekjurnar námu 7,3 milljörðum króna eða 57,4 milljónum bandaríkjadala. Tap var því 3,9 milljarðar króna en var 30,8 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. 
Bogi telur eðlilegt að farþegar séu hikandi í garð MAX
Tvær Boeing 737 MAX þotur Icelandair verða teknar í notkun nú í mars. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir enga ástæðu til að vantreysta vélunum.
Sögu hótelreksturs Icelandair í þann mund að ljúka
Icelandair Group hefur samið við malasíska félagið Berjaya um kaup á fjórðungseign sinni í hótelfélaginu Icelandair Hotels. Berjaya, sem er í eigu kaupsýslumannsins Vincent Tan, eignaðist 75% hlut í félaginu í júlí árið 2019.
Bogi segir óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Það hafi verið reynt tvisvar áður en slíkur rekstur sjáist aðeins á stórum alþjóðaflugvöllum.
Icelandair getur haldið út til 2022
Heildartekjur Icelandair hafa lækkað um 81% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá félaginu sem birt var í Kauphöllinni kvöld.
Liggur á samþykkt ríkisábyrgðar
Forstjóri Icelandair segir brýnt að ríkisábyrgð á lánalínu til fyrirtækisins fái skjóta meðferð á þinginu enda stutt í hlutafjárútboð. Fjármálaráðherra vonast til að ekki komi til þess að fyrirtækið gangi á lánalínuna.
Fjárhagsleg endurskipulagning háð hlutafjárútboði
Allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair eru háðir því að hlutafjárútboð sem stefnt er að í ágúst gangi vel.
04.08.2020 - 06:19
Myndskeið
Samningur mikilvægur til að halda Icelandair gangandi
Áríðandi er að vera með samning við flugfreyjur Icelandair. Þetta segir Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningur við Flugfreyjufélag Íslands var undirritaður í nótt.
19.07.2020 - 03:51
Viðtal
Þola nokkra mánuði í svona ástandi
Öll flugáætlun Icelandair til Bandaríkjanna raskast verulega vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta. Forstjóri félagsins, sem fundaði með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar í morgun, segir lausafjárstöðuna nægilega sterka til að fleyta félaginu án tekna í nokkra mánuði. Hins vegar sé ljóst að framundan séu sársaukafullar hagræðingaraðgerðir.
12.03.2020 - 12:54