Færslur: Blóðmerar

Óvíst að blóðmerabannsfrumvarp verði afgreitt í vor
Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í dag frumvarp Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um bann við blóðmerahaldi. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir málið langt frá því að vera komið á þann punkt að unnt sé að afgreiða það úr nefnd. Þá styttist í þinglok og mörg mál bíði afgreiðslu nefndarinnar. Það sé því óvíst að unnt verði að ljúka umfjöllun um blóðmerahald.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Sjónvarpsfrétt
Hryssur tilbúnar að leggja á sig blóðtöku fyrir frelsi
Blóðmerabóndi í Vatnsdal þvertekur fyrir að blóðtaka úr fylfullum merum geti talist dýraníð. Hann er sjálfur með tugi mera í blóðtöku sem hann er sannfærður um að lifi góðu lífi.
09.03.2022 - 10:06
Fjórfalt meira blóð dregið úr fylfullum merum
Fjórfalt meira blóð er dregið úr fylfullum merum hér á landi en alþjóðleg tilmæli kveða á um. Þetta segir verkefnastjóri hjá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum AWF. Hún óttast að Evrópuþingið nái ekki að samþykkja bann við innflutningi á hormóni sem unnið er úr blóðinu áður en blóðtakan hefst aftur hér á landi í haust.
19.01.2022 - 21:41
Frönsk samtök segja blóðmerahald nauðsyn
Frönsk samtök um kynbætur kinda, kúa og geita segja efnið sem jafnan er unnið úr blóði fylfullra hryssna bráðnauðsynlegt. Þetta kemur fram í umsögn France Génétique Elevage til Alþingis um frumvarp sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flytur um bann við blóðmerahaldi.
12.01.2022 - 16:54
Hrossabændur sárir og reiðir yfir frumvarpi Ingu Sæland
„Hvað varðar velferð, tel ég sem hestafræðingur, að með réttri aðkomu við hrossin sé líf „blóð“mera einna besta lífið fyrir hross.“ Þetta segir bóndi á Suðurlandi í umsögn við frumvarp Ingu Sæland þar sem lagt er til að blómerarhald verði bannað. Annar telur engin raunsönn dæmi eða gögn liggja fyrir um að hryssurnar verði óhjákvæmilega fyrir ofbeldi, illri meðferð, misþyrmingum og dýraníði við blóðtökuna.
11.01.2022 - 09:11
Óttast skyndiákvarðanir sem ógni velferð blóðmera
Forstjóri Matvælastofnunar telur mikilvægt að dýravelferð verði höfð í huga hver sem ákvörðunin verður um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. Ef ákveðið verði að hætta þessum rekstri í einu vetfangi gæti það þýtt slátrun þúsunda fylfullra hryssna og það væri ótækt.
25.12.2021 - 15:49
Blóðtaka hryssna hefur fjórfaldast á áratug
Blóðtaka úr íslenskum hryssum hefur meira en fjórfaldast á einum áratug. Eftirspurn eftir prótínsameind úr blóði þeirra, til að auka frjósemi dýra, hefur aukist mjög.
14.12.2021 - 12:38
Heimilar töku allt að 600 tonna af merarblóði á ári
Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir líftæknifyrirtækið Ísteka, sem framleiðir hráefni í frjósemislyf úr blóði fylfullra hryssa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Ísteka fái heimild til að framleiða allt að 20 kílógrömm af lyfjaefni á ári úr allt að 600 tonnum - nær 600.000 lítrum - af blóði úr hryssum. Litlar sem engar líkur eru á að þetta verði nýtt að fullu þar sem íslenski hrossastofninn er einfaldlega of lítill til að standa undir svo mikilli blóðtöku.
29.11.2021 - 06:44
Sjónvarpsfrétt
Augljóst að ekki sé öllum treystandi fyrir blóðmerum
Siðfræðingur segir augljóst að ekki öllum sem stunda blóðmerabúskap sé treystandi fyrir því. Sé of kostnaðarsamt að bæta eftirlitið þurfi samfélagið að íhuga hvort starfseminni sé ekki sjálfhætt.
25.11.2021 - 18:56
Vilja sýna eins ljóta mynd af blóðtökum og hægt er
Sérfræðingur í hegðun hrossa segir að taka þurfi áróðursmyndbandi eins og svissnesk dýraverndunarsamtök gerðu um blóðtökur úr fylfullum hryssum með fyrirvara. Hann efast um það sem fram komi í myndbandinu séu viðtekin vinnubrögð við blóðtökur.
23.11.2021 - 17:30
Blóðtaka úr merum hefur verið stöðvuð á fimm stöðum
Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum hefur á undanförnum árum verið stöðvuð og hafa þeir ekki fengið leyfi til að hefja starfsemi að nýju. Þetta segir dýralæknir hjá Matvælastofnun sem jafnframt bendir á að starfsemin sé ekki leyfisskyld samkvæmt lögum. 
23.11.2021 - 12:39
„Bara sorg og maður er forviða“
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.
Ætlar aftur að taka blóðtökurnar fyrir á þingi
Inga Sæland, formaður og þingmaður Flokks fólksins, segir það verða eitt af forgangsmálum að leggja til bann á blóðtökum úr fylfullum hryssum um leið og þing komi saman. Matvælastofnun rannsakar nú myndefni frá dýraverndarsamtökum sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr svokölluðum blóðmerum.
22.11.2021 - 17:30