Færslur: Blaðamenn

Níundi blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var myrtur í norðvesturhluta Mexíkó samkvæmt tilkynningum yfirvalda og hópa aðgerðasinna. Blaðamaðurinn er sá níundi úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingjahendi á þessu ári.
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Réttarhöld vegna morðs Khashoggis flutt til Sádi-Arabíu
Málflutningi lýkur senn í Tyrklandi yfir 26 mönnum sem grunaðir eru um að hafa banað blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Enginn sakborninga er viðstaddur réttarhöldin sem verða færð til Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Þakklátur fyrir þvinganir en hefði viljað sjá þær fyrr
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogaráð Evrópusambandsins í gær þar sem hann þakkaði fyrir þær viðskiptaþvinganir sem Rússar væru beittir. Hann bætti þó við að heldur seint hefði verið gripið til aðgerða.
„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.
Morgunútvarpið
Segja vegferðina grafalvarlega
Aðalsteinn Kjartansson, einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs, segir vegferðina í málinu grafalvarlega. Málið snúist ekki um hann eða aðra blaðamenn í þessu máli.
15.02.2022 - 09:30
Segir yfirheyrslur yfir blaðamönnum óverjandi
Ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi um að kalla til þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða skæruliðadeild Samherja, er óskiljanleg og óverjandi að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Af málavöxtum að dæma virðist það vera ætlun lögreglu að krefjast þess að blaðamennirnir gefi upp heimildamenn sína, sem þeir hafi fullan rétt á að vernda.
Þrír blaðamenn í yfirheyrslu vegna „skæruliðadeildar“
Þrír blaðamenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum. Þeir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs með umfjöllun sinni um „skæruliðadeild“ Samherja.
14.02.2022 - 18:26
Fimmti blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Heber Lopez Vazquez var skotinn til bana í gær. Hann er sá fimmti úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingja hendi í landinu það sem af er árinu.
Þrír handteknir vegna morðs á mexíkóskri blaðakonu
Þrír menn hafa verið handteknir af mexíkóskum yfirvöldum vegna morðsins á blaðakonunni Lourdes Maldonado. Morðið vakti heimsathygli, ekki síst þar sem Maldonado er sögð hafa óskað eftir vernd stjórnvalda fyrir andlátið, þar sem hún hafi óttast um líf sitt.
09.02.2022 - 23:16
Njósnað um finnska diplómata með óværunni Pegasusi
Njósnað hefur verið um finnska stjórnarerindreka með fulltingi tölvuóværunnar Pegasus sem notuð er meðal annars til að brjótast inn í snjallsíma manna.
29.01.2022 - 02:20
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Starfsmenn fréttablaðs handteknir í Hong Kong
Öryggislögregla í Hong Kong handtók sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn fréttaritsins Stand News nú í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var gerð húsleit í aðalstöðvum blaðsins í Kwun Tong hverfinu.
29.12.2021 - 02:44
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
Húsleitir hjá blaðamönnum og andófsfólki
Mannréttindasamtök í Hvíta Rússlandi staðhæfa að stjórnvöld hafi staðið fyrir því að ráðist hefur verið inn á heimili tuga blaðamanna og andófsmanna í landinu í minnst níu borgum.
Útlit fyrir bættar aðstæður erlendra blaðamanna í Kína
Útlit er fyrir að starfsskilyrði bandarískra blaða- og fréttamanna í Kína verði bætt á næstunni. Erlendir blaðamenn sem starfa þar í landi hafa iðulega verið beittir þrýstingi og jafnvel reknir úr landi.
17.11.2021 - 01:16
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
Mexíkói í haldi grunaður um njósnir gegnum Pegasus
Maður er í haldi yfirvalda í Mexíkó grunaður um að hafa njósnað um þarlendan blaðamann gegnum ísraelska njósnabúnaðinn Pegasus. Í sumar leiddi gagnaleki úr fyrirtækinu sem hannaði búnaðinn í ljós að fylgst var með tugum þúsunda gegnum snjallsíma þeirra.
Blaðamenn gætu átt yfir höfði sér 4 ára fangelsi
Þrír finnskir blaðamenn gætu átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm fyrir umfjöllun sína í dagblaðinu Helsingin Sanomat. Umfjöllunin sneri að finnska varnarmálaráðuneytinu og breyttu stjórnarskrárákvæði sem veitti ráðuneytinu svigrúm til aukins eftirlits. Ákæruvaldið segir blaðamennina hafa opinberað leynileg gögn, og með því ógnað þjóðaröryggi.
02.11.2021 - 17:03
Talibanar segja klæðaburð fréttakvenna óásættanlegan
Talibanar hafa gert athugasemdir við klæðaburð kvenkyns fréttaþuli í afgönskum sjónvarpsstöðvum. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar kallar eftir skýrum skilaboðum Talibana en segir mikilvægast nú að tryggja öryggi starfsfólks.