Færslur: Blaðamannafélag Íslands

Lestin
Nær hlutleysiskrafan til hlaðvarpa?
Í vikunni tók einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi landsins viðtal við sjálfan sig með fulltingi lögmanns síns um mál sem nú hefur verið kært til lögreglu. Hvað segir þetta viðtal um fjölmiðlalandslag samtímans?
Gagnrýna stjórnendur Árvakurs fyrir Samherjaauglýsingu
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vegna birtingar auglýsingar frá Samherja á vef mbl.is.Auglýsingin sé liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Selja og fleiri sem staðið hafi linnulaust í á annað ár.
Sigríður Dögg kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sigraði í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands. Úrslitin voru kunngjörð nú í hádeginu.
27.04.2021 - 12:09
Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun árins, sem voru tilkynnt nú síðdegis. Blaðamannafélag Íslands veitti verðlaun í fjórum flokkum.
Heimir Már býður sig fram til formanns BÍ
Heimir Már Pétursson fréttamaður gefur kost á sér til formanns Blaðamannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fer fram í lok apríl. Hjálmar Jónsson, sem hefur gegnt embætti formanns og framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 2010, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram.
22.03.2021 - 23:12
Tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru tilkynntar í gær. Tilnefnt er í fjórum flokkum. Verðlaunahafar verða tilkynntir í næstu viku. RÚV fær fjórar tilnefningar til verðlauna í ár.
Hjálmar verður áfram formaður Blaðamannafélagsins
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands rann út á miðnætti, en framboð  þarf að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 29. október.
Blaðamannafélagið fordæmir aðferðir Samherja
Stjórn Blaðamanannafélags Íslands lýsir furðu sinni á „tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem fyrirtækið beitir til þess.“
12.08.2020 - 13:56
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30