Færslur: Blaðamannafélag Íslands

Reynir úrskurðaður brotlegur í tvígang sama daginn
Reynir Traustason, eignandi og ritstjóri Mannlífs, braut með alvarlegum hætti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands (BÍ), samkvæmt tveimur úrskurðum Siðanefndar BÍ, í skrifum sínum um Róbert Wessman.
Skrif Reynis um Róbert alvarlegt brot á siðareglum BÍ
Reynir Traustason, eigandi og ritstjóri Mannlífs, braut siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með alvarlegum hætti með umfjöllun sinni um Róbert Wessman, samkvæmt úrskurði siðanefndar BÍ.
Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna sameinast
Blaðamannafélag Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vísaði frá kærum gegn Mannlífi
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá tveimur kærum á hendur Reyni Traustasyni, ritstjóra vefmiðilsins Mannlíf.is. Þriðja kæruefnið taldi nefndin ekki brjóta í bága við siðareglur félagsins.
05.05.2022 - 17:34
Spegillinn
Fjórða hverjum blaðamanni verið hótað
Fjórði hver blaða- og fréttamaður hér á landi hefur fengið hótanir. Þetta segir Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður og stundakennari í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Aðalsteinn fær blaðamannaverðlaun ársins
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, fékk Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um meðal annars eignir og eignatengsl íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 
Fagfélög blaða- og fréttamanna svara Bjarna
Önnur lög gilda um störf blaða- og fréttamanna en önnur störf vegna þess hlutverks þeirra að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald. Þetta segir í sameiginlegu svari Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna við skrifum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þóra Arnórsdóttir einnig kölluð til yfirheyrslu
Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, hefur verið kölluð til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna aðkomu hennar að umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja.
Segir yfirheyrslur yfir blaðamönnum óverjandi
Ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi um að kalla til þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða skæruliðadeild Samherja, er óskiljanleg og óverjandi að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Af málavöxtum að dæma virðist það vera ætlun lögreglu að krefjast þess að blaðamennirnir gefi upp heimildamenn sína, sem þeir hafi fullan rétt á að vernda.
DV og 24.is brutu ekki siðareglur Blaðamannfélagsins
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að miðlarnir 24.is og DV hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins. Fyrri úrskurðurinn snýr að umfjöllun 24.is um Facebook hópinn Karlmennskan og hinn að frétt DV um aðkomu Jakobs Frímanns Magnússonar að svokölluðu liprunarbréfi. 
14.01.2022 - 17:10
Málþing um fjölmiðlafrelsi
Norræn ríki í fremstu röð en Ísland eftirbátur þeirra
Norrænu ríkin eru góð fyrirmynd annarra þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og þau bera ábyrgð gagnvart öðrum þjóðum að auka fjölmiðlafrelsi enn frekar. Þetta sagði Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu blaðamannasamtakanna, á málþingi Blaðamannafélags Íslands í dag. Hún benti eins og fleiri framsögumenn á að Ísland stæði öðrum norrænum ríkjum að baki í mælingu á fjölmiðlafrelsi og úr því yrði að bæta. Viðskiptaumhverfi, framganga Samherja og fleiri mál bar á góma.
RSÍ fordæmir aðför Samherja að æru og málfrelsi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) segir í ályktun að með öllu ólíðandi sé að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu.
Samherjafólk reyndi að hafa áhrif á Blaðamannafélagið
Lykilstarfsmenn Samherja fóru í skipulagða áróðursherferð í aðdraganda formannskosninga í Blaðamannafélagi Íslands í síðasta mánuði til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmaður RÚV ynni kosninguna. Þetta kemur fram í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum. Þar segir meðal annars að starfsmenn Samherja töldu RÚV ætla að nota Blaðamannafélagið gegn Samherja.
Lestin
Nær hlutleysiskrafan til hlaðvarpa?
Í vikunni tók einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi landsins viðtal við sjálfan sig með fulltingi lögmanns síns um mál sem nú hefur verið kært til lögreglu. Hvað segir þetta viðtal um fjölmiðlalandslag samtímans?
Gagnrýna stjórnendur Árvakurs fyrir Samherjaauglýsingu
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vegna birtingar auglýsingar frá Samherja á vef mbl.is.Auglýsingin sé liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Selja og fleiri sem staðið hafi linnulaust í á annað ár.
Sigríður Dögg kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sigraði í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands. Úrslitin voru kunngjörð nú í hádeginu.
27.04.2021 - 12:09
Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun árins, sem voru tilkynnt nú síðdegis. Blaðamannafélag Íslands veitti verðlaun í fjórum flokkum.
Heimir Már býður sig fram til formanns BÍ
Heimir Már Pétursson fréttamaður gefur kost á sér til formanns Blaðamannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fer fram í lok apríl. Hjálmar Jónsson, sem hefur gegnt embætti formanns og framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 2010, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram.
22.03.2021 - 23:12
Tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru tilkynntar í gær. Tilnefnt er í fjórum flokkum. Verðlaunahafar verða tilkynntir í næstu viku. RÚV fær fjórar tilnefningar til verðlauna í ár.
Hjálmar verður áfram formaður Blaðamannafélagsins
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands rann út á miðnætti, en framboð  þarf að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 29. október.
Blaðamannafélagið fordæmir aðferðir Samherja
Stjórn Blaðamanannafélags Íslands lýsir furðu sinni á „tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem fyrirtækið beitir til þess.“
12.08.2020 - 13:56
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30