Færslur: Black Lives Matter

Sendir alríkislögreglu og þjóðvarðlið gegn mótmælendum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að senda alríkislögreglu til Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum til þess að ná tökum á mótmælum sem þar hafa geisað undanfarna daga.
26.08.2020 - 17:55
Maður sem lögregla skaut í Wisconsin er lamaður
Jacob Blake, svartur maður sem lögregla skaup í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum, er lamaður fyrir neðan mitti. Þetta segir faðir Blakes í samtali við Chicago Sun Times.
25.08.2020 - 14:17
Átök milli lögreglu og mótmælenda í Seattle
Borgaryfirvöld í Seattle í Washingtonríki hafa lýst yfir uppreisnarástandi í kjölfar fjölmennra mótmæla í miðborginni. Lögregla greip í gær til til blossasprengja og piparúða til að freista þess að ryðja stórt svæði sem mótmælendur lögðu undir sig og teygði sig yfir margar húsaraðir í Capitol Hill-hverfinu í borginni.
26.07.2020 - 06:39
Samstöðuverkföll með Black Lives Matter
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.
Síðdegisútvarpið
„Þá fattaði ég að ég væri hvít og ekki eins og hinir“
Snæfríður Fanney var eini hvíti nemandinn í grunnskólanum sínum í Harlem. Hún segir frá reynslu sinni í nýju hlaðvarpi sem var á dögunum valið á meðal þeirra ellefu bestu sem tóku þátt í hlaðvarpskeppni New York Times.
08.07.2020 - 09:57
Zuckerberg segir auglýsendur verða fljóta að snúa aftur
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook segir auglýsendur verða fljóta að snúa sér aftur að samfélagsmiðlinum.
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Bandarískar knattspyrnukonur krupu yfir þjóðsöngnum
Bandarískar knattspyrnukonur krupu undir þjóðsöngnum þegar að NWSL deildin hófst á ný eftir langt hlé í gær. Leikmenn beggja liða klæddust einnig bolum merktum Black Lives Matter fyrir leik.
28.06.2020 - 12:31
Þeir sem stóðu að baki borðanum í lífstíðarbann
Forsvarsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Burnley telja sig vera búna að komast að því hverjir stóðu á bakvið það að flugvél með borða sem á stóð White lives matter Burnley flaug yfir heimavöll Manchester City í leik liðanna á mánudag.
24.06.2020 - 10:34
Hindra aðgang lögreglu að sjálfstjórnarsvæði í Seattle
Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum rannsakar skotárás í borginni aðfaranótt laugardags þar sem ungur maður lést og annar særðist lífshættulega. Árásin var gerð á svæði fyrir framan ráðhús borgarinnar sem mótmælendur hafa tekið yfir og lýst sjálfstjórnarsvæði.
Ræða rasisma á Íslandi á Instagram-síðu Bjarkar
Klukkan 18:00 í kvöld verða þær Chanel Björk og Diana Breckmann í beinni útsendingu á Instagram-síðu Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Þar munu þær ræða rasisma á Íslandi og hvernig Black lives matter hreyfingin hefur haft áhrif hér á landi.
18.06.2020 - 13:27
Boris: „Látið Churchill í friði"
Ákvörðun Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands um að koma á sérstakri nefnd sem ætlað er að taka á öllum hliðum ranglætis kemur í kjölfar útbreiddra mótmæla gegn kynþáttamisrétti þar í landi.
15.06.2020 - 06:29
Ný bylgja mótmæla í Atlanta
Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að Erika Shields lögreglustjóri hefði ákveðið að stíga til til hliðar. Það gerist í kjölfar þess að lögreglumaður varð Rayshard Brooks, 27 ára þeldökkum manni, að bana við veitingastað í borginni.
14.06.2020 - 04:49
Götur í Kaupmannahöfn nefndar eftir uppreisnarfólki
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa orðað það að nefna götur í borginni í höfuðið á uppreisnarfólki sem barðist fyrir frelsi þræla og verkafólks í dönsku vestur Indíum.
14.06.2020 - 02:34
Pistill
Löngu tímabært uppgjör við hvíta kynþáttahyggju
„Hvítt fólk getur ekki lengur hlíft sér við því að aflæra þá samfélagslegu mótun sem við höfum orðið fyrir, við höfum verið forrituð með hvítri kynþáttahyggju og ekkert okkar er undanskilið og við höfum enga afsökun,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, pistlahöfundur Lestarinnar á Rás 1.
13.06.2020 - 13:30
Fjarlægja styttuna af Baden-Powell 
Yfirvöld í Dorset á Suður-Englandi tilkynntu í gær að stytta af Robert Baden-Powell stofnanda skátahreyfingarinnar verði fjarlægð. Hún bætist þar með í safn annarra stytta af sögufrægum einstaklingum sem verið gagnrýndar í tengslum við mótmæli undanfarinna vikna.
11.06.2020 - 09:23
Fréttaskýring
Lögreglan langt frá því að endurspegla samfélagið
Mótmælendur víða um heim krefjast þess að lögreglan breytist. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar á Íslandi. Lögreglunemar fá fræðslu um samskipti við ólíka samfélagshópa og hluti starfandi lögreglumanna hefur sótt námskeið um fjölmenningu en innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur. Innfllytjendum í lögreglunámi hefur fækkað um helming á síðustu árum.
Blaðið hluti af stofnanavæddum fordómum í garð svartra
Vísindatímaritið Nature tilkynnti í dag frestað hefði verið birtingu þeirra greina sem áttu að koma út í dag. Tímaritið vildi með þessu taka þátt í mótmælum gegn stofnanavæddum fordómum fræðasamfélagsins í garð svartra.
epa08475449 Dray Tate sings 'A Change is Going to Come' while a collage of protests plays on a video screen and and visual artist Ange Hillz creates a painting of George Floyd during the funeral for George Floyd at The Fountain of Praise church in Houston, Texas, USA, 09 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody and all four officers involved in the arrest have been charged and arrested.  EPA-EFE/Godofredo A. Vasquez / POOL
Í BEINNI
George Floyd borinn til grafar í Texas
George Floyd verður borinn til grafar í Houston í Texas í dag. Floyd var drepinn af lögreglumanni í Minneapolis í Minneasoda-ríki 25. maí síðastliðinn. Hann var 46 ára gamall. Dauði hans varð kveikjan að miklum mótmælum Bandaríkjunum og víðar í hinum vestræna heimi.
09.06.2020 - 15:58
Myndskeið
Lýstu samstöðu með baráttu gegn lögregluofbeldi
Hópur fólks kom saman á Ráðhústorginu á Akureyri í dag til að lýsa samstöðu sinni með baráttu fyrir réttindum þeldökkra og gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Fyrr í vikunni komu um þrjú þúsund manns saman á Austurvelli í Reykjavík í sömu erindagjörðum.
07.06.2020 - 16:35
Þúsundir mótmæla kynþáttahatri
Tugir þúsunda víða um heim tóku í dag þátt í mótmælum gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi. Víða var áfram mótmælt í Bandaríkjunum og í Washington flykktust þúsundir mótmælenda út á göturnar tólfta daginn í röð.
Ætla að banna kyrkingartakið
Yfirvöld í Minneapolis ætla að banna lögreglu í borginni að nota svo nefnt kyrkingar- eða hálstak. Minneapolis er ekki eini staðurinn þar sem yfirvöld rýna nú grannt í reglurnar um valdnotkun lögreglu. 
Myndskeið
Þjóðvarðlið kallað út í fyrsta sinn frá seinna stríði
Allt þjóðvarðlið Minnesota hefur verið kallað út í fyrsta skipti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mótmælin í ríkinu halda áfram og hvetja ráðamenn mótmælendur til að hætta gripdeildum og skemmdarverkum.
30.05.2020 - 19:26
  •