Færslur: Black Lives Matter

Ákærðir fyrir að steypa styttu af þrælasala af stalli
Fjórir Bretar þurfa í dag að mæta fyrir dóm til að verjast ákæru fyrir að hafa fellt af stalli styttu af sautjándu aldar þrælasala, Edward Colston að nafni. Huldulistamaðurinn Banksy lýsir stuðningi við fjórmenningana og hyggst láta ágóðann af sölu nokkurra stuttermabola úr hans smiðju renna til þeirra.
13.12.2021 - 05:50
Rittenhouse sýknaður af morðunum í Kenosha
Kyle Rittenhouse, bandarískur táningur sem skaut tvo menn til bana og særði einn í mótmælum gegn lögregluofbeldi í ágúst á síðasta ári, var sýknaður í dag.
Sjónvarpsfrétt
Segir þrælahald erfðasynd Bandaríkjanna
Bandaríkjaþing hefur samþykkt að 19. júní verði framvegis opinber frídagur. Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa lengi minnst afnáms þrælahalds þennan dag.
19.06.2021 - 19:21
19. júní gerður að frídegi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti, Joe Biden, samþykkti í gær að gera 19. júní að opinberum frídegi í Bandaríkjunum. Dagsetningin, sem er kölluð Juneteenth, er ekki úr lausu lofti gripin því 19. júní árið 1865 voru þrælar í Galveston í Texas loksins frelsaðir.
Breskur aðgerðarsinni skotinn í höfuðið
Breski aðgerðarsinninn Sasha Johnson liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir hafa verið skotin í höfuðið síðastliðna nótt. Að sögn Lundúnalögreglunnar var árásin gerð klukkan þrjú í nótt að staðartíma á samkomu í Southwark.
24.05.2021 - 00:28
Derek Chauvin sakfelldur fyrir öll ákæruatriði
Kviðdómur í máli fyrrverandi lögreglumannsins Derek Cauvins komst að þeirri niðurstöðu rétt í þessu að Chauvin er sekur í öllum þremur ákæruatriðum. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður í fangelsi þar til dómari hefur ákveðið refsingu yfir honum. Chauvin var ákærður fyrir að vera valdur af dauða George Floyd í maí í fyrra.
Málflutningi lokið vegna drápsins á George Floyd
Vitnaleiðslum og málflutningi er lokið í réttarhöldunum yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir drápið á blökkumanninum George Floyd í maí í fyrra og kviðdómendur hafa nú verið fluttir í einangrun til að ráða ráðum sínum án utanaðkomandi áreitis. Fjölmennt lögreglu- og þjóðvarðlið er í viðbragðsstöðu í Minneapolis, þar sem búist er við hörðum mótmælum og að líkindum óeirðum verði Chauvin sýknaður.
Myndskeið
Lögreglumaður skaut þrettán ára dreng til bana
Yfirvöld í Chicago hafa gert myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns opinber, en það sýnir þegar 13 ára drengur var skotinn til bana undir lok síðasta mánaðar. 
Chauvin neitaði að bera vitni - málflutningi lokið
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður frá Minneapolis sem nú er fyrir rétti, ákærður fyrir morðið á blökkumanninum George Floyd, nýtti rétt sinn til að neita að sitja fyrir svörum saksóknara í réttarsal í gær.
Lögreglufólk segir af sér eftir dráp á blökkumanni
Lögreglukonan sem skaut blökkumann til bana við umferðareftirlit í bænum Brooklyn Center í Minnesota á sunnudag hefur sagt upp störfum og lögreglustjórinn, sem sagði dráp mannsins augljóslega hafa verið slys, sagði einnig af sér.
Myndskeið
Telur skotið óviljaverk - Ætlaði að beita rafbyssu
Fjörutíu manns voru handtekin í mótmælum í nótt í borginni Brooklyn Center, norður af Minneapolis í Bandaríkjunum. Fólkið var að mótmæla lögregluofbeldi eftir að lögreglumaður skaut Daunte Wright, tvítugan mann af bandarískum og afrískum uppruna, til bana um helgina. Töluverð ólga er í borginni þar sem fram fara réttarhöld yfir lögreglumanninum sem varð George Floyd að bana síðasta vor. 
Mótmæli eftir að lögregla skaut svartan mann til bana
Hundruð komu saman og mótmæltu fyrir utan lögreglustöð í Brooklyn Center í Minneapolis í nótt eftir að lögreglumaður skaut Daunte Wright, tuttugu ára svartan mann, til bana fyrr um daginn. Lögreglan beitti táragasi í mótmælunum en mótmælendur köstuðu grjóti í lögreglubíla. Útgöngubann er nú í gildi í borginni vegna ástandsins.
12.04.2021 - 09:22
Súrefnisskortur var banamein Floyds
Lungnalæknirinn Martin Tobin sagði fyrir dómi í gær að súrefnisleysi hafi orðið George Floyd að bana. Tobin lýsti því hvernig súrefnisskorturinn olli heilaskemmdum og hjartsláttartruflunum, sem að lokum leiddu til þess að hjarta hans hætti að slá. 
„Ég taldi mig hafa orðið vitni að morði“
Lögreglumaðurinn Derek Chauvin herti sífellt tökin á hálsi George Floyd eftir því sem meðvitundin þvarr, sagði vitni í réttarhöldunum yfir Chauvin. Þetta kostaði Floyd lífið. Hann sagði að hann hefði þá talið sig vera vitni að morði. Sérfræðingur í lögum segir möguleika á að Chauvin verði sýknaður, einfaldlega af því að hann er lögreglumaður.
Höggmynd af Abraham Lincoln tekin niður í Boston
Höggmynd sem sýnir nýfrelsaðan þræl krjúpa við fætur Abrahams Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, var fjarlægð af Park Square í Boston í dag.
Myndskeið
Deilt um hvort sakfella hafi átt fyrir kynþáttahatur
Danskir bræður á þrítugsaldri voru í dag dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir morð í Borgundarhólmi í sumar. Deilt er um hvort þeir hefðu einnig átt að fá dóm vegna kynþáttahaturs. 
Myndskeið
Myndskeiðinu að þakka að Michel sé ekki í fangelsi
Fjórir franskir lögreglumenn voru leystir frá störfum í gærkvöld eftir að myndbandi var dreift um samfélagsmiðla þar sem þeir sjást berja svartan mann illa í París. Þetta gerist á sama tíma og frönsk stjórnvöld reyna að fá samþykkt frumvarp sem setur skorður við myndbirtingum af lögreglu við störf.
27.11.2020 - 19:48
Skotmaðurinn í Kenosha laus gegn tryggingu
Kyle Rittenhouse, 17 ára unglingur ákærður fyrir að hafa orðið tveimur að bana í Black Lives Matter mótmælum í sumar, hefur verið látinn laus gegn tryggingu.
21.11.2020 - 00:41
Banna pólitísk skilaboð í Formúlu 1
Ökuþórum í Formúlu 1 hefur verið bannað að klæðast fatnaði með ákveðnum slagorðum eða pólitískum skilaboðum á meðan þeir standa á verðlaunapalli eða fara í viðtöl eftir keppnir.
27.09.2020 - 09:33
Myndband
Skaut Taylor átta skotum en er ekki ákærður
Mótmæli brutust út víða í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að ákærudómstóll ákvað að ákæra ekki lögreglumann fyrir morð. Hann skaut konu til bana í mars. Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, segir að málið segi töluvert mikið um stöðu svartra í landinu. 
Fjölskylda Breonna Taylor fær tólf milljónir dollara
Yfirvöld í borginni Louisville í Bandaríkjunum ætla að greiða fjölskyldu Breoanna Taylor tólf milljónir dollara. Breonna Taylor var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu þegar hún var 26 ára gömul.
15.09.2020 - 21:52
Hver hinna ákærðu í máli George Floyds ásakar hina
Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem lagði hné sitt að hálsi Floyds í níu mínútur, fullyrðir fyrir rétti að ofskammtur af fentanýli, mjög sterku verkjalyfi, hafi orðið honum að fjörtjóni. Hann sakar tvo hinna lögreglumannana um að hafa ekki metið ástand Floyds réttilega.
Rannsókn að hefjast á andláti Daniels Prude
Saksóknari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað rannsókn á andláti Daniels Prude sem lést eftir handtöku í mars síðastliðnum.
Portland: Mótmæli og átök í 100 daga
Um helgina eru 100 dagar síðan mótmæli hófust í Portland í Oregon en þau kviknuðu vegna dauða George Floyd, sem banað var af lögreglumanninum Derek Chauvin í maí síðastliðnum í Minneapolis. Mótmælendur segjast reiðubúnir að halda áfram fram að forsetakosningum í nóvember.
Portland: Grunaður skotinn til bana af sérsveit
Sérsveit á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna skaut í gærkvöld mann til bana, sem grunaður var um að hafa banað stuðningsmanni Donald Trump, í Portland í Oregon um síðastliðna helgi.
04.09.2020 - 11:35