Færslur: Björn Leó Brynjarsson

Upplifir skrif ekki sem vinnu
Björn Leó Brynjarsson er viðmælandi Hildar Kristínar Stefánsdóttur í hlaðvarpsþættinum Skaparanum í þessari viku. Hann er handritshöfundur og leikskáld. Hann skrifaði handritið fyrir bíómyndina Þorsta ásamt því að skrifa verkið Stórskáldið sem var nýlega frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Hann var einnig valinn hirðskáld Borgarleikhússins 2017-2018.
12.11.2019 - 14:13
Gagnrýni
Snillingurinn í frumskóginum
Ímynd snillingsins er mátuð við þekktar klisjur um hinn sérlundaða listamann með náðargáfurnar í leiksýningunni Stórskáldið í Borgarleikhúsinu. „Þrátt fyrir dramatíska söguna í forgrunni verksins er sýningin hnyttin og full af húmor,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Viðtal
Afhjúpun Nóbelsskálds í plastfrumskógi
Í óræðum heimi á mörkum sannleika og lygi býr Nóbelsskáld sem allir vilja elska og hylla. Dóttir skáldsins heimsækir föður sinn í þeim tilgangi að gera heimildarmynd um hann. Björn Leó Brynjarsson frumsýnir Stórskáldið í Borgarleikhúsinu á föstudag og hryllingsmynd í kvikmyndahúsum í lok mánaðar.
Menningarvitinn: Björn Leó Brynjarsson
Björn Leó Brynjarsson er hirðskáld Borgarleikhússins leikárið 2017-2018. Hann er lærður sviðshöfundur, einn stofnenda „action-leikhús-hópsins“ Cobra Kai, og hefur komið að mörgum vinsælum verkum, til dæmis Trantinum og hnefanum (2010), Petru (2014) og Frama (2015). Hann veitir lesendum innsýn í sín eftirlætis lista- og menningarfyrirbæri þessa dagana.