Færslur: Björk

The Northman frumsýnd í Lundúnum
Víkingakvikmyndin The Northman var frumsýnd í Lundúnum í kvöld. Skáldið Sjón skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Robert Eggers. Söngkonan Björk er meðal leikenda myndarinnar.
Björk í nornargervi í fyrstu Northman-stiklunni
Fyrsta stiklan fyrir víkingamynd Roberts Eggers og Sjón var frumsýnd í dag. Myndin gerist á Íslandi á víkingaöld og fer Björk Guðmundsdóttir með hlutverk nornar í henni.
20.12.2021 - 15:09
Í BEINNI
Björk ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Lokatónleikar Orkestral tónleikaraðar Bjarkar Guðmundsdóttur í Hörpu.
15.11.2021 - 19:30
Mynd með færslu
Í BEINNI
Björk Orkestral í Hörpu
Björk ásamt blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og flautuseptettinum Viibra.
31.10.2021 - 16:30
Björk Orkestral
Björk ásamt strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt verða lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. Stjórnandi: Viktor Orri Árnason.
11.10.2021 - 19:30
Myndskeið
Björk styrkir þjónustu við börn í Kvennaathvarfinu
Björk heldur ferna tónleika hér á næstu vikum, þá fyrstu í kvöld, í beinni útsendingu. Þetta verða fyrstu tónleikar Bjarkar á Íslandi í þrjú ár. Hluti ágóðans af tónleikunum rennur til Samtaka um kvennaathvarf. Peningarnir verða nýttir til að efla þjónustu við börn sem dvelja í athvarfinu en þau eru yfirleitt ellefu á degi hverjum.
Ellismellir
Baráttan milli Bjarkar, Blur og Oasis
Það kennir ýmissa grasa á íslenska Topp 40 listanum í byrjun október árið 1995. Baráttan milli Oasis og Blur var áberandi hjá þjóðinni en tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur tókst þó líka að blanda sér í leikinn með lagi af plötunni Post.
11.10.2020 - 16:30
Pistill
Listin er að móta ný og heilnæmari tengsl við umhverfið
Um síðustu helgi fór fram sviðslistahátíðin Plöntutíð á höfuðborgarsvæðinu – grasrótarhátíð í báðum merkingum þess orðs. Ekki bara sprettur hún úr senu ungra sviðslistamanna, grasrótinni, heldur tókust öll verkin á við grös, rætur og plöntur á einhvern hátt, þema sem virðist listamönnum sérstaklega hugleikið um þessar mundir.
Mæðgurnar Björk og Ísadóra í víkingamynd Sjóns
Björk Guðmundsdóttir er sögð leika norn í víkingamyndinni The Northman sem skartar meðal annars bræðrunum Bill og Alexander Skarsgaard  og Hollywood-stjörnunum Willem Dafoe og Nicole Kidman.
20.08.2020 - 08:39
7 stórtónleikar sem var aflýst eða frestað vegna COVID
Frá því veiran skall á heimsbyggðinni hefur meira og minna allt menningarlífið verið í lamasessi og óteljandi viðburðum verið aflýst eða frestað. Hér eru sjö tónleikar í stærri kantinum sem hafa orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni og þeim samkomutakmörkunum sem eru fylgifiskar hennar.
16.08.2020 - 09:33
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Björk fagnar íslensku samstarfsfólki í Eldborg í ágúst
Björk kemur fram á þrennum tónleikum á Íslandi í ágúst til að fagna samstarfi sínu við íslenskt tónlistarfólk. Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu. Þeir fyrstu sunnudaginn níunda ágúst með Hamrahlíðarkórnum, svo 15. með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, og sunnudaginn 23. ágúst með blásarasveit úr Sinfóníunni og flautuseptettinum Viibra.
27.06.2020 - 08:52
Tónlist Bjarkar setur svip á Tortímandann
Í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Terminator: Dark Fate heyrist lag eftir Björk Guðmundsdóttur í nýjum búningi.
24.05.2019 - 09:41
Myndskeið
Íslenskt listafólk í stafrænu leikhúsi Bjarkar
Cornucopia, stórtónleikar Bjarkar í listamiðstöðinni The Shed í New York hafa vakið mikla athygli og fengið lofsamlega dóma. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn taka þátt í tónleikunum, svo sem Hamrahlíðarkórinn og flautuseptettinn Viibra.
21.05.2019 - 14:04
Magnað myndband frá Björk við Tabula Rasa
Björk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Tabula Rasa sem er á síðustu plötu hennar Utopia. Í laginu starfar hún með hressri 12 kvenna flautuhljómsveit auk furðufuglunum og upptökustjórunum Arca og Rabit.
13.05.2019 - 16:29
Þegar eltihrellir sendi Björk sprengju
Árið 1993 höfðu Sykurmolarnir lagt upp laupana og Björk Guðmundsdóttir hóf sólóferil sinn fyrir alvöru. Lagið „Human Behaviour“ varð fyrsti stóri smellur hennar á alþjóðavísu, hlaut mikla spilun á MTV og lof gagnrýnenda. Með fyrstu plötu sinni, Debut, náði Björk, sem þá var 28 ára, eyrum heimsins og því miður, fangaði hún einnig hug mjög veiks manns, Ricardos Lopez.
11.05.2019 - 09:08
Ný sýning Bjarkar fær lofsamlega dóma
Stórtónleikar Bjarkar í The Shed, nýrri listamiðstöð New York-borgar, fá lofsamlega umfjöllun í bæði tónlistartímaritinu Rolling Stone og breska blaðinu Guardian. Tónleikarnir nefnast Cornucopia og er Hamrahlíðarkórinn í stóru hlutverki. Tónleikunum lýkur á ávarpi frá hinni sænsku Gretu Thunberg þar sem hún segir að ef fólk grípi ekki til aðgerða í loftslagsmálum sé engin von. „Þið segist elska börnin ykkar en samt eruð þið að ræna framtíðinni af þeim,“ segir Thunberg.
10.05.2019 - 21:36
Björk ekki liðið eins og stjörnu í áratugi
Björk Guðmundsdóttir segir frá metnaðarfullri tónleikaröð sinni í nýju viðtali við New York Times. Þar segist hún hafa hætt hefðbundnum tónleikaferðalögum, meðal annars vegna þess að hún hafi þurft að laga ferilinn að fjölskylduvænni lífsstíl.
09.05.2019 - 14:37
Svanskjóll Bjarkar til sýnis á Met Gala
Fátt vakti jafn mikla athygli og svanskjóll Bjarkar Guðmundsdóttur á Óskarsverðlaunahátíðinni 2001. Kjóllinn var hafður til sýnis á Met Gala í New York, sem í ár var helgað hugleiðingum Susan Sontag um camp-fagurfræði.
07.05.2019 - 18:02
Allar plötur Bjarkar á fjöllita spólum
Björk Guðmundsdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að gefa út allar níu hljóðversplötur sínar á segulbandsspólum í öllum regnbogans litum.
14.03.2019 - 16:29
Wu-Tang-rappari segir Björk vanmetna
Rapparinn GZA, eða Genius, úr fornfrægu rappsveitinni Wu-Tang Clan segir að Björk Guðmundsdóttir sé vanmetin og hann sé mikill aðdáandi hennar.
13.11.2018 - 19:11
Varð ástfangin í gegnum textaskilaboð
„Ég var mjög sein að fara á Facebook, bara í rauninni fyrir fjórum, fimm árum. Og mig langaði að fara bara alla leið í þessu,“ segir Björk Guðmundsdóttir í nýlegu viðtali við Rokkland á Rás 2. Hún segist hafa prófað að verða ástfangin í gegnum textaskilaboð og líkir slíkum skrifum við ástarbréfaskriftir fyrr á öldum.
12.04.2018 - 12:04
Viðtal
Finnst áhrif sín á íslenska tónlist vanmetin
Björk Guðmundsdóttir segir að áhrif hennar á íslenska tónlist hefðu verið betur metin ef hún væri karlmaður. Hún segist lengst af ekki hafa kunnað við það að stæra sig eða kvarta, en henni finnst nóg komið. „Ég roðna þegar ég segi þetta, en ég ætla að leyfa mér að gera það.“
09.04.2018 - 17:10
Útópía Bjarkar: Joan Baez og hinsegin lög
Björk kemur við sögu í seinni hluta þáttarins en Joan Baez í þeim fyrri.
08.04.2018 - 12:49