Færslur: Björk

Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Björk fagnar íslensku samstarfsfólki í Eldborg í ágúst
Björk kemur fram á þrennum tónleikum á Íslandi í ágúst til að fagna samstarfi sínu við íslenskt tónlistarfólk. Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu. Þeir fyrstu sunnudaginn níunda ágúst með Hamrahlíðarkórnum, svo 15. með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, og sunnudaginn 23. ágúst með blásarasveit úr Sinfóníunni og flautuseptettinum Viibra.
27.06.2020 - 08:52
Tónlist Bjarkar setur svip á Tortímandann
Í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Terminator: Dark Fate heyrist lag eftir Björk Guðmundsdóttur í nýjum búningi.
24.05.2019 - 09:41
Myndskeið
Íslenskt listafólk í stafrænu leikhúsi Bjarkar
Cornucopia, stórtónleikar Bjarkar í listamiðstöðinni The Shed í New York hafa vakið mikla athygli og fengið lofsamlega dóma. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn taka þátt í tónleikunum, svo sem Hamrahlíðarkórinn og flautuseptettinn Viibra.
21.05.2019 - 14:04
Magnað myndband frá Björk við Tabula Rasa
Björk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Tabula Rasa sem er á síðustu plötu hennar Utopia. Í laginu starfar hún með hressri 12 kvenna flautuhljómsveit auk furðufuglunum og upptökustjórunum Arca og Rabit.
13.05.2019 - 16:29
Þegar eltihrellir sendi Björk sprengju
Árið 1993 höfðu Sykurmolarnir lagt upp laupana og Björk Guðmundsdóttir hóf sólóferil sinn fyrir alvöru. Lagið „Human Behaviour“ varð fyrsti stóri smellur hennar á alþjóðavísu, hlaut mikla spilun á MTV og lof gagnrýnenda. Með fyrstu plötu sinni, Debut, náði Björk, sem þá var 28 ára, eyrum heimsins og því miður, fangaði hún einnig hug mjög veiks manns, Ricardos Lopez.
11.05.2019 - 09:08
Ný sýning Bjarkar fær lofsamlega dóma
Stórtónleikar Bjarkar í The Shed, nýrri listamiðstöð New York-borgar, fá lofsamlega umfjöllun í bæði tónlistartímaritinu Rolling Stone og breska blaðinu Guardian. Tónleikarnir nefnast Cornucopia og er Hamrahlíðarkórinn í stóru hlutverki. Tónleikunum lýkur á ávarpi frá hinni sænsku Gretu Thunberg þar sem hún segir að ef fólk grípi ekki til aðgerða í loftslagsmálum sé engin von. „Þið segist elska börnin ykkar en samt eruð þið að ræna framtíðinni af þeim,“ segir Thunberg.
10.05.2019 - 21:36
Björk ekki liðið eins og stjörnu í áratugi
Björk Guðmundsdóttir segir frá metnaðarfullri tónleikaröð sinni í nýju viðtali við New York Times. Þar segist hún hafa hætt hefðbundnum tónleikaferðalögum, meðal annars vegna þess að hún hafi þurft að laga ferilinn að fjölskylduvænni lífsstíl.
09.05.2019 - 14:37
Svanskjóll Bjarkar til sýnis á Met Gala
Fátt vakti jafn mikla athygli og svanskjóll Bjarkar Guðmundsdóttur á Óskarsverðlaunahátíðinni 2001. Kjóllinn var hafður til sýnis á Met Gala í New York, sem í ár var helgað hugleiðingum Susan Sontag um camp-fagurfræði.
07.05.2019 - 18:02
Allar plötur Bjarkar á fjöllita spólum
Björk Guðmundsdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að gefa út allar níu hljóðversplötur sínar á segulbandsspólum í öllum regnbogans litum.
14.03.2019 - 16:29
Wu-Tang-rappari segir Björk vanmetna
Rapparinn GZA, eða Genius, úr fornfrægu rappsveitinni Wu-Tang Clan segir að Björk Guðmundsdóttir sé vanmetin og hann sé mikill aðdáandi hennar.
13.11.2018 - 19:11
Varð ástfangin í gegnum textaskilaboð
„Ég var mjög sein að fara á Facebook, bara í rauninni fyrir fjórum, fimm árum. Og mig langaði að fara bara alla leið í þessu,“ segir Björk Guðmundsdóttir í nýlegu viðtali við Rokkland á Rás 2. Hún segist hafa prófað að verða ástfangin í gegnum textaskilaboð og líkir slíkum skrifum við ástarbréfaskriftir fyrr á öldum.
12.04.2018 - 12:04
Viðtal
Finnst áhrif sín á íslenska tónlist vanmetin
Björk Guðmundsdóttir segir að áhrif hennar á íslenska tónlist hefðu verið betur metin ef hún væri karlmaður. Hún segist lengst af ekki hafa kunnað við það að stæra sig eða kvarta, en henni finnst nóg komið. „Ég roðna þegar ég segi þetta, en ég ætla að leyfa mér að gera það.“
09.04.2018 - 17:10
Útópía Bjarkar: Joan Baez og hinsegin lög
Björk kemur við sögu í seinni hluta þáttarins en Joan Baez í þeim fyrri.
08.04.2018 - 12:49
Björk heldur tónleika í Háskólabíói í apríl
Tónlistarkonan Björk heldur tónleika í Háskólabíói 12. apríl. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Miðasala hefst á morgun.
15.03.2018 - 11:14
Alvia, Björk og Högni tilnefnd til verðlauna
Alvia, Björk og Högni Egilsson eru tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna – Nordic Music Prize 2018.
24.01.2018 - 11:12
Tónleikaröð Bjarkar mest spennandi á nýju ári
Væntanlegt tónleikaferðalag Bjarkar vegna plötunnar Utopia er á meðal mest spennandi tónlistarviðburða ársins 2018 samkvæmt samantekt BBC.
04.01.2018 - 17:57
Vængjuð Björk rís upp úr legi í nýju myndbandi
Nýtt myndband við lag Bjarkar „Arisen my senses“ var frumsýnt í dag.
18.12.2017 - 16:23
Myndband Bjarkar valið það besta á árinu
Myndband við lag Bjarkar, The Gate, var valið það besta á árinu 2017 af tónlistarvefritinu Pitchfork.
04.12.2017 - 15:10
Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs
Í síðustu viku kom upp sú hugmynd í föstudagsspjallai á Morgunútvarpinu að réttast væri að reisa styttu af Björk Guðmundsdóttur fyrir framan Hörpu. Áheyrnarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina tók málið upp á fundi menningar- og ferðamálaráðs í vikunni og tillagan verður tekin fyrir á fundi ráðsins 11. desember.
30.11.2017 - 10:20
Hefur spilað sirka 15.000 tónleika um ævina
„Hugmyndin er ekki að gera plötu fullkomna, hvað sem það nú er, heldur að maður hafi eitthvað að fara með hana. Þannig að oft eru bestu hliðarnar á plötunum mínum einhverjir tónleikar ári seinna,“ segir Björk Guðmundsdóttir. Hún ræðir flautuleik, léttleika og löngun til að semja fimmtíu diskólög eftir síðustu plötuna, Vulnicuru, sem hún segir hafa verið sína dimmustu plötu hingað til.
21.11.2017 - 11:00
„Við sáum hvort annað“
Björk Guðmundsdóttir vann nýjustu plötu sína, Utopiu sem kemur út 24. nóvember, í nánu samstarfi við venesúelska tónlistarmanninn Arca. Björk ræddi nýju plötuna í ítarlegu viðtali við Pétur Grétarsson í Víðsjá en hér má hlusta á hluta viðtalsins sem verður birt í heild sinni síðar.
16.11.2017 - 10:47
Menningarefni · Tónlist · Björk · Utopia · Arca
Björk sendir frá sér „The Gate“
Í dag kom út nýtt lag frá Björk sem ber titilinn „The Gate“. Þetta er fyrsta lagið á væntanlegri plötu frá söngkonunni. Björk hefur sagt að lagið sé „í grundvallaratriðum ástarsöngur,“ og platan fjalli um að „enduruppgötva ástina“.
15.09.2017 - 09:19
Tíu bestu fyrstu plötur íslenskra poppara
Rás 2 hefur nú skipað hóp álitsgjafa sem mun á næstunni setja saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar.
12.09.2017 - 16:38