Færslur: Bítlarnir

Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Sjónvarpsfrétt
Lána út æskuheimili Paul McCartney
Ungir og upprennandi tónlistarmenn geta nú sótt um athvarf á æskuheimili Bítilsins Paul McCartney til að semja tónlist sína. Með þessu vilja McCartney og bróðir hans gefa ungu fólki tækifæri á að láta ljós sitt skína.
06.04.2022 - 08:00
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Gagnrýni
Hversdagsópus Bítlanna 
„Hér höfum við persónur og samtöl sem enginn höfundur gæti skáldað. Til þess er  þetta einum of fyndið, mennskt og breyskt,“ segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi um heimildarþættina Get Back sem fjalla um upptökur Bítlanna á því sem á endanum varð að plötunni Let it Be. „Það er hreint út sagt magnað að vera fluga á vegg í einni skemmtilegustu frásögn tuttugustu aldar.“
15.02.2022 - 13:54
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Sjónvarpsfrétt
Bítlarnir í nýju ljósi
Tugir klukkustunda af áður óbirtu efni nýttust við gerð nýrrar heimildamyndar um Bítlana sem sýnd verður á streymisveitunni Disney plús síðar í mánuðinum. Eftirlifandi Bítlum og afkomendum þeirra allra var boðið á frumsýningu í Lundúnum í gær.
17.11.2021 - 19:25
Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Munir tengdir Lennon varðveittir fyrir framtíðina
Innsiglað málmhylki sem geymir ýmsa muni tengda lífsstarfi Johns Lennons er varðveitt á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hylkið og þrjú önnur varðveitt annars staðar má ekki opna fyrr en 2040, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Lennons.
10.10.2020 - 12:30
Ringo Starr áttræður
Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, er áttræður í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður tímamótunum fagnað á annan hátt en hann hefur gert undanfarin ár.
07.07.2020 - 07:58
Viðtal
Þórólfur bannar óvart tónleika með sjálfum sér
Samkomubannið hefur haft mikil áhrif á allt tónleikahald á landinu undanfarið en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, áttaði sig eflaust ekki á því að þegar hann lagði samkomubannið til við ráðherra að það myndi jafnframt koma í veg fyrir tónleika sem hann sjálfur hefur haldið árum saman.
30.04.2020 - 09:03
McCartney segir að loka eigi „miðaldamörkuðum“ Kína
Bítillinn Paul McCartney var í viðtali hjá útvarpsmanninum Howard Stern á dögunum og talið barst að COVID-19 sjúkdómnum og blautmörkuðum í Kína. Í viðtalinu lét McCartney þá skoðun sína í ljós að þessir markaðir væru afsprengi miðalda og bar hann þá saman við þrælahald fyrri alda.
15.04.2020 - 09:44
Skúli spilaði fáheyrðar upptökur Bítlanna
Árið 1989 voru á dagskrá fróðlegir þættir á Rás 2 um hina bresku Bítla sem núverandi borgarfulltrúi og fyrrum alþingismaður Skúli Helgason hafði umsjón með. Þar mátti heyra fjölda hljóðritana sem ekki höfðu heyrst áður.
08.06.2019 - 14:50