Færslur: Bítlarnir

Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Munir tengdir Lennon varðveittir fyrir framtíðina
Innsiglað málmhylki sem geymir ýmsa muni tengda lífsstarfi Johns Lennons er varðveitt á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hylkið og þrjú önnur varðveitt annars staðar má ekki opna fyrr en 2040, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Lennons.
10.10.2020 - 12:30
Ringo Starr áttræður
Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, er áttræður í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður tímamótunum fagnað á annan hátt en hann hefur gert undanfarin ár.
07.07.2020 - 07:58
Viðtal
Þórólfur bannar óvart tónleika með sjálfum sér
Samkomubannið hefur haft mikil áhrif á allt tónleikahald á landinu undanfarið en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, áttaði sig eflaust ekki á því að þegar hann lagði samkomubannið til við ráðherra að það myndi jafnframt koma í veg fyrir tónleika sem hann sjálfur hefur haldið árum saman.
30.04.2020 - 09:03
McCartney segir að loka eigi „miðaldamörkuðum“ Kína
Bítillinn Paul McCartney var í viðtali hjá útvarpsmanninum Howard Stern á dögunum og talið barst að COVID-19 sjúkdómnum og blautmörkuðum í Kína. Í viðtalinu lét McCartney þá skoðun sína í ljós að þessir markaðir væru afsprengi miðalda og bar hann þá saman við þrælahald fyrri alda.
15.04.2020 - 09:44
Skúli spilaði fáheyrðar upptökur Bítlanna
Árið 1989 voru á dagskrá fróðlegir þættir á Rás 2 um hina bresku Bítla sem núverandi borgarfulltrúi og fyrrum alþingismaður Skúli Helgason hafði umsjón með. Þar mátti heyra fjölda hljóðritana sem ekki höfðu heyrst áður.
08.06.2019 - 14:50