Færslur: Bitcoin

Fær ekki sekt fyrir 27 milljóna króna Bitcoin-uppskeru
Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu skattrannsóknarstjóra sem krafðist sektar yfir manni fyrir að vanframtelja fjármagnstekjur sínar sem voru til komnar vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hefði ekki fært skýr rök fyrir af hverju nauðsynlegt væri að sekta manninn.
26.07.2020 - 10:15
Bitcoin tvöfalt stærri en krónan
Notendahagkerfi rafmyntarinnar bitcoin er tvöfalt stærri en íslensku krónunnar. Raunvelta á mörkuðum með bitcoin eru þrír milljarðar dollara, um 375 milljarðar króna. Rafmynt er stærsti óháði gjaldmiðillinn sem ekki er gefinn út af seðlabanka.
21.07.2019 - 15:24
Telur framleiðslu bitcoin sóun á raforku
Fyrrum viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að framleiðsla bitcoin sé sóun á orku og að það megi slá verulega varnagla við umhverfisáhrifunum sem henni fylgja því sóun orku sé eitt stærsta vandamálið sem jarðarbúar standa frammi fyrir.
17.07.2019 - 11:09
Facebook gefur út sitt eigið sýndarfé
Þriðjudaginn 18. júní tilkynnti stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, stofnun nýs gjaldmiðils á vegum tæknirisans, rafmyntina Libra. Yfirlýst markmið Facebook er að tengja saman fólk og hefur fyrirtækið smám saman reynt að verða nauðsynlegur vettvangur fyrir æ fleiri svið mannlegra samskipta – kannski var það bara timaspursmál þar til að tæknirisinn reyndi að verða vettvangur fyrir fjárhagsleg samskipti.