Færslur: Bitcoin

Frjálsu falli rafmynta líkt við hrunið 2008
Virði fjölmargra rafmynta hefur hrapað í vikunni. Viðskiptablaðamenn ytra líkja ástandinu við hrunið 2008 en í gær hafði heildarvirði rafmynta í heiminum minnkað um 300 milljarða dala frá upphafi viku.
13.05.2022 - 15:29
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Berglind Festival kennir áhorfendum að græða pening
Berglind Festival og verðbréfamarkaðurinn
Gengi bitcoin í hæstu hæðum
Gengi rafmyntarinnar bitcoin hefur aldrei orðið hærra en það var í gær, en þá nam eitt bitcoin um 68 þúsund bandaríkjadölum, jafnvirði nærri níu milljóna króna. Aðrar rafmyntir hafa einnig hækkað skart undanfarna daga. Að sögn Guardian leita fjárfestar í auknum mæli til rafmynta vegna vaxandi verðbólgu og fallandi virði verðbréfa. Áður keyptu fjárfestar gull til að vega upp á móti verðbólgu og hruni á mörkuðum.
09.11.2021 - 16:40
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Elon Musk: „Ég vil styðja en ekki sturta“ 
Stofnandi Tesla, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk, sagði í dag að hann hafi persónulega fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum en þvertók fyrir að hann véli um verðmæti þeirra eða losi stórar stöður af hinum stafrænu gjaldmiðlum til að hafa áhrif á verðgildi þeirra.
21.07.2021 - 22:06
Gengi bitcoin yfir 50 þúsund dollara
Gengi rafmyntarinnar bitcoins fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu þúsund dollara í dag. Upp úr hálf eitt stóð gengið í 50.547,70 dollurum. Það hafði þá hækkað um 4,4 prósent frá því í gær. Hækkunin frá því um áramót nemur hátt í 75 prósentum.
16.02.2021 - 17:19
Ekkert eftirlit með „námagreftri“ eftir rafmynt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fylgist hvorki með né hefur upplýsingar um rafmynt, eða sýndarfé, sem „grafin er upp“ í námum í íslenskum orkuverum. Það varar þó við áhættu af notkun hennar.
11.02.2021 - 08:05
Fær ekki sekt fyrir 27 milljóna króna Bitcoin-uppskeru
Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu skattrannsóknarstjóra sem krafðist sektar yfir manni fyrir að vanframtelja fjármagnstekjur sínar sem voru til komnar vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hefði ekki fært skýr rök fyrir af hverju nauðsynlegt væri að sekta manninn.
26.07.2020 - 10:15
Bitcoin tvöfalt stærri en krónan
Notendahagkerfi rafmyntarinnar bitcoin er tvöfalt stærri en íslensku krónunnar. Raunvelta á mörkuðum með bitcoin eru þrír milljarðar dollara, um 375 milljarðar króna. Rafmynt er stærsti óháði gjaldmiðillinn sem ekki er gefinn út af seðlabanka.
21.07.2019 - 15:24
Telur framleiðslu bitcoin sóun á raforku
Fyrrum viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að framleiðsla bitcoin sé sóun á orku og að það megi slá verulega varnagla við umhverfisáhrifunum sem henni fylgja því sóun orku sé eitt stærsta vandamálið sem jarðarbúar standa frammi fyrir.
17.07.2019 - 11:09
Facebook gefur út sitt eigið sýndarfé
Þriðjudaginn 18. júní tilkynnti stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, stofnun nýs gjaldmiðils á vegum tæknirisans, rafmyntina Libra. Yfirlýst markmið Facebook er að tengja saman fólk og hefur fyrirtækið smám saman reynt að verða nauðsynlegur vettvangur fyrir æ fleiri svið mannlegra samskipta – kannski var það bara timaspursmál þar til að tæknirisinn reyndi að verða vettvangur fyrir fjárhagsleg samskipti.