Færslur: biskup Íslands

Norræna biskupamótið haldið á Akureyri
Nú í vikunni fór Norræna biskupamótið fram á Akureyri, þar sem fjörutíu og fimm biskupar af Norðurlöndunum komu saman, fræddust og deildu reynslu sinni. Biskup Íslands segir mót á borð við þetta mikilvægt fyrir starf kirkjunnar.
01.07.2022 - 16:18
Harmar ofbeldi gegn börnum á Hjalteyri
Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi í garð barna á vistheimilinu á Hjalteyri að umfjöllunarefni í jólapredikun sem hún flutti í Langholtskirkju í morgun.
Telur að Þjóðkirkjan geti byggt upp tapað traust
Traust til Þjóðkirkjunnar hefur dregist verulega saman síðustu áratugi og aldrei hafa færri verið skráðir í Þjóðkirkjuna. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segist trúa því að hægt sé að byggja upp traust til kirkjunnar á ný. Til þess þurfi betri kynningu á starfi kirkjunnar. Sólveig Lára er bjartsýn á að fólk muni sækja í það sem þar er í boði.
Biskup vill lýðræðislegri vinnubrögð við breytingar
Biskup Íslands telur ólýðræðisleg vinnubrögð hafa verið viðhöfð í tengslum við  þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir aukakirkjuþing í morgun. Samkvæmt henni fer fjármálavald kirkjunnar til kirkjuþings í stað kirkjuráðs þar sem biskup á sæti.
27.08.2021 - 13:41
Biskup: „Landsmenn verða að sýna þolinmæði“
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn.
04.04.2021 - 13:46
Brýn þörf á viðhaldi 150 friðlýstra kirkna
Viðhaldsþörf um 150 friðlýstra kirkna í eigu og umsjón þjóðkirkjusöfnuða nemur um 217 milljónum króna, eða 1,75% af brunabótamati þeirra. Þeirra á meðal er Húsavíkurkirkja en mikill fúi hefur komið fram í henni. 
Forseti muni ekki skipa biskup
Forseti Íslands mun hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa og ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefndir, sem meðal annars fjalla um agabrot, verða felld úr gildi verði frumvarp dómsmálaráðherra um ný þjóðkirkjulög að lögum.
02.10.2020 - 21:35
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Myndskeið
Biskup ræðir aðskilnað við dómsmálaráðherra
Biskup Íslands ætlar í næstu viku að ræða við dómsmálaráðherra um framtíð sambands ríkis og kirkju. Hún segir að samband kirkjunnar við þjóðina sé mikilvægara en samband hennar við ríkið. Þjóðin eigi að ráða hvernig áframhaldandi sambandi verði háttað og hvort kirkjan verði áfram þjóðkirkja.
08.11.2019 - 12:36
Viðtal
Biskup gengisfellir orðið siðrof
„Siðrof gæti átt við um fyrirhrunsárin og það sem er að gerast í Ameríku núna en það á ekki við um þá staðreynd að kristinfræði sé felld inn í samfélagsgreinar og kennd út frá akademísku sjónarhorni frekar en sem sannleikur,“ segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar.
31.10.2019 - 11:19
Krafa um góð samskipti innan kirkjunnar
Framkvæmdastjóra Kirkjuráðs var sagt upp störfum í byrjun mánaðarins og honum gert að hætta þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir stofnunina ekki líða slæm samskipti á vinnustaðnum.
28.10.2019 - 12:27
Aðgangur barna að fagaðilum verði greiður
„Öll börn ættu að eiga greiðan aðgang að fagaðilum sem hjálpa foreldrunum að finna leiðr til lausnar ef eitthvað má betur fara eða þörf er á úrræðum sem auðvelda líf fjölskyldunnar," sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup í predikun sinni í Dómkirkjunni í kvöld.
24.12.2018 - 23:10
„Stundum mistekist í kirkjunni að breyta rétt“
Þegar Agnes M. Sigurðardóttir var svarin í biskupsembætti sumarið 2012, var kirkjan í vanda stödd. Gömul hneykslismál, fyrst og fremst tengd Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi, höfðu skekið kirkjuna enn á ný. Eftirmaður Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, hafði hrökklast úr embætti vegna gagnrýni á hvernig hann vann úr því máli.
10.04.2018 - 20:00