Færslur: Bílvelta

Bílvelta á mislægum gatnamótum neðst í Ártúnsbrekku
Bíll valt á mislægum gatnamótum þar sem Sæbraut mætir Miklubraut nú á fimmta tímanum. Bílnum var ekið upp slaufuna sem leiðir upp í Ártúnsbrekku þegar hann valt.
12.07.2020 - 16:22
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Bílvelta í Kömbunum
Lítil rúta valt á Suðurlandsvegi, í Kömbunum, nú eftir hádegi. Tveir voru í bílnum og er allt útlit fyirr að þeir hafi sloppið án teljandi meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir voru fastir í öryggisbeltum eftir veltuna og fengu hjálp frá sjúkraflutningamönnum sem losuðu þá. Ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar.
14.01.2019 - 14:51
Sluppu ómeiddir í bílveltu undir Eyjafjöllum
Bílaleigubíll valt á hringveginum við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum í morgun. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum. Ferðamennirnir voru á jepplingi og misstu hann yfir á öfugan vegarhelming í hálkunni sem myndaðist þegar hlýnaði í morgun. Þar valt bíllinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi voru mennirnir í bílbeltum og sluppu ómeiddir.
14.12.2015 - 17:00