Færslur: Bill Gates

Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Farsóttin ágerist, beðið eftir bóluefni
Nærri 1,1 milljón manna hefur nú látist í kórónuveirufarsóttinni um heim allan. Víðast er faraldurinn í örum vexti og alls óvíst hvenær eða hvort bóluefni gegn veirunni verður tiltækt. Flest hafa látist í Bandaríkjunum, tæplega 220 þúsund, rúmlega 150 þúsund í Brasilíu og 111 þúsund á Indlandi. Í Evrópu hafa flestir látist í Bretlandi, rúmlega 43 þúsund, og rúmlega 36 þúsund á Ítalíu. Þessar tölur eru allar frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.
Auðkýfingar þolendur netsvindls
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.
16.07.2020 - 00:30
Gates einbeitir sér að mannúðarmálum
Bill Gates, annar stofnenda tölvurisans Microsoft, ætlar að víkja úr stjórn fyrirtækisins. Gates ætlar að verja meiri tíma í mannúðarmál. Hann vék einnig úr stjórn Berkshire Hathaway, fjárfestingafyrirtæki auðkýfingsins Warren Buffett.
14.03.2020 - 06:56