Færslur: Bílaleigur

Föt sviðnuðu af drengjum í aftursæti bíls
Bilun í bílaleigubíl varð til þess að föt sviðnuðu aftan af tveimur íslenskum drengjum. Faðir drengjanna, Arnar Þórisson, sagði í viðtali við fréttastofu að drengirnir hefðu kvartað undan kláða í fótum, stuttu áður en þeir æptu upp fyrir sig og í ljós komu stór göt á fötum þeirra.
22.07.2021 - 13:44
Sjónvarpsfrétt
Bílalausar bílaleigur
Sprenging hefur orðið í leigu á bílaleigubílum og fást ekki nógu margir bílar til að anna eftirspurn. Aukinn ferðamannastraumur er hluti ástæðunnar en einnig er skortur á nýjum bílum í kjölfar heimsfaraldursins.
15.07.2021 - 09:27
Sala nýrra bíla jókst mjög í nýliðnum júnímánuði
Rúmlega 122% fleiri nýir fólksbílar voru seldir í júní í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu. Hluti nýorkubíla, rafmagns-, metan- og blendingsbíla, eykst enn.
Landið rís hjá bílaleigum
Bókanir hafa tekið kipp hjá bílaleigum landsins undanfarna daga og dæmi um að bílafloti hjá einstökum leigum sé fullbókaður út ágúst.
Á fimmta þúsund fólksbíla nýskráð á árinu
Alls voru skráðir 1.338 nýir fólksbílar í maímánuði sem er 159% aukning frá sama tíma í fyrra þegar þeir voru 519 talsins. Heildarsalan hefur aukist um næstum 25% fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið 2020. Bílaleigur keyptu margfalt fleiri bíla í maí en á sama tíma í fyrra.
Talsverð aukning í sölu nýrra bíla í aprílmánuði
Sala nýrra bíla í landinu virðist vera að glæðast ef marka má tölur Bílgreinasambandsins fyrir aprílmánuð. Almenningur og fyrirtæki keyptu um 110% fleiri bíla nú en í fyrra og sala til bílaleiga margfaldaðist.
Nýorkubílar eru um 67% nýskráðra bíla á árinu
Nýskráningum svokallaðra nýorkubíla heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg en hlutfall þeirra er um 67% af seldum bílum það sem af er árinu. Hlutfall þeirra var nálægt 60% á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum bíla fækkaði nokkuð milli ára.
Vilja hvetja til orkuskipta með ívilnunum til bílaleiga
Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að heimilt verði að lækka skráða losun bíla sem bílaleigur flytja inn um 30 prósent áður en kemur til álagningar vörugjalds. Lækkunin geti aldrei numið hærri fjárhæð en 400 þúsund krónum á hvert ökutæki og verði háð því skilyrði að bílaleiga skuldbindi sig til þess að kaupa inn vistvænar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar
13.12.2020 - 10:49
Hvarfakútar látnir hverfa undan bifreiðum í Reykjanesbæ
Hvarfakútum hefur undanfarið verið stolið undan bílaleigubílum og flökum á bílapartasölum í Reykjanesbæ. Tjónið er tilfinnanlegt.
Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz sagt upp
Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz, alls 66 manns, var sagt upp fyrir helgi. Sigfús Bjarni Sigfússon forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að nær öll séu á þriggja mánaða uppsagnarfresti.
29.09.2020 - 16:57
Hertz fær leyfi til að bæta við hlutafé
Bílaleigan Hertz sem í lok maí sótti um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum og Kanada hefur fengið heimild til að auka hlutafé sitt um einn milljarð dollara. Slíkt er harla óvenjulegt í ljósi stöðu fyrirtækisins.
13.06.2020 - 02:59
Íslendingar leigja bíla í stórum stíl
Inn­lend korta­velta hjá bíla­leigum tvö­faldaðist á milli ára í maí og var 200 milljónir nú í ár, sam­kvæmt nýjum tölum Rann­sóknar­seturs verslunarinnar. Ljóst er að Ís­lendingar hyggja á ferða­lög innan­lands í sumar og margir leigja sér bíla tíma­bundið yfir sumar­tímann.
10.06.2020 - 11:46
Hertz óskar eftir greiðslustöðvun í Norður-Ameríku
Bílaleigan Hertz sótti um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum og Kanada í gær. Áhrif COVID-19 ollu mikilli lækkun á tekjum félagsins og fækkun á bókunum, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.
23.05.2020 - 04:52
Hætta við kaup á rúmlega 3.000 bílaleigubílum
„Það sem ég hef í mínum fórum er að það voru um 3.500 bílaleigubílar í pípunum. Þeir verða þó líklega mjög fáir og hlaupa á tugum eða örfáum hundruðum ef fram fer sem horfir og ekki verður komið til móts við bílgreinina varðandi opinber gjöld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigur á Íslandi hafa hætt við kaup á rúmlega 3.000 nýjum bílum í vor, eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og ferðamenn hættu að koma til Íslands.
Sjá fram á samdrátt í bílasölu
Sala á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 7,4 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Útlit er fyrir að samdrátturinn verði meiri næstu tvo mánuði enda hafa bílaleigur keypt um 40 prósent nýrra fólksbíla síðustu ár.
31.03.2020 - 12:41
Myndskeið
Níu ný tilvik um kílómetrasvindl ári eftir Procar
FÍB veit af níu tilvikum um kílómetrasvindl síðastliðið ár. Ekkert er tengt bílaleigunni Procar sem varð uppvís að slíku svindli í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að eitt mál hafi verið kært til lögreglu, önnur séu í rannsókn. 
12.02.2020 - 19:19
Samgöngustofa fái að beita stjórnvaldssektum
Samgöngustofa fær heimild til að beita fyrirtæki stjórnvaldssektum, verði þau uppvís að því að breyta kílómetrastöðu ökutækja, samkvæmt lagafrumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, ætlar að leggja fram.
18.11.2019 - 13:42
Viðtal
Geta þurft að greiða 5.500 í Vaðlaheiðargöng
Dæmi eru um að ökumenn bílaleigubíla þurfi að greiða allt að 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Veggjaldið er almennt 1.500 krónur og er innheimt rafrænt. Bílaleigur sjá um að greiða og innheimta veggjaldið fyrir sína leigjendur og innheimta svo þjónustugjald fyrir það. Það gjald er mishátt eftir bílaleigum og það er á færi þeirra að ákveða upphæðina.
Myndskeið
Helmingur hefur þegið bætur frá Procar
Helmingur þeirra sem keypti bíl sem Bílaleigan Procar hafði breytt kílómetrastöðu í, hefur þegið bætur. Procar hefur alls boðið eigendum um 130 bíla bætur. Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar sem boðnar eru eða ekki.
30.06.2019 - 20:00
Samgöngustofa svarar um Procar
Samgöngustofa hafði ekki lagaheimild til þess að svipta bílaleigu starfsleyfi að því er kemur fram í tilkynningu Samgöngustofu. Bílaleigan Procar er ekki nefnd á nafn í tilkynningunni en á samhenginu virðist greinilegt að átt er við hana.
SVÞ vilja bílaleigubíla í skoðun árlega
Samtök verslunar og þjónustu telja að nauðsynlegt sé að eftirlit með bílaleigubílum sé tíðara. Vísbendingar séu um að bílaleigubílum sé ekið jafn mikið á fyrsta eina til eina og hálfa árinu eftir nýskráningu og fólksbíl í einkaeigu er ekið á fjórum árum.
27.02.2019 - 10:17
Procar: Krefjast ýmist skaðabóta eða riftunar
Verið er að undirbúa kröfubréf og í öðrum tilvikum riftunarbréf fyrir tuga eigenda bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar, að sögn Páls Bergþórssonar, lögmanns hjá Rétti.
27.02.2019 - 06:51
Leigurnar kaupa mun færri bíla en í fyrra
Tuttugu og fimm prósenta samdráttur hefur orðið í nýskráningum bílaleigubíla á fyrri hluta þessa árs, samanborið við fyrri hluta síðasta árs. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bílaleigur hafi keypt mikið í fyrra, nú sé þörfin minni. Framkvæmdastjóri Hertz telur að vænta megi fleiri sameininga á næstunni.
04.07.2018 - 19:34