Færslur: Bíladagar

92 teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri um helgina
Lögreglan á Akureyri stöðvaði 92 ökumenn fyrir of hraðan akstur í bænum um helgina. Það er margfalt meira en venjulega. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að helgin hafi að öðru leiti gengið mjög vel.
20.06.2022 - 11:56
Sjónvarpsfrétt
Bíladagar á Akureyri —„Þetta er bara Þjóðhátíðin okkar“
Þjóðhátíð bílaáhugafólks á Íslandi hófst formlega á Akureyri nú í kvöld þegar hinir árlegu Bíladagar voru settir. Gestur á hátíðinni segir hátt bensínverð seinni tíma vandamál.
16.06.2022 - 21:00
Lögð áhersla á að virða siðareglur Bíladaga
Hinir árlegu Bíladagar hefjast á Akureyri á morgun 16. júní. Hátíðin, sem er skipulögð af Bílaklúbbi Akureyrar, hefur verið haldin þar síðan 1995. Hátíðinni hefur fylgt neikvætt orðspor en síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að allir sem á hátíðina koma virði svokallaðar siðareglur Bíladaga.
15.06.2022 - 13:33
Lögreglan leitar vitna eftir líkamsárás á Bíladögum
Lögreglan á Akureyri lýsir á Facebook-síðu sinni eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í kringum miðnætti að kvöldi laugardagsins 19. júní á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
24.06.2021 - 15:30
Engin stór mál á bíladögum
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina. Þá fóru fram bíladagar á vegum Bílaklúbbs Akureyrar. Að sögn varðstjóra á vakt kom ekkert stórt mál upp, nokkur fíkniefnamál en almennt fór allt vel fram.
18.06.2019 - 09:40
Margir staðnir að hraðakstri og reykspóli
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri, en gekk þó býsna vel að sögn varðstjóra nyrðra sem fréttastofa náði tali af í morgunsárið. Bíladagar eru á Akureyri þessa helgi og í gær bárust fréttir af því að nokkuð ónæði hefði hlotist af framgöngu nokkurra svartra sauða í hópi ökuþóra utan dagskrár. Á þessu varð framhald í gærkvöld og nótt að sögn lögreglu, og voru töluvert margir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, hávaðasaman akstur og reykspól á Akureyri og nágrenni.
15.06.2019 - 06:46
Yfir 200 keyrðu of hratt en enginn fullur
212 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og vestra um helgina. Einn var handtekinn í Reykjavík vegna kynferðisbrotamáls á Akureyri. Enginn var kærður fyrir ölvunarakstur í umdæmunum.
18.06.2018 - 11:36
Eitt kynferðisbrot og nítján hraðakstrar
Mikill erill var hjá Lögreglunni á Akureyri í nótt en hún hefur haft aukinn viðbúnað vegna Bíladaga sem fram fara um helgina. Tilkynnt var um eitt kynferðisbrot og allnokkur umferðalagabrot áttu sér stað, en flest snerust þau um of hraðan akstur. Þá voru þrír fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll keyrði út af veginum í Öxnadal.
16.06.2018 - 07:28
Þrefalt fleiri lögreglumenn á vakt á Akureyri
Lögreglan á Akureyri er með mikinn viðbúnað um helgina vegna Bíladaga, með þrefalt fleiri lögreglumönnum á vakt. Búist er við fjölda gesta á hátíðina eftir sem líða tekur á helgina. Tugir keppenda láta ljós sitt skína og fjöldi viðburða verður í boði.
15.06.2018 - 20:00
Aukið eftirlit lögreglu og Aflsins á Bíladögum
Lögreglan á Akureyri er með mikinn viðbúnað vegna Bíladaga sem fara fram um helgina. 23 voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í gærkvöld og nótt. Lögreglan verður í nánu samstarfi við Aflið, samtök um kynferðisofbeldi, á meðan hátíðin fer fram.
15.06.2018 - 10:07
Aksturskeppnissvæðið var opið í alla nótt
Nú eru Bíladagar á Akureyri og er keppt í ýmsum akstursgreinum. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að þeir geri hvað þeir geta til að ökuþórar þenji ekki kraftmikla bílana á götum bæjarins.
19.06.2015 - 12:22