Færslur: BHM

Spegillinn
Vill fríska upp á ýmislegt í BHM
Friðrik Jónsson, nýr formaður Bandalags háskólamanna, vill hefjast handa strax við að bæta, breyta og byggja upp bandalagið þannig að það þjóni betur fjölbreyttum verkefnum sem eru fram undan. Hann vill líka bæta vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði og stefnir að því að nýr kjarasamningur verði tilbúinn áður en núverandi samningur rennur út.
28.05.2021 - 17:00
BHM: Virði háskólamenntunar einna minnst á Íslandi
Fjárhagsvirði háskólamenntunar er einna minnst á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta er mat aðalfundar Bandalags háskólamanna sem brýnir stjórnvöld til að huga að áhrifum skattkerfisbreytinga á mun ráðstöfunartekna eftir menntastigi.
Friðrik Jónsson kjörinn formaður BHM
Friðrik Jónsson var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Hann er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og tekur við formennsku í BHM á fimmtudaginn. Þann dag verður aðalfundur bandalagsins haldinn.
BHM varar við hækkun skatta á háskólamenntaða
Bandalag háskólamanna varar við því að reynt verði að bæta afkomu ríkissjóðs með því að hækka skatta háskólamenntaðs fólks. Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022 - 2026. Þar segir að félagið vari við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum næstu árin.
Spegillinn
Loftslagsaðgerðir mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa
Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa og ívilnanirnar gagnist helst fólki í efri tekjuhópum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingin kynnti í dag. 
18.03.2021 - 16:08
Spegillinn
Vilja tryggja rétt til fjarvinnu í kjarasamningum
Yfir 60% félagsmanna Bandalags háskólamanna, sem svöruðu könnun þess, vilja að BHM beiti sér fyrir því að réttur til að vinna heima verði tryggður í næstu kjarasamningum. Þá telja yfir 70% svarenda mikilvægt að kjarasamningar kveði skýrt á um að vinnuveitandi skuli greiða fyrir og útvega búnað sem nauðsynlegur er vegna fjarvinnu.
10.03.2021 - 18:51
Þórunn hyggst láta af formennsku í BHM
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, BHM, hefur tilkynnt formannaráði bandalagsins að hún hyggist ekki bjóða sig fram að nýju á aðalfundi BHM sem haldinn verður 27. maí. Þórunn hefur verið formaður undanfarin 6 ár en samkvæmt lögum BHM má formaður mest sitja í 8 ár.
11.02.2021 - 21:52
Innlent · BHM
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
Listafólk á erfitt með að ná endum saman
Átta af hverjum tíu listamönnum á Íslandi hafa orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja rafrænna kannana sem BHM gerði í september og október.
16.10.2020 - 12:38
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Vinnan ómerk eigi launafólk ekki sinn fulltrúa
Drífa Snædal, forseti ASÍ, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mótmæla því harðlega í sameiginlegri yfirlýsingu að fjármálaráðherra ætli ekki að hafa fulltrúa launafólks með í ráðum við mat á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.
28.08.2020 - 17:47
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda. 
BHM telur dóm Félagsdóms rangan
Bandalag háskólamanna (BHM) telur að dómur Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Bandalagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.
Fjögur félög BHM leita til ríkissáttasemjara
Fjögur stéttarfélög innan BHM hafa vísað kjaradeilum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara.
06.06.2020 - 10:46
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Spegillinn
Mörg félög eiga enn eftir að semja
Þó að samningar hafi tekist við flest félög innan BSRB á enn eftir að semja við fjölmörg félög opinberra starfsmanna. Hjúkrunarfræðingar telja að stytting vinnuvikurnar hjá vaktavinnufólki hafi í för með sér launalækkun meðal hjúkrunarfræðinga og 11 BHM-félög sætta sig ekki við tvískipta yfirvinnutaxta.
10.03.2020 - 09:56
 · Innlent · kjaramál · kjaradeilur · kjarasamningar · BHM
Bjarni segir verkföllin áhyggjuefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir um verkföll Eflingar og yfirvofandi verkfall BSRB náist ekki að semja séu mikið áhyggjuefni. Hins vegar séu fleiri kröfur uppi en að hækka lægstu launin því aðrir launahópar vilji að menntun sé metin til launa.
23.02.2020 - 12:56
Kjaramál · Innlent · Efling · BSRB · BHM · Kjaraviðræður
Viðtal
Um 800 manns á baráttufundi
Um átta hundruð manns mættu á baráttufund BRSB, Félags hjúkrunarfræðinga og BHM í Háskólabíói í dag og var nær fullt út úr dyrum. Kjarasamningar félagsmanna þessara félaga hafa verið lausir í tíu mánuði.
30.01.2020 - 21:05
Spegillinn
Öll félög BSRB undirbúa verkfallsaðgerðir
Vinnuvika vaktavinnufólks styttist úr 40 klukkustundum í 36 samkvæmt tillögum sem nú er verið að kynna í félögum opinbera starfsmanna. Vinnuvikan getur styst enn meira hjá þeim sem ganga kvöld- nætur- og helgarvaktir og farið niður í 32 stundir. Ef tillögurnar verða samþykktar gæti það liðkað fyrir samningum. Það er þó ekki víst því öll félög innan BSRB er byrjuð að undirbúa verkfallsaðgerðir.
28.01.2020 - 17:17
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · BSRB · Efling
Undirbúa aðgerðir eftir áramót
Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót munu félagsmenn hefja undirbúning aðgerða í janúar sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár.
19.12.2019 - 16:30
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · Sameyki
Spegillinn
8 mánuðir, engir samningar
Þó að liðnir séu átta mánuðir frá því að samningar opinberra starfsmanna losnuðu sér ekki fyrir endann á samningaviðræðunum. Ekki er ólíklegt að viðræður standi fram yfir áramót. Samningar sjómanna er lausir og um áramót verða flugvirkjar með lausa samninga.
03.12.2019 - 09:45
 · Innlent · BHM · kjarasamningar
Ýmis réttindamál óskýr í nýjum samningum
Ýmis réttindamál í nýjum samningi starfsfólks stjórnarráðsins voru óskýr að mati Friðriks Jónssonar, formanns hagsmunaráðs utanríkisþjónustunnar. Margir treysti ekki ríkinu til að þau komi til fullra framkvæmda. Stjórnarráðið felldi nýjan kjarasamning gegn ríkinu í gær.
09.11.2019 - 12:21
Innlent · kjaramál · BHM
4 samþykktu 1 felldi
Fjögur af þeim fimm félögum háskólamanna sem höfðu samið við ríkið samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins felldi samninginn.
08.11.2019 - 16:36
 · Innlent · BHM · kjarasamningar
Spegillinn
Kjararýrnun eða ekki kjararýrnun?
Formaður Fræðagarðs segir að samningur sem fimm félög innan BHM skrifuðu undir þýði ekki kjararýrnun. Atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur á morgun. Meginatriði hans eru launahækkanir, stytting vinnuvikunnar, breytingar á reglum um orlof og tvískipt yfirvinna. Tíu BHM félögum, sem eru í samfloti, hefur verið boðinn sams konar samningur. Þau sætta sig ekki við tilboðið.
07.11.2019 - 18:23
 · Innlent · kjarasamningar · BHM