Færslur: Bergur Þór Ingólfsson

Blái hnötturinn í kvöld
Upptaka af uppsetningu Borgarleikhússins á Bláa Hnettinum verður á dagskrá RÚV í kvöld en sýningin er byggð á verðlaunabók Andra Snæs Magnússonar.
„Sá sem elskar er hættulegastur valdinu“
Í kvöld verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins leikritið 1984 sem samið er upp úr samnefndri skáldsögu eftir George Orwell. Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri sýningarinnar. Hann var tekinn tali í Víðsjá á Rás 1.
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.
Jólaflækja unnin með spuna
„Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Kryddstaukar verða hljóðfæri og baunadósir dansa. Hann er hinsvegar mikill klaufabárður. Honum er til dæmis lífsins ómögulegt að elda jólahangikjötið án þess að umturna íbúðinni eða skreyta jólatréð án þess að vefja ljósaseríunni utan um sjálfan sig og festa sig við tréð með hangikjötið fast í hárinu. En þótt enginn pakki sé undir trénu deyr Einar ekki ráðalaus.“