Færslur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Viðtal
Lesa upp úr dagbókum ef þær verða ekki eldsmatur áður
Rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson lesa brot hvaðanæva að og mögulega úr eigin dagbókum á húslestri í Gerðubergi.
Stal grimmt frá fjölskyldu ástmannsins
Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sínar tvær síðustu bækur, er eins og stendur sjómannsfrú og kona í landi með tvö börn. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og áhrif áfalla og grimmdarhegðun venjulegs fólks eru henni hugleikin.
Svínshöfuð – Bergþóra Snæbjörnsdóttir
„Okkur hættir til að skipta fólki í gerendur og þolendur, þegar við erum flest bæði,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir um persónurnar í skáldsögu sinni Svínshöfuð. Þar fjallar hún meðal annars um sársauka sem erfist milli kynslóða og það að vera utangarðs og segir að þótt hún skapi persónum sínum nöturlegar aðstæður þyki henni þó vænt um þær.
Gagnrýni
Listilegar lýsingar og enginn byrjendabragur
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Svínshöfuð, sem er fyrsta skáldsaga Bergþóru Snæbjörnsdóttur, sé vel skrifuð bók og höfundurinn hæfileikaríkur.
Viðtal
Skiptast á að vera Auður Laxness
„Þetta er alls ekki í lagi,“ viðurkennir Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur um tilvonandi jólahald á hennar heimili en hún og Bragi Páll Sigurðarson, maki hennar sem einnig er skáld, eignuðust saman barn á dögunum samtímis því að þau gefa bæði út sína fyrstu skáldsögu. „Nei þetta algjörlega hræðilegt að raða þessu svona upp og það sýnir bara skort á dómgreind,“ samsinnir Bragi.
Gagnrýni
Margslungin og átakanleg fjölskyldusaga
Bókarýnir Víðsjár segir engan byrjandabrag að finna á fyrstu skáldsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Svínshöfuð er margslungin og átakanleg bók þar sem Bergþóra stekkur fram sem fullskapaður skáldsagnahöfundur.
Viðtal
Innra með leynast bæði gerandi og þolandi
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur ætlaði að skrifa litla og þægilega bók – en raunin varð allt önnur. Út er komin fyrsta skáldsaga hennar, Svínshöfuð.
Flórída - Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Ljóðabókin Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er bók vikunnar á Rás1.
15.02.2018 - 16:22
Gagnrýni
Ljóð sem sveiflast milli fegurðar og viðbjóðs
Það eimir af malurtum Baudelaires og árstíðar helvítis Rimbauds í ljóðabók Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Flórída, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi Víðsjár. Ljóðin „sveiflast milli sjálfsöryggis og örvæntingar, fegurðar og viðbjóðs, ekki gleði, en örugglega sorgar.“
Viðtal
„Hún er afkvæmi míns vanskapaða huga“
„Flórída er persóna, hún gerist ekki í Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir um samnefnda ljóðabók sína sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.
„Persónuleg í sjötta veldi“
„Þetta eru stutt ljóð, eða prósatextar, sem segja sögu af tveimur konum. Það er ung kona í Berlín sem segir söguna af því hvernig hún fór að leigja með eldri konu sem er fyrrum pönk-rokkari, Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir aðspurð um umfjöllunarefni sinnar nýjustu ljóðabókar, Flórída.
Helgarviðtalið
„Nú á ég bleika Crocs-skó“
„Það sem breytti lífi mínu var þegar mér var sagt upp á lestarstöð í Berlín,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir skáld og helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective. Hún sendi á dögunum frá sér sína aðra ljóðabók, Flórída, og fagnar útgáfunni í Mengi á þriðjudag.
Stuttmyndin unnin eftir verðlaunahandriti
Munda, stuttmynd eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin til þáttöku á aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, en hátíðin er með þeim virtustu í heiminum og hefur verið haldin árlega frá árinu 1985. Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði handritið í kjölfar sigurs í handritasamkeppni WIFT árið 2014.