Færslur: Bensínverð

Snörp lækkun olíuverðs á heimsmarkaði
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert undanfarna daga. Verð á dælunni hér heima hefur ekki fylgt þeirri þróun enn sem komið er, en neytendur ættu að búast við lækkun á næstu dögum.
23.06.2022 - 13:16
Bandaríkin: Mesta hækkun stýrivaxta í 30 ár
Seðlabanki Bandaríkjanna, Federal Reserve Bank, tilkynnti í dag um mestu hækkun stýrivaxta í tæp þrjátíu ár, um 0,75 prósentustig. Ekki síðan í nóvember 1994, hefur bankinn hækkað vextina svo skarpt.
Skuggaleg þróun sem hefur ekki sést áður
Bensínlítrinn fór yfir 350 krónur í gær. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuðina, ekki síst vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hækkana á heimsmarkaði. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að íslensk stjórnvöld verði að grípa til aðgerða til að sporna við enn frekari hækkun.
15.06.2022 - 18:19
Bensínlítrinn kominn yfir 350 krónur
Bensínlítrinn er kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuðina, ekki síst vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs.
15.06.2022 - 14:50
Verðbólga komin í 7,6%
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,77% og hefur hækkað um 7,6% á tólf mánuðum. Húsaleiga hækkar um 2,3%, verð á nýjum bílum um 2,1% og bensín um 2,9%. Flugfargjöld lækka hins vegar, eða um 6,9%.
Lítraverð á bensíni og dísel yfir 300 krónum
Lítraverð bæði á bensíni og díselolíu heldur áfram að hækka og er sums staðar komið yfir 300 krónur eftir hækkanir í morgun.
09.03.2022 - 10:10
Spegillinn
Bensínverð í hæstu hæðum
Eldsneytisverð hefur hækkað um hátt í 40% á síðustu 18 mánuðum. Bensínlítrinn víða um land er kominn yfir 270 krónur en er þó 40 krónum ódýrari á völdum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu.   
26.10.2021 - 18:06
Verðhækkanir, vöruskortur og bensín í hæstu hæðum
Vöruskortur í heiminum af völdum kórónuveirufaraldursins á eftir að valda verðhækkunum til skamms tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Álverð hefur ekki verið eins hátt í þrettán ár og hagfræðingur hjá Landsbankanum segir líklegt að eldsneytisverð hér verði í næsta mánuði fjórðungi hærra en það var fyrir ári. 
Lítraverð á bensíni hækkað um 40 krónur á árinu
Bensínverð á Íslandi er í hæstu hæðum. Algengt útsöluverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum og lítraverð á höfuðborgarsvæðinu slagar nú víða upp í 270 krónur, þótt það sé lægra á stöku stað í borginni.
13.10.2021 - 13:16
Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
Myndskeið
Nærri 50 króna munur á bensínlítranum
Nærri 50 króna verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Þannig er 64.000 krónum dýrara á ári að kaupa bensín á fjölskyldubílinn ef alltaf er keypt þar sem dýrast er en ef dælt er þar sem verðið er lægst. Hægt er að spara sér töluverðar fjárhæðir með að aka nokkra kílómetra milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu.
28.06.2021 - 22:45
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.