Færslur: Benjamin Netanjahú

Ísrael
Samþykki fjárlaga tryggir framtíð stjórnar Bennetts
Knesset, ísraelska þingið samþykkti fjárlög fyrir árin 2021 og 2022 í morgun. Niðurstaðan er mikilvæg samsteypustjórn Naftalis Bennett enda þurfti þingið að staðfesta fjárlögin fyrir 14. nóvember til að koma í veg fyrir að efna yrði til kosninga í landinu, þeirra fimmtu á þremur árum.
05.11.2021 - 03:35
Sjónvarpsfrétt
Hvetur þingmenn til að stöðva „hættulega vinstristjórn“
Átta flokkar hafa komist að samkomulagi um stjórnarsamstarf í Ísrael, sem virðist hafa að markmiði að koma forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu frá. Netanyahu hvetur þingmenn til að stöðva það sem hann kallar stórhættulega vinstristjórn.
Tólf ára stjórnartíð Netanjahús virðist senn á enda
Valdatíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels virðist senn á enda því þjóðernissinninn Naftali Bennett hefur samþykkt að ganga til liðs við samsteypustjórn miðjumannsins Yair Lapid. Netanjahú segir slíka stjórn geta skapað hættu fyrir Ísrael.
Segist beita hörku þar til öryggi Ísraels er tryggt
Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.
16.05.2021 - 12:38
Myndskeið
Biden ræðir við Netanjahú og Abbas
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræða saman eftir að ísraelsk sprengja jafnaði byggingu við jörðu á Gaza sem hýsir fjölmiðlafólk á vegum Al Jazeera og AP fréttaveitunnar. Biden ræðir einnig við Mahmud Abbas forseta Palestínu.
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.
15.02.2021 - 17:08
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Netanjahú bólusettur fyrstur Ísraela
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, varð í dag fyrstur þarlendra til að fá bólusetningu gegn COVID-19. Hann og Yuli Edelstein heilbrigðisráðherra fengu bóluefni Pfizer-BioNTech í beinni útsendingu frá Sheba læknamiðstöðinni í Ramat Gan nærri Tel Aviv.
20.12.2020 - 00:38
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Stefnir í eðlileg samskipti milli Súdan og Ísrael
Stjórnvöld í Súdan hafa lýst því yfir vilja til að taka upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael. Á sama tíma tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að Súdan yrði tekið af lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkastarfsemi, slakað yrði á refsiaðgerðum gegn ríkinu og að nú mætti veita því efnahagsaðstoð.
Skærur halda áfram milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar herþotur og -þyrlur gerðu í gær árás á suðurhluta Gaza-svæðisins til þess að eyðileggja jarðgöng sem Hamas-liðar eru sagðir hafa lagt yfir til Ísraels.
21.10.2020 - 00:58
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Benjamín Netanjahú óskar eftir friðhelgi
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að sækjast eftir því að ísraelska þingið veiti honum friðhelgi frá málsókn. Netanjahú tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag.
02.01.2020 - 00:27
Útvarpsfrétt
Fordæmalaus staða í ísraelskum stjórnmálum
Boðað hefur verið til kosninga í Ísrael í annað sinn á þessu ári. Sérfræðingar segja stöðuna í stjórnmálum fordæmalausa. Það hefur aldrei gerst áður að sitjandi forsætisráðherra takist ekki að mynda stjórn.
30.05.2019 - 12:48
Hefur fáar klukkustundir til að mynda stjórn
Ísraelska þingið ræðir nú að rjúfa þing og boða til kosninga, aðeins rúmum mánuði eftir síðustu þingkosningar. Frestur til að mynda ríkisstjórn rennur út á miðnætti.
29.05.2019 - 12:21
Auglýsir sig með mynd af Donald Trump
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Likud-flokkur hans ætla að nota gott samband við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar þar í landi 9. apríl.
03.02.2019 - 14:03
Ekkert nýtt hjá Netanjahú
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að ekkert nýtt hafi komið fram í ræðu sem Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, flutti í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær.