Færslur: Benjamin Netanjahú

Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Benjamín Netanjahú óskar eftir friðhelgi
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að sækjast eftir því að ísraelska þingið veiti honum friðhelgi frá málsókn. Netanjahú tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag.
02.01.2020 - 00:27
Útvarpsfrétt
Fordæmalaus staða í ísraelskum stjórnmálum
Boðað hefur verið til kosninga í Ísrael í annað sinn á þessu ári. Sérfræðingar segja stöðuna í stjórnmálum fordæmalausa. Það hefur aldrei gerst áður að sitjandi forsætisráðherra takist ekki að mynda stjórn.
30.05.2019 - 12:48
Hefur fáar klukkustundir til að mynda stjórn
Ísraelska þingið ræðir nú að rjúfa þing og boða til kosninga, aðeins rúmum mánuði eftir síðustu þingkosningar. Frestur til að mynda ríkisstjórn rennur út á miðnætti.
29.05.2019 - 12:21
Auglýsir sig með mynd af Donald Trump
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Likud-flokkur hans ætla að nota gott samband við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar þar í landi 9. apríl.
03.02.2019 - 14:03
Ekkert nýtt hjá Netanjahú
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að ekkert nýtt hafi komið fram í ræðu sem Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, flutti í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær.