Færslur: Belgía

Wilmes forsætisráðherra fyrst kvenna í Belgíu
Sophie Wilmes verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Belgíu. Hún tekur við af núverandi forsætisráðherra, Charles Michel, sem verður formaður leiðtogaráðs Evrópusambandsins 1. desember.
27.10.2019 - 06:23
Þotuflugmaður endaði hangandi á háspennulínu
Tveir flugmenn F-16 orrustuþotu belgíska flughersins komust naumlega lífs af þegar þotan hrapaði til jarðar á Bretagne-skaga í Frakklandi í dag. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tókst þeim að skjóta sér úr vélinni áður en hún skall á jörðinni en ekki tókst betur til en svo að flugstjórinn endaði hangandi í fallhlíf sinni á háspennulínu með 250.000 volta spennu. Slökkvilið náði honum niður á jörðina áður en langt um leið, lítt meiddum.
20.09.2019 - 02:57
Bjarga fólki úr rústum eftir sprengingu
Þremur hefur verið bjargað úr húsarústum eftir að sprengja sprakk í íbúðarhverfi í Antwerpen í Belgíu í hádeginu í dag. Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður eftir sprenginguna. Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar eru við leit í rústunum. Enn er talið að fólk sitji þar fast. Þrjú hús eyðilögðust í sprengingunni og fleiri skemmdust.
03.09.2019 - 16:34
Myndskeið
Risapönduhúnar fæddust í belgískum dýragarði
Tveir risapönduhúnar fæddust í dýragarði í Belgíu á fimmtudag. Móðir þeirra er risapandan Hao Hao, sem dýragarðurinn fékk að láni frá Kínverjum árið 2014.
11.08.2019 - 22:22
Myndskeið
Smyglarar fastir í gámi hringdu í lögguna
Hitamet féll í Belgíu í gær og í hitanum lentu tveir menn við höfnina í Antwerpen í ógöngum er þeir festust inni í flutningagámi. Þeir óttuðust að kafna í hitanum og hringu í lögregluna og óskuðu aðstoðar. Einn hængur var á, gámurinn var fullur af kókaíni.
25.07.2019 - 15:31
Aldrei heitara í Belgíu
Hitinn fór í 38,9 stig í Belgíu í dag og er það mesti hiti sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga. Hitamet hafa einnig fallið í Hollandi og í suðurhluta landsins náði hitinn 38,8 stigum.
24.07.2019 - 13:39
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Holland
5 ára fangelsi fyrir 6 milljarða demantastuld
Frakkinn Marc Bertoldi var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í demantaráni þar sem eðalsteinum að verðmæti 50 milljóna bandaríkjadala, rúmlega 6 milljarða króna, var stolið á flugvelli í Brussel árið 2013.
27.06.2019 - 12:52
Greta Thunberg gerð að heiðursdoktor
Sænska skólastúlkan og umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur verið útnefnd heiðursdoktor við háskólann í Mons í Belgíu . Titilinn fær hún fyrir baráttu sína fyrir hertum aðgerðum í loftslagsmálum, einkum með því að hvetja nemendur til að skrópa í skólanum og krefjast þess að stjórnvöld taki sér tak í málaflokknum. Barátta hennar hefur vakið athygli um heim allan.
17.05.2019 - 14:58
Franskur íslamisti í lífstíðarfangelsi
Franskur öfgaíslamisti sem skaut fjórar manneskjur til bana í árás á safn gyðinga í Brussel vorið 2014 var í nótt dæmdur í ævilangt fangelsi. Réttað var yfir manninum, Mehdi Nemmouche, í Brussel, og þar var hann fundinn sekur um hryðjuverk og morð í síðustu viku. Dómarar og kviðdómur tilkynntu svo refsingu hans skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma.
12.03.2019 - 05:27
Stöðvuðu konur til að gefa körlum forskot
Gert var hlé í kvennaflokki hjólreiðakeppni í Belgíu í gær þegar fremsti keppandinn var kominn of nálægt karlhópnum, sem lagði af stað tíu mínútum á undan konunum. Skipuleggjendur keppninnar sögðu Nicole Hanselmann frá Sviss geta lent í vandræðum þar sem fylgibílar karlanna gætu heft för hennar áfram.
04.03.2019 - 06:48
Ekkert flug til og frá Belgíu í dag
Ekkert flug verður til og frá Belgíu í dag og lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum vegna sólarhringsverkfalls sem þrjú verkalýðsfélög boðuðu til að knýja á um hærri laun félagsmanna.
13.02.2019 - 09:18
Brutust í bankahvelfingu í gegnum skólprör
Belgískir þjófar notuðu skólpræsakerfi Antwerpen til þess að brjóta sér leið inn í bankahvelfingu í borginni. BBC segir lögregluna í borginni hafa fengið tilkynningu á sunnudag um hugsanlegt innbrot í banka nærri demantamarkaði borgarinnar. Þegar lögregla kom á vettvang var hvelfingin harðlæst, en um 30 bankahólf höfðu verið tæmd þar inni. 
05.02.2019 - 06:46
Belgíustjórn missir meirihlutann
Belgíska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn í dag þegar flokkur flæmskra þjóðernissinna, N-VA flokkurinn, ákvað að styðja hana ekki lengur. Ástæðan er sú að Charles Michel forsætisráðherra ætlar að staðfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um málefni flóttamanna og förufólks. Jan Jambon innanríkisráðherra staðfesti þetta í dag í viðtali við belgíska ríkisútvarpið.
09.12.2018 - 13:10
Friðsamleg samstöðumótmæli í Brussel
Belgíska lögreglan hefur handtekið um sjötíu manns í mótmælum í Brussel, sem þykja minna á aðgerðir stjórnarandstæðinga í París. Fólkið klæðist gulum vestum til að sýna Frökkum samstöðu.
08.12.2018 - 14:20
13 handtekin í dóprassíu í Hollandi og Belgíu
Tólf voru handtekin í Hollandi á mánudag í umfangsmikilli aðgerð hollensku fíkniefnalögreglunnar, ellefu karlar og ein kona. Einn maður til viðbótar var handtekinn í Belgíu í tengslum við sama mál. Mikið magn fíkniefna, einkum alsælutaflna og hráefnis til framleiðslu þeirra, var gert upptækt, auk skotvopna, lúxusbifreiða og nær einnar milljónar evra í reiðufé; jafnvirði um 140 milljóna króna. Lögregluaðgerðin náði til níu borga í Hollandi og einnar í Belgíu.
30.11.2018 - 02:15
Myrti tíu Belga - sækir um hæli í Belgíu
Fyrrum yfirmaður í her Rúanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi fyrir ellefu árum, fyrir aðild sína að morðum á tíu belgískum friðargæsluliðum árið 1994, hefur sótt um hæli í Belgíu. Umsóknin er afar umdeild í Belgíu.
09.08.2018 - 18:39
Framsalskröfu Spánverja hafnað
Dómari í Belgíu hafnaði því í dag að framselja þrjá fyrrverandi ráðherra heimastjórnarinnar í Katalóníu til Spánar. Þeir gegndu embættum í stjórn Carles Pougdemonts, fyrrverandi forseta héraðsins.
16.05.2018 - 10:38
Þýskaland í Öryggisráð Sþ
Þýskaland mun nær örugglega fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eftir að Ísrael dró framboð sitt til baka. Þetta er fullyrt í vefútgáfu þýska tímaritsins Der Spiegel. Í júní verður kosið um fimm laus sæti í ráðinu fyrir árin 2019 og 2020, en fulltrúar ríkja sem ekki hafa þar fastafulltrúa eru kosnir til tveggja ára í senn. Tvö þessara fimm sæta koma í hlut Vestur-Evrópu en þrjú ríki buðust til að skipa þau.
05.05.2018 - 06:21
Belgíuprins lækkaður í launum
Belgísk stjórnvöld samþykktu að lækka laun Laurents prins um 15%. Ástæða lækkunarinnar er ákvörðun hans að fara í fullum herklæðum til veislu í kínverska sendiráðinu í fyrra án samþykkis ríkisstjórnarinnar.
31.03.2018 - 06:42
Belgar reka sendimann úr landi
Belgar bættust síðdegis í hóp þeirra ríkja sem ætla að vísa rússneskum sendimönnum úr landi vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fjórða mars. Stjórnvöld í Brussel tilkynntu að einn Rússi yrði sendur heim. Með því vilja þau sýna samstöðu með Bretum sem eiga í harðvítugri deilu við Rússa vegna árásarinnar.
27.03.2018 - 17:30
Átta handteknir í Brussel
Belgíska hryðjuverkalögreglan handtók í gærkvöld átta manns í Molenbeek hverfinu í Brussel. Heimildir AFP fréttastofunnar herma að fólkið hafi verið að undirbúa hryðjuverkaárás. Ekki hefur verið greint frá því hvar hópurinn hugðist láta til skarar skríða. Fólkið verður yfirheyrt í dag. Búist er við að undir kvöld ákveði dómari hvort það verði ákært.
05.03.2018 - 11:55
Útigangsfólk skikkað í hús vegna fimbulkulda
Heimilislausir Brusselbúar geta átt von á því að verða lokaðir inni gegn vilja sínum, neiti þeir að leita skjóls í neyðarskýlum borgarinnar næstu nætur. Miklir kuldar eru nú á meginlandi Evrópu og óttast borgaryfirvöld í Brussel að fólk verði úti í næturfrostunum, komist það ekki í hús.
27.02.2018 - 02:51
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía
Vopnaðs manns leitað í Brussel
Lögreglumenn hafa girt af hluta úthverfis í Brussel, að sögn belgískra fjölmiðla vegna þess að talið er að vopnaður maður hafi sést þar á ferð. Lögregluþyrla sveimar yfir hverfinu. Íbúarnir hafa verið beðnir um að halda sig innan dyra.
22.02.2018 - 13:46
Facebook dæmt til dagsekta í Belgíu
Dómstóll í Belgíu úrskurðaði í gær að Facebook hafi brotið gegn persónuverndarlögum með því að láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar. Guardian greinir frá þessu. Er samfélagsmiðlinum gert að greiða 250 þúsund evra dagsektir, jafnvirði um 31 milljóna króna, eða að hámarki 100 milljónir evra.
17.02.2018 - 06:18
Réttað í máli Abdeslams í dag
Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Salah Abdeslam hefjast í Brussel í dag. Hann er síðasti eftirlifandi árásarmaðurinn eftir hryðjuverkaárásina í París 2015.
05.02.2018 - 06:13