Færslur: Beck

7 stórtónleikar sem var aflýst eða frestað vegna COVID
Frá því veiran skall á heimsbyggðinni hefur meira og minna allt menningarlífið verið í lamasessi og óteljandi viðburðum verið aflýst eða frestað. Hér eru sjö tónleikar í stærri kantinum sem hafa orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni og þeim samkomutakmörkunum sem eru fylgifiskar hennar.
16.08.2020 - 09:33
Tónlistarmaður sem fer aldrei eftir reglunum
Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi í sumar. Með honum verður norðurírska hljómsveitin Two Door Cinema Club. Beck hefur löngum verið talinn einn merkasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur gefið út 14 breiðskífur sem hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda jafnt sem aðdáenda. Þá hefur Beck hlotið 20 tilnefningar til Grammy-verðlauna og sjö sinnum hefur hann haldið heimleiðis með verðlaunagripinn undir hendinni.
03.03.2020 - 15:09
Beck á leið til Íslands
Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck kemur fram í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveitinni Two Door Cinema Club.
25.02.2020 - 09:30
Stökkbreyttur Beck Hansen
Fyrir réttum tuttugu árum kom út hljómplatan Mutations frá bandaríska tónlistarmanninum Beck Hansen. Tónlist Becks hafði þegar þarna er komið við sögu hlotið almenna hlustun og hylli alls staðar í heiminum, ekki síst fyrir lagið Loser og undanfara Mutations, plötuna Odelay. Þar réð ferðinni fjörmikill bræðingur úr öllum áttum en hér bar við nýjan tón.
03.11.2018 - 11:30
Beck í lit
Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck sendir frá sér sína þrettándu hljómplötu, Colors, þann 13. október næstkomandi. Platan hefur verið lengi í vinnslu og nokkuð síðan lög af henni tóku að hljóma á öldum ljósvakans.
16.09.2017 - 16:13