Færslur: BBC

Spegillinn
Öllu skellt í lás í Rússlandi
Rússnesk yfirvöld hafa hert mjög ritskoðun og lokað öllum óháðum útvarps- og sjónvarpsstöðvum sem og erlendum fjölmiðlum. Vladimír Pútín forseti og stjórn hans hefur tekið afar hart á öllum mótmælum gegn innrásinni. Þúsundir manna sem reynt hafa að mótmæla innrásinni hafa verið handteknar. Mótmæli hafa verið kæfð í fæðingu, ekkert andóf leyfist, lína Pútíns er hin eina og sanna. Fjölmiðlar mega ekki tala um innrás eða stríð í Úkraínu heldur heitir þetta „sérstök hernaðaraðgerð“.
Aðgengi Rússa að netinu takmarkað
Rússneskir netnotendur hafa átt í nokkru basli við að komast inn á hinar ýmsu vefsíður og samfélagsmiðla síðasta sólarhringinn. AFP-fréttastofan greinir frá því að aðgengi Rússa að Facebook hafi verið takmarkað og stopult frá því í gærkvöld. Þá hafi fréttaþyrstir Rússar ekki komist inn á rússneska fréttavefinn Meduza sem gerður er út frá Lettlandi, og heldur ekki inn á vef þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle.
04.03.2022 - 04:22
„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.
Styttist óðum í frumsýningu glæpaþáttanna TROM
Stutt er í að þáttaröðin TROM verði aðgengileg áhorfendum en frumsýning er fyrirhuguð í febrúar. BBC hefur orðið sér úti um sýningarréttinn að þáttaröðinni sem gerist í Færeyjum. Það eru þau dönsku REinvent Studios sem framleiða þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.
Afnotagjöld BBC verða lögð niður
Afnotagjald breska ríkisútvarpsins BBC verður lagt niður eftir fimm ár. Fjármagn til stofnunarinnar verður fryst næstu tvö ár, en hækkar svo örlítið næstu þrjú ár á eftir. Frá þessu greindi Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Breta, í dag.
16.01.2022 - 18:26
Erlent · Evrópa · Fjölmiðlar · Bretland · BBC
Edensgarðurinn nýi tekst á við höfuðóvini Doktors Who
Leikmenn tölvuleiksins EVE-online fá tækifæri til að glíma við Dalekana höfuðóvini tímaflakkarans Doktor Who síðustu tvær vikurnar í janúar. Þróunarstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP segir verkefnið æsispennandi.
04.01.2022 - 23:29
Pistill
Einhliða umfjöllun dregur dilk á eftir sér
Breski ríkismiðillinn BBC hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu vikur fyrir einhliða umfjöllun gegn undirokuðum hópi, sérstaklega eftir að í ljós kom að einn mikilvægasti viðmælandi miðilsins hefur verið ásakaður um ítrekað kynferðisofbeldi.
07.11.2021 - 11:26
Prinsinn krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli
Breski prinsinn Andrés hertogi af Jórvík krefst þess að dómstóll í New York í Bandaríkjunum vísi einkamáli Virginiu Giuffre á hendur honum frá. Hún sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir 20 árum.
Átta látnir eftir í flugslys í Mílanó
Einkaflugvél með átta farþega um borð brotlenti í borginni Mílanó á Ítalíu í dag. Allir um borð létust. Vélin lenti inni í tómri byggingu í útjaðri borgarinnar og engin slys urðu á jörðu niðri. Til stóð að fljúga til eyjunnar Sardiníu í norðri, en vélin brotlenti hins vegar skömmu eftir flugtak frá Linate-flugvellinum í Mílanó.
03.10.2021 - 16:03
Víkingur Heiðar slær í gegn á Proms
Víkingur Heiðar Ólafsson kom fram á vel heppnuðum tónleikum á Proms-tónlistarhátíðinni sem breska ríkisútvarpið stendur fyrir ár hvert. Gagnrýnendur hafa lofað frumraun hans á hátíðinni í hástert.
16.08.2021 - 14:15
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Höfðar einkamál gegn prinsinum vegna kynferðisbrota
Bandarísk kona, sem fullyrðir að hún hafi verið flutt til Bretlands 17 ára gömul, hefur höfðað einkamál gegn Andrew prins í New York fyrir gróft kynferðisofbeldi. Prinsinn neitar ásökunum. Hún segir Andrew hafa nauðgað sér og að hún hafi verið flutt til landsins í þeim tilgangi.
10.08.2021 - 09:12
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.
Lokað á BBC í Kína
Kínversk stjórnvöld bönnuðu breska ríkisútvarpinu í gær að senda fréttastöðina BBC World News út í landinu. Í tilkynningu kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpsstofnunar Kína segir að fréttastöði hafi gerst sek um brot á útsendingareglum, þar á meðal um að segja verði satt og rétt frá í fréttum og brjóti ekki gegn þjóðarhagsmunum Kína. Ríkið hefur oft kvartað undan fréttaflutningi BBC um Úígúra.
12.02.2021 - 03:11
Nick Cave sakar BBC um að afskræma menningarverðmæti
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að ekki megi spila upphaflegu útgáfu jólalagsins Fairytale of New York á BBC Radio 1, en markhópur hennar er ungt fólk. Tónlistarmaðurinn Nick Cave er fokvondur yfir málinu.
03.12.2020 - 13:44
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
Bresk þjóðernisást og danskar njósnir í Heimsglugganum
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 sagði Bogi Ágústsson frá hneykslismáli sem skekur Danmörku. Í ljós hefur komið að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur.
27.08.2020 - 09:32
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Danmörk · Bretland · BBC
Liggur hamingjan í heita pottinum? 
Í stuttu myndskeiði sem BBC birti í morgun er hamingja Íslendinga rakin til sundferða.  
23.07.2020 - 10:20
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Stjörnum prýdd útgáfa af þekktu lagi Foo Fighters
Fjölmargir tónlistarmenn tóku þátt í að flytja lagið Times Like These með hljómsveitinni Foo Fighters í söfnunarþætti á BBC í gærkvöld. Fjöldi þekktra stjarna úr skemmtanabransanum kom fram í þættinum aðila kom fram í grín- og tónlistaratriðum. Það atriði sem hefur vakið hvað mesta athygli er stjörnufyllt ábreiða af Foo Fighters laginu Times Like These.
24.04.2020 - 09:39
Fækkað um 450 störf á fréttasviði BBC
Fækkað verður um 450 störf á fréttasviði breska ríkisútvarpsins BBC fyrir lok ársins 2022. Stjórnendur stofnunarinnar hyggjast með því spara 80 milljónir sterlingspunda á ári.
29.01.2020 - 17:17
Erlent · Evrópa · Fjölmiðlar · Bretland · BBC
Þúsaldarbörnin orðin fullorðin
BBC framleiðir heimildarþætti um hóp fólks sem fæddist á aldamótaárinu 2000. Fjallað er um áhrif erfða og uppeldis á þroska þúsaldarbarnanna en í þættinum sem sýndur er á RÚV í kvöld eru börnin orðin sextán ára gömul og standa frammi fyrir ýmsum vanda sem fylgir unglingsárunum.
25.11.2019 - 15:43
Rekinn frá BBC fyrir apamynd
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur sagt útvarpsmanninum Danny Baker upp vegna myndar sem hann birti á persónulegri Twitter-síðu sinni. Í færslunni líkti Baker nýfæddum syni Harry Bretaprins og Meghan Markle við apa.
09.05.2019 - 23:24
STAX í 50 ár í Royal Albert Hall
Í Konsert í kvöld byrjum við á Sálar-veislu sem BBC stóð fyrir í Royal Albert Hall í fyrra í tilefni af 50 ár afmæli STAX hljómplötu-útgáfunnar í Memphis í Tennesse.
06.09.2018 - 20:37
Tónlist · Prom · Royal Albert hall · BBC · STAX