Færslur: BBC

Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.
Lokað á BBC í Kína
Kínversk stjórnvöld bönnuðu breska ríkisútvarpinu í gær að senda fréttastöðina BBC World News út í landinu. Í tilkynningu kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpsstofnunar Kína segir að fréttastöði hafi gerst sek um brot á útsendingareglum, þar á meðal um að segja verði satt og rétt frá í fréttum og brjóti ekki gegn þjóðarhagsmunum Kína. Ríkið hefur oft kvartað undan fréttaflutningi BBC um Úígúra.
12.02.2021 - 03:11
Nick Cave sakar BBC um að afskræma menningarverðmæti
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að ekki megi spila upphaflegu útgáfu jólalagsins Fairytale of New York á BBC Radio 1, en markhópur hennar er ungt fólk. Tónlistarmaðurinn Nick Cave er fokvondur yfir málinu.
03.12.2020 - 13:44
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
Bresk þjóðernisást og danskar njósnir í Heimsglugganum
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 sagði Bogi Ágústsson frá hneykslismáli sem skekur Danmörku. Í ljós hefur komið að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur.
27.08.2020 - 09:32
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Danmörk · Bretland · BBC
Liggur hamingjan í heita pottinum? 
Í stuttu myndskeiði sem BBC birti í morgun er hamingja Íslendinga rakin til sundferða.  
23.07.2020 - 10:20
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Stjörnum prýdd útgáfa af þekktu lagi Foo Fighters
Fjölmargir tónlistarmenn tóku þátt í að flytja lagið Times Like These með hljómsveitinni Foo Fighters í söfnunarþætti á BBC í gærkvöld. Fjöldi þekktra stjarna úr skemmtanabransanum kom fram í þættinum aðila kom fram í grín- og tónlistaratriðum. Það atriði sem hefur vakið hvað mesta athygli er stjörnufyllt ábreiða af Foo Fighters laginu Times Like These.
24.04.2020 - 09:39
Fækkað um 450 störf á fréttasviði BBC
Fækkað verður um 450 störf á fréttasviði breska ríkisútvarpsins BBC fyrir lok ársins 2022. Stjórnendur stofnunarinnar hyggjast með því spara 80 milljónir sterlingspunda á ári.
29.01.2020 - 17:17
Erlent · Evrópa · Fjölmiðlar · Bretland · BBC
Þúsaldarbörnin orðin fullorðin
BBC framleiðir heimildarþætti um hóp fólks sem fæddist á aldamótaárinu 2000. Fjallað er um áhrif erfða og uppeldis á þroska þúsaldarbarnanna en í þættinum sem sýndur er á RÚV í kvöld eru börnin orðin sextán ára gömul og standa frammi fyrir ýmsum vanda sem fylgir unglingsárunum.
25.11.2019 - 15:43
Rekinn frá BBC fyrir apamynd
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur sagt útvarpsmanninum Danny Baker upp vegna myndar sem hann birti á persónulegri Twitter-síðu sinni. Í færslunni líkti Baker nýfæddum syni Harry Bretaprins og Meghan Markle við apa.
09.05.2019 - 23:24
STAX í 50 ár í Royal Albert Hall
Í Konsert í kvöld byrjum við á Sálar-veislu sem BBC stóð fyrir í Royal Albert Hall í fyrra í tilefni af 50 ár afmæli STAX hljómplötu-útgáfunnar í Memphis í Tennesse.
06.09.2018 - 20:37
Tónlist · Prom · Royal Albert hall · BBC · STAX
Myndskeið
Fílsungi fær fyrsta sopann
Ævintýralegir fyrstu mánuðirnir í lífi spendýranna eru til umfjöllunar í stuttu þáttaröðinni Animal Babies frá BBC sem sýnd er á RÚV á þriðjudagskvöldum klukkan 18:01. Ungviði dýranna þarf að standast gríðarlegar áskoranir til þess að lifa af þar sem náttúran er grimm og samkeppnin um fæðu er hörð.
24.04.2018 - 17:51
 · BBC · Fílar · Dýr
Hver myrti Benazir Bhutto?
Rétt fyrir lok síðasta árs fór í loftið ný hlaðvarpssería frá BBC World Service, The Assassination. Þetta er þáttaröð um morðið á pakistönsku stjórnmálakonunni Benazir Bhutto. Fyrsti þáttur af tíu fór nánar tiltekið í loftið 27. desember 2017, nákvæmlega tíu árum eftir morðið á henni.
13.03.2018 - 17:55
Telur Íslendinga hafa yndi af rotnum mat
Kanadískur rithöfundur og gagnrýnandi segir að þorrahefðir okkar Íslendinga séu öðruvísi en flest önnur matarmenning, ekki bara skrítin heldur líka einstök og ekki mjög lystug.
20.01.2018 - 21:37
Viðtal
Elísabet II opnar sig í heimildarmynd BBC
Í nýrri óvenjulega opinskárri heimildarmynd frá BBC segir Elísabet Englandsdrottning frá upplifun sinni af krýningardeginum árið 1953, auk þess sem hún fer í saumana á þýðingu þeirra veglegu krúnudjásna sem fylgja titlinum. Þetta er í fyrsta sinn sem drottningin veitir viðtal af þessu tagi.
13.01.2018 - 17:00
Hin norska Sigrid á toppi BBC Sound of 2018
„Þetta er gríðarlegur heiður,“ segir Sigrid sem er aðeins 21 árs gömul og hefur þannig skipað sér meðal yngstu tónlistarmanna sem landað hafa toppsæti BBC Sound-listans.
12.01.2018 - 14:54
Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann
Endurkoman, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kemur út í Bandaríkjunum þann 5. desember. „One Station Away“ heitir hún í enskri þýðingu, en gagnrýnendur og menningarspekúlantar vestanhafs keppast um að ausa hana lofi.
02.12.2017 - 15:54
Mikill launamunur kynja hjá BBC
Chris Evans, sem er ekki síst þekktur úr þáttunum Top Gear, er hæst launaða stjarna breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann fékk um 2,2 til 2,5 milljónir punda í laun starfsárið 2016 til 2017. Það jafngildir meira en 300 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Claudia Winkleman, sem er meðal annars þekkt úr þáttunum Strictly Come Dancing, er hæst launaða kvenkyns stjarnan. Hún þénaði rúmlega 450 þúsund pund eða rúmar 62 milljónir króna. Chris Evans fékk því um fimm sinnum hærri laun en Winkleman.
19.07.2017 - 14:24
Hallar undan fæti hjá Sherlock
Lokaþáttur fjórðu þáttaraðar Sherlock, með Benedict Cumberbatch og Martin Freeman í aðalhlutverkum, var sýndur á sunnudagskvöld á BBC. Áhorf hefur hrunið frá útsendingu fyrsta þáttar, sem sýndur var á nýársdag – úr 8,1 milljón áhorfenda niður í 5,9 milljónir.
16.01.2017 - 16:08
Goðsögnin Terry Wogan fallinn frá
Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn og Eurovision-goðsögnin Terry Wogan lést í síðustu viku. Hans hefur verið minnst í Bretlandi og af aðdáendum Eurovision um allan heim, enda var hann gríðarlega vinsæll. Hann hafði verið á skjám landsmanna og í útvarpi í fjóra áratugi og kynnt Bretum Eurovision keppnina oftar en nokkur annar.
08.02.2016 - 14:44
Breyttur bakteríubúskapur veldur ofnæmi
Rannsóknir benda til þess að breytingar á bakteríubúskap mannsins valdi aukinni útbreiðslu ofnæmis. Talið er að nútímalifnaðarhættir Vesturlandabúa valdi því að við einangrumst frá stórvirkustu lífverum jarðar; örverum á borð við bakteríur og sveppi, sem orsaki það að okkur er hættara við ofnæmi.
11.08.2015 - 11:50
Hiroshima — heimildarþáttur frá BBC
Vandaður heimildarþáttur frá BBC um kjarnorkuárásina á Hiroshima, en 6. ágúst eru 70 ár liðin frá þessum skelfilega atburði. Ítarleg umfjöllun um allt ferlið frá því að ákveðið var að gera árásina þar til hún var gerð ásamt frásögnum fórnarlamba.
05.08.2015 - 18:20
Breska stjórnin boðar breytingar á BBC
Breska stjórnin hefur boðað endurskoðun á starfsemi og skipulagi ríkisútvarpsins, BBC. John Whittingdale, ráðherra menningarmála, segir að ákveða þurfi hvort BBC eigi að gína yfir öllu eða verða markvissara í dagskrárstefnu, eins og hann orðar það.
23.07.2015 - 12:48