Færslur: Barnaverndarstofa

Viðtal
Vildi frekar deyja en að fara aftur á Laugaland
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gaf út svarta skýrslu sem sýnir sterkar vísbendingar um að börn sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti og síðar Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt alvarlegu andlegu ofbeldi. Þá lýsti stór hluti þeirra sem rætt var við líkamlegu ofbeldi og áreitni, meðal annars frá hendi forstöðumannsins á þeim tíma, Ingjalds Ástþórssonar. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður settist niður með Danýju Rut Magnúsdóttur sem dvaldi á Laugalandi árið 2001.
16.09.2022 - 08:32
Sjónvarpsfrétt
Enginn grunur þrátt fyrir eftirlit með Laugalandi
Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að þrátt fyrir margar eftirlitsheimsóknir barnaverndaryfirvalda á Laugaland virðist ekki hafa vaknað grunur um illa meðferð á börnum. Kona sem dvaldi á heimilinu segist ekki hafa þorað að gagnrýna meðferðina því það hafi farið beint til forstöðumann sem hafði brugðist illa við.
18 sóttu um starf skrifstofustjóra í HRN
Átján umsóknir bárust um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu (HRN) en listi yfir umsækjendur var birtur á vef Stjórnarráðsins í dag. Umsóknarfrestur rann út 21. júní og mun hæfnisnefnd nú fara yfir umsækjendur og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra.
23.06.2021 - 16:44
Myndskeið
COVID-áhrifin verða langtímaverkefni barnaverndar
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að það sé langtímaverkefni fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem faraldurinn hefur haft á börn. 
26.04.2021 - 19:40
Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.
Ráðherra lætur skoða starfsemi Laugalands
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar kanni hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi sem rekið var af Barnaverndarstofu á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan þau dvöldu þar.
19.02.2021 - 22:41
Meðferðarheimilinu að Laugalandi í Eyjafirði lokað
Félagið sem rekur meðferðarheimilið að Laugalandi í Eyjafirði hefur sagt upp samningi við Barnarverndarstofu. Starfsemi verður ekki boðin út aftur og því verður heimilinu lokað.
22.01.2021 - 17:12
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Metfjöldi viðtala í Barnahúsi vegna ofbeldis
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn spili þar stórt hlutverk og að bætt hafi verið við starfsfóki barnaverndanefnda undanfarna mánuði og starfsemi þeirra styrkt.
07.11.2020 - 13:51
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Hæstiréttur snýr við dómi í umdeildu forsjármáli
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Landsréttar í umdeildu forsjármáli og svipti foreldra umsjá tveggja barna sinna. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar áfrýjaði dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Systkinin hafa verið vistuð utan heimilis í rúm þrjú ár. Þau voru tekin af heimilinu þegar faðirinn var grunaður um kynferðisbrot gegn eldra barninu.
Barnaverndarstofu óheimilt að hafna Freyju
Hæstiréttur dæmdi nú rétt í þessu Freyju Haraldsdóttur í vil í máli sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Hæstiréttur staðfesti því dóm Landsréttar frá því í mars um Barnaverndastofu væri óheimilt að hafna umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að sækja námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér fósturbörn. Niðurstaðan var þvert á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Barnaverndarstofu.
Heiða Björg skipuð forstjóri Barnaverndarstofu
Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst.
02.04.2019 - 14:01
Landsréttur: Óvissa slæm fyrir barnaverndarmál
Ef óvissa verður um starfsemi Landsréttar til lengri tíma er það mjög slæmt fyrir barnaverndarmál sem eru fyrir dómstólum, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, starfandi forstjóra Barnaverndarstofu. Eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrradag um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt var ákveðið að þar yrðu ekki kveðnir upp dómar í þessari viku.
Langþráð meðferðarheimili á Vífilsstaðahálsi
Velferðarráðherra vonar að nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga verði tilbúið árið 2020. Það á að rísa á Vífilsstaðahálsi í Garðabæ. Viljayfirlýsing bæjarins, Barnaverndarstofu og stjórnvalda var undirrituð í dag. 
Lögregla skoðar enn mál Barnaverndarstofu
Lögregla hefur enn til skoðunar hvort starfsmenn Barnaverndarstofu kunni að hafa unnið sér til refsingar með því að afhenda fréttastofu RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum í vor. Málið er komið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um framhaldið. Persónuvernd komst að því í gær að afhendingin hefði ekki samræmst persónuverndarlögum.
Barnaverndarstofa braut persónuverndarlög
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum í vor þegar stofnunin afhenti fréttastofu RÚV og Stundinni á annað hundrað blaðsíður af gögnum sem vörðuðu samskipti stofnunarinnar við velferðarráðuneytið, í tengslum við kvartanir barnaverndarnefnda yfir forstjóra Barnaverndarstofu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.
30.10.2018 - 15:38
Viðtal
Mál Freyju: „Fornaldarviðhorf gagnvart fötlun“
„Manni finnst í fljótu bragði að dómurinn sé háður sömu annmörkum og málsmeðferð stjórnvalda og feli jafnvel í sér brot á alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ þetta segir annar lögmanna Freyju Haraldsdóttur um þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri hafi fengið sanngjarna málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu segir dóminn afdráttarlausan, málsmeðferðin hafi ekki falið í sér mismunun.
Ráðherra fundar með Barnaverndarstofu í dag
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra stefnir að því að eiga fund í dag með fulltrúum frá Barnaverndarstofu um gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Fréttastofu RÚV og Stundinni fyrir viku. Ráðherra hittir barnaverndarnefndir á miðvikudag vegna sama máls.
07.05.2018 - 12:23
Athugasemdir í 0,19 prósentum tilvika
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld vegna umfjöllunar fréttaþáttarins Kveiks um málefni nefndarinnar að fjöldi virkra mála sem hún hefur tekið til umfjöllunar síðastliðin þrjú ár sé 5.683. Þar af hafi Barnaverndarstofa gert athugasemd við ellefu, eða í 0,19 prósentum tilvika. Nefndin tekur fram að hún geti ekki fjallað um einstök mál sem henni berast vegna trúnaðarskyldu.
Barnaverndarstofa gerði harðorðar athugasemdir
Barnaverndarmál hafa verið mjög til umræðu undanfarið misseri. Í nóvember fjallaði Kveikur um eitt slíkt mál - en það sem við vissum ekki þá, var að Barnaverndarstofa hafði skilað af sér afar harðorðum athugasemdum við vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í öðru máli, í byrjun september. Þar er málsmeðferð Barnaverndar Reykjavíkur beinlínis fordæmd og vinnubrögðin sögð til þess fallin að valda börnum alvarlegum skaða.
27.03.2018 - 20:00
Skoða að áminna Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
Barnaverndarstofa fordæmdi vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í máli tveggja systkina í fyrra og hefur enn til skoðunar að áminna nefndina vegna ítrekaðra brota á reglum og stöðlum um vinnslu barnaverndarmála.
Segir ásakanir upplognar á hendur Braga
Ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu eru upplognar. Þetta skrifar Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu á Facebook-síðu sína.
27.02.2018 - 20:49

Mest lesið