Færslur: Barnaverndarstofa

Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Hæstiréttur snýr við dómi í umdeildu forsjármáli
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Landsréttar í umdeildu forsjármáli og svipti foreldra umsjá tveggja barna sinna. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar áfrýjaði dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Systkinin hafa verið vistuð utan heimilis í rúm þrjú ár. Þau voru tekin af heimilinu þegar faðirinn var grunaður um kynferðisbrot gegn eldra barninu.
Barnaverndarstofu óheimilt að hafna Freyju
Hæstiréttur dæmdi nú rétt í þessu Freyju Haraldsdóttur í vil í máli sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Hæstiréttur staðfesti því dóm Landsréttar frá því í mars um Barnaverndastofu væri óheimilt að hafna umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að sækja námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér fósturbörn. Niðurstaðan var þvert á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Barnaverndarstofu.
Heiða Björg skipuð forstjóri Barnaverndarstofu
Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst.
02.04.2019 - 14:01
Landsréttur: Óvissa slæm fyrir barnaverndarmál
Ef óvissa verður um starfsemi Landsréttar til lengri tíma er það mjög slæmt fyrir barnaverndarmál sem eru fyrir dómstólum, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, starfandi forstjóra Barnaverndarstofu. Eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrradag um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt var ákveðið að þar yrðu ekki kveðnir upp dómar í þessari viku.
Langþráð meðferðarheimili á Vífilsstaðahálsi
Velferðarráðherra vonar að nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga verði tilbúið árið 2020. Það á að rísa á Vífilsstaðahálsi í Garðabæ. Viljayfirlýsing bæjarins, Barnaverndarstofu og stjórnvalda var undirrituð í dag. 
Lögregla skoðar enn mál Barnaverndarstofu
Lögregla hefur enn til skoðunar hvort starfsmenn Barnaverndarstofu kunni að hafa unnið sér til refsingar með því að afhenda fréttastofu RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum í vor. Málið er komið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um framhaldið. Persónuvernd komst að því í gær að afhendingin hefði ekki samræmst persónuverndarlögum.
Barnaverndarstofa braut persónuverndarlög
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum í vor þegar stofnunin afhenti fréttastofu RÚV og Stundinni á annað hundrað blaðsíður af gögnum sem vörðuðu samskipti stofnunarinnar við velferðarráðuneytið, í tengslum við kvartanir barnaverndarnefnda yfir forstjóra Barnaverndarstofu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.
30.10.2018 - 15:38
Viðtal
Mál Freyju: „Fornaldarviðhorf gagnvart fötlun“
„Manni finnst í fljótu bragði að dómurinn sé háður sömu annmörkum og málsmeðferð stjórnvalda og feli jafnvel í sér brot á alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ þetta segir annar lögmanna Freyju Haraldsdóttur um þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri hafi fengið sanngjarna málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu segir dóminn afdráttarlausan, málsmeðferðin hafi ekki falið í sér mismunun.
Ráðherra fundar með Barnaverndarstofu í dag
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra stefnir að því að eiga fund í dag með fulltrúum frá Barnaverndarstofu um gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Fréttastofu RÚV og Stundinni fyrir viku. Ráðherra hittir barnaverndarnefndir á miðvikudag vegna sama máls.
07.05.2018 - 12:23
Athugasemdir í 0,19 prósentum tilvika
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld vegna umfjöllunar fréttaþáttarins Kveiks um málefni nefndarinnar að fjöldi virkra mála sem hún hefur tekið til umfjöllunar síðastliðin þrjú ár sé 5.683. Þar af hafi Barnaverndarstofa gert athugasemd við ellefu, eða í 0,19 prósentum tilvika. Nefndin tekur fram að hún geti ekki fjallað um einstök mál sem henni berast vegna trúnaðarskyldu.
Barnaverndarstofa gerði harðorðar athugasemdir
Barnaverndarmál hafa verið mjög til umræðu undanfarið misseri. Í nóvember fjallaði Kveikur um eitt slíkt mál - en það sem við vissum ekki þá, var að Barnaverndarstofa hafði skilað af sér afar harðorðum athugasemdum við vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í öðru máli, í byrjun september. Þar er málsmeðferð Barnaverndar Reykjavíkur beinlínis fordæmd og vinnubrögðin sögð til þess fallin að valda börnum alvarlegum skaða.
27.03.2018 - 20:00
Skoða að áminna Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
Barnaverndarstofa fordæmdi vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í máli tveggja systkina í fyrra og hefur enn til skoðunar að áminna nefndina vegna ítrekaðra brota á reglum og stöðlum um vinnslu barnaverndarmála.
Segir ásakanir upplognar á hendur Braga
Ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu eru upplognar. Þetta skrifar Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu á Facebook-síðu sína.
27.02.2018 - 20:49
Segir Braga ekki hafa brotið af sér
Velferðarráðuneytið nefnir ekki álit sitt á kvörtunum barnaverndarnefnda yfir Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu í bréfum til þeirra. Ráðherra er sammála því að hann hafi ekki brotið af sér. Fyrrverandi ráðherra undrast að ríkisstjórnin bjóði hann fram til starfa á alþjóðavettvangi. 
26.02.2018 - 19:10
Telur framboðið fela í sér stuðning ríkisins
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, telur að stuðningur ríkisstjórnarinnar við framboð forstjóra Barnaverndarstofu til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hljóti að fela í sér stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð forstjórans sem barnaverndarnefndir hafa kvartað yfir.
25.02.2018 - 18:48
Telur framboð Braga umbun fyrir slæma hegðun
Ástæðan fyrir reiði og vantrausti almennings gegn stjórnvöldum hér á landi er sú að reglur sem almenningur þarf að fylgja virðast ekki gilda um ráðherra, þingmenn og forstöðumenn ríkisstofnana. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í sjónvarpsþættinum Silfrinu í dag í umræðum, meðal annars um niðurstöðu Transparency International um að Ísland væri spilltasta ríkið á Norðurlöndum.
25.02.2018 - 16:30
Velferðarráðuneyti ósammála Barnaverndarstofu
Ekki er rétt að erfiðlega hafi fengið að fá gögn máls um kvartanir barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar frá velferðarráðuneyti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í tilkynningu frá Barnaverndarstofu 8. desember síðastliðinn sagði að stofnuninni hafi gengið erfiðlega að fá gögnin, ekki síst þau er varða kvartanir í garð forstjóra Barnaverndarstofu.
11.12.2017 - 14:50
Viðtal
Segir Braga hafa sýnt ófagleg vinnubrögð
Sandra Ocares, fyrrum formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar, tekur undir gagnrýni frá þremur barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu sem kvartað hafa undan framkomu Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og afskiptum hans af einstaka barnaverndarmálum.
27.11.2017 - 09:33
Nær víst að hlutur geðlæknis verði rannsakaður
Nær öruggt er að embætti landlæknis taki til rannsóknar hvort barnageðlæknir hafi látið hjá líða að tilkynna grun um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn barni. Í dómi yfir manni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum sínum nýlega, kemur fram að barnageðlæknir hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einu barnanna.
Kanna hvort barnaverndaryfirvöld hafi brugðist
Barnaverndarstofa ætlar rannsaka sérstaklega hver viðbrögð barnaverndarnefndar voru í máli barns sem beitt var kynferðislegu ofbeldi af afa sínum. Þá ætlar Barnaverndarstofa að beina þeim tilmælum til embættis landlæknis að kanna hvort barnageðlæknir sem kom að málinu hafi látið vera að tilkynna um það.
17.07.2017 - 17:50
Fréttaskýring
„Útilokun oft skárri en íþyngjandi úrræði“
Af tvennu illu er oft skárra að barn búi hjá foreldri sem tálmar umgengni þess við hitt foreldrið en að raska stöðugleika þess með að færa lögheimili þess yfir til hins útilokaða foreldris. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í sifja- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Hún var formaður nefndar sem endurskoðaði barnalögin áður en þeim var breytt árið 2013. Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, berst fyrir því að fá foreldraútilokun viðurkennda sem ofbeldi.
Vill beita sér í málinu
Það er keppikefli allra að finna farsæla lausn á forsjármálum fimm ára drengs sem sendur til að flytja til Noregs og koma þar í fóstur. Þetta segir forstjóri Barnaverndarstofu sem vill gjarnan beita sér í málinu en það hafi þó enn ratað inn á hans borð. Norsk barnaverndaryfirvöld fara nú með forræði drengsins. 
05.10.2016 - 21:32
Neyðarástand skapist verði ekkert að gert
Ljóst er að endurskoða þarf sérstaklega verkferla í kringum komur fylgdarlausra barna hingað til lands. Innanríkisráðuneytið, Barnaverndarstofa, Útlendingastofnun hafa síðustu vikur ráðið ráðum sínum um hvernig best sé að koma til móts við þessi börn. Vilji er fyrir því að samhæfa þjónustuna en ekki eru allir sammála um búsetuúrræðin, á að vista börnin á heimili eða stofnun?