Færslur: Barnavernd Reykjavíkur

Allt að fjögur mál á mánuði sem tengjast skólum
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að þegar tilkynningar berist um kynferðisofbeldi starfsmanns leikskóla gagnvart barni sé það í höndum vinnuveitanda að ákveða hvort viðkomandi starfi þar áfram. Í ár hafa á þriðja tug mála komið inn á borð barnaverndarinnar sem tengjast meintu ofbeldi eða áreitni starfsfólks skóla eða leikskóla í garð barna.
Úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan geðvanda
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir ákveðið úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan vanda. Sveitarfélögum þyki nokkuð skorta upp á að ríkið uppfylli úrræði sem þeim ber samkvæmt lögum. Hún segir skiljanlegt að foreldrar leiti aðstoðar víða en hins vegar sé það svo að vandi veikra barna sé ekki alltaf barnaverndarmál. 
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda
Ingvar Páll Ingason, faðir drengs í Fossvogsskóla, hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann nefnir ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingvars.
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Tilkynningar til barnaverndar ekki fleiri síðan 2018
Tilkynningar um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu voru 46 í apríl, undanfarin tvö ár hafa þau að meðaltali verið 18 á mánuði. Framkvæmdastjóri segir það áhyggjuefni og mikilvægt sé að ræða málin opinskátt í kjölfar farsóttarinnar.
Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.
Löng meðferð valdið kvíða og raskað fjölskyldulífi
Meðferð barnaverndarnefndar í máli ungs drengs hefur haft alvarlegar og varanleg áhrif á fjölskyldu hans. Grunur lék á að þau hefðu hrist son sinn sumarið 2013. Foreldrarnir neita því og segja að heilablæðing sem drengurinn hlaut sé afleiðing þess að hann féll aftur fyrir sig á heimili þeirra. Foreldrarnir hafa flosnað upp úr námi og slitið samvistum og glíma bæði við mikinn kvíða og þunglyndi.
Barnavernd Reykjavíkur fær 40 milljónir
Barnavernd Reykjavíkur fær 40 milljóna króna aukafjárveitingu. Borgarráð samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Fjárveitingin verður notuð til þess að fjölga stöðugildum.
18.05.2018 - 14:42
Athugasemdir í 0,19 prósentum tilvika
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld vegna umfjöllunar fréttaþáttarins Kveiks um málefni nefndarinnar að fjöldi virkra mála sem hún hefur tekið til umfjöllunar síðastliðin þrjú ár sé 5.683. Þar af hafi Barnaverndarstofa gert athugasemd við ellefu, eða í 0,19 prósentum tilvika. Nefndin tekur fram að hún geti ekki fjallað um einstök mál sem henni berast vegna trúnaðarskyldu.
Barnaverndarstofa gerði harðorðar athugasemdir
Barnaverndarmál hafa verið mjög til umræðu undanfarið misseri. Í nóvember fjallaði Kveikur um eitt slíkt mál - en það sem við vissum ekki þá, var að Barnaverndarstofa hafði skilað af sér afar harðorðum athugasemdum við vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í öðru máli, í byrjun september. Þar er málsmeðferð Barnaverndar Reykjavíkur beinlínis fordæmd og vinnubrögðin sögð til þess fallin að valda börnum alvarlegum skaða.
27.03.2018 - 20:00
Skoða að áminna Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
Barnaverndarstofa fordæmdi vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í máli tveggja systkina í fyrra og hefur enn til skoðunar að áminna nefndina vegna ítrekaðra brota á reglum og stöðlum um vinnslu barnaverndarmála.