Færslur: Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
22.02.2021 - 15:36
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
20.11.2020 - 19:45
Guðmundur Fylkisson hlýtur viðurkenningu Barnaheilla
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2020 fyrir störf í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda og þá nálgun sem hann hefur í samskiptum sínum við þau.
20.11.2020 - 18:12
Barnasáttmálinn hefur áhrif á snjómokstur og samgöngur
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að stjórnvöld hafði gert mikið til að bæta réttindi íslenskra barna. Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmálans er í dag. Birna segir unnið sé að því með fjölmörgum sveitarfélögum að innleiða Barnasáttmálann í starfsemi þeirra, eins og skóla- og íþróttastarf, snjómokstur og almenningssamgöngur.
20.11.2020 - 08:21
Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta
„Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félagsráðgjafafélag Íslands sendi frá sér í morgun vegna fjögurra barna fjölskyldu frá Egyptalandi sem vísa á úr landi á morgun. Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár.
15.09.2020 - 10:03
Barátturæður, dáleiðsla og kökuslagur hjá Krakkaveldi
Börn á aldrinum 7 til 12 ára, sem skipa samtökin Krakkaveldi, stóðu fyrir viðburði í Iðnó í gær þar sem þau tóku meðal annars fyrir vandamál fullorðinna og buðu fram aðstoð sína við að finna lausnir og góð ráð við þeim. Dagskrá lauk svo með rjómatertuslag.
24.11.2019 - 21:00
2000 athugasemdir frá grunnskólabörnum á Akureyri
Bæjarstjórinn á Akureyri fékki í dag afhentan þykkan bunka af blöðum með um 2000 óskum og hugmyndum grunnskólabarna um það sem betur mætti fara í bænum. Unga fólkið hefur verið áberandi á Akureyri síðustu daga, en í dag á alþjóðadegi barnsins lauk viku barnsins á Akureyri.
20.11.2019 - 19:05
Vesturbær Reykjavíkur gerður að réttindahverfi
Alþjóðadagur barna er haldinn hátíðlegur í dag í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna víða um land. Í Salnum í Kópavogi voru haldnir tónleikar skólahljómsveitar Kópavogs þar sem tónlistin var tengd Barnasáttmálanum.
20.11.2019 - 17:26