Færslur: Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta
„Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félagsráðgjafafélag Íslands sendi frá sér í morgun vegna fjögurra barna fjölskyldu frá Egyptalandi sem vísa á úr landi á morgun. Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár.
Barátturæður, dáleiðsla og kökuslagur hjá Krakkaveldi
Börn á aldrinum 7 til 12 ára, sem skipa samtökin Krakkaveldi, stóðu fyrir viðburði í Iðnó í gær þar sem þau tóku meðal annars fyrir vandamál fullorðinna og buðu fram aðstoð sína við að finna lausnir og góð ráð við þeim. Dagskrá lauk svo með rjómatertuslag.
2000 athugasemdir frá grunnskólabörnum á Akureyri
Bæjarstjórinn á Akureyri fékki í dag afhentan þykkan bunka af blöðum með um 2000 óskum og hugmyndum grunnskólabarna um það sem betur mætti fara í bænum. Unga fólkið hefur verið áberandi á Akureyri síðustu daga, en í dag á alþjóðadegi barnsins lauk viku barnsins á Akureyri.
Myndskeið
Vesturbær Reykjavíkur gerður að réttindahverfi
Alþjóðadagur barna er haldinn hátíðlegur í dag í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna víða um land. Í Salnum í Kópavogi voru haldnir tónleikar skólahljómsveitar Kópavogs þar sem tónlistin var tengd Barnasáttmálanum.