Færslur: Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra fyrsta sinn
Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall er nú haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra. Námskeið, vinnustofur og listviðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar sem stendur fram í miðjan maí.
09.05.2022 - 15:15
Ungir fréttamenn á Barnamenningarhátíð
Ungmenni í 9. og 10. bekk grunnskóla brugðu sér í fréttamannahlutverkið á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og tóku skemmtikrafta opnunarhátíðarinnar tali. Krakkarnir unnu fréttirnar sjálf, tóku viðtölin og klipptu. Til að undirbúa sig fyrir hátíðina fengu þau leiðsögn hjá RÚV þar sem farið var yfir viðtalstækni og fréttaskrif.
Myndskeið
Litríkir hverafuglar til sýnis á Garðatorgi
Glatt var á hjalla á Garðatorgi í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag þegar fyrsta Barnamenningarhátíð bæjarins var sett við hátíðlega athöfn. Það voru sjöttu bekkingar úr Álftanesskóla sem opnuðu sýninguna Hverafuglar á bjargi ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra.
07.05.2021 - 13:43
Myndband
„Þú getur ekkert rappað um að níðast á minni máttar“
Johnny Boy er 14 ára rappari sem kom fram í sjónvarpsþættinum Barnamenningarhátíð heim til þín sem sýndur var á laugardagskvöld. Í þættinum ræddi Johnny Boy líka við Emmsjé Gauta um rappferilinn, hvað megi rappa um og mikilvægi þess að fylgja hjartanu.
25.04.2021 - 09:30
Mynd með færslu
Í BEINNI
Barnamenningarhátíð heim til þín
Í ljósi þess að ekki er hægt að halda Barnamenningarhátíð með eðlilegum hætti í ár eins og undanfarið, er á dagskrá fjörugur fjölskylduþáttur tileinkaður listum og menningu barna og ungmenna. Bríet, Emmsjé Gauti og Johnny Boy eru á meðal þeirra sem koma fram og skemmta áhorfendum heima í stofu.
24.04.2021 - 19:30
Menningin
Barnamenningarhátíð dreift yfir lengri tíma
Í vikunni var viðburðum á Barnamenningarhátíð hleypt af stokkunum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Skipuleggjendur hafa þurft að mæta nýjum áskorunum vegna COVID-19 segir Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri.
28.05.2020 - 09:37
Myndskeið
„Kaupum minna drasl og notum minna plast“
Kaupum minna drasl og notum minna plast syngja grunnskólanemar og Daði Freyr júróvísonstjarna í barnamenningarlagi ársins. Fjórðubekkingar í Ártúnsskóla vilja hreina jörð og fleiri rafbíla.
20.05.2020 - 18:31
Hátíðahöld verða ekki með hefðbundnum hætti í sumar
Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ljóst er að fjöldatakmarkanir munu hafa áhrif á hátíðahöld og íþróttaviðburði í sumar.
Barnamenningarhátíð sett í Eldborg
Barnamenningarhátíð 2019 verður sett í Eldborgarsal Hörpu í dag, þar sem Jón Jónsson flytur einkennislag hátíðarinnar. Fylgist með í beinni hér.
09.04.2019 - 11:00
Barnamenningarhátíð í beinni
Í dag verður Barnamenningarhátíð 2019 sett með opnunarviðburði í Eldborgarsal Hörpu. Viðburðum verður streymt í beinni á vef KrakkaRÚV, en með útsendingunni er öllum börnum víðs vegar um landið gert kleift að fylgjast með.
09.04.2019 - 09:26
Vinnur með húmor í verkunum
Myndlistarkonan Edda Mac sýndi portrett af fólki úr Félagi áhugamanna um árshátíðir á Barnamenningarhátið.
Jói Pé & Króli og Blái hnötturinn verðlaunuð
Bækurnar Amma best og Kiddi klaufi hlutu Bókaverðlaun barnanna, Blái hnötturinn var valin besta leiksýningin og B.O.B.A. var valið lag ársins á verðlaunahátíðinni SÖGUM í kvöld.
22.04.2018 - 20:45
Verðlaunaafhendingin SÖGUR í Hörpu
Bein útsending frá Hörpu þar sem verðlaunahátíðin SÖGUR fer fram hefst 19:45.
Barnamenningarhátíð hefst á morgun
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 17. - 22. apríl. Sýnt verður frá setningu hátíðarinnar í beinni á RÚV 2 og RÚV.is.
16.04.2018 - 15:55
Kúrdagur á fallegum laugardegi
Þorsteinn Bragi og Valgerður kíktu í Tjarnarbíó á Kúrdag yngstu barnanna. Þorsteinn tók viðtal við leikhúsgesti.
28.04.2016 - 12:52
Andlega skyldur Kidda klaufa
Bókaverðlaun barnanna voru veitt sumardaginn fyrsta en þau eru veitt einum höfundi og einum þýðanda barnabóka sem börn hafa valið. Það var töframaður sem afhenti verðlaunin og fengu nokkur börn að spreyta sig á töfrabrögðum. Þórdís og Allan kynntu sér málið.
27.04.2016 - 13:45
Skrímslin í Gerðubergi
Þær Hekla og Hrafnhildur hittu rithöfundinn Áslaugu Jónsdóttur og ræddu við hana um skrímslabækurnar hennar.
26.04.2016 - 12:47
Kyrrð á Drullumalli
Hljómsveit kyrrð spilaði nokkur lög á tónlistarhátíðinni Drullumall. Eiríkur og Valgerður spjölluðu við þau.
25.04.2016 - 13:00
Fullorðnir í fylgd með börnum
Á listasafni Íslands er boðið upp á dagskrá sem hvetur fjölskyldur til að koma og skoða safnið en fullorðnir fá frítt í fylgd með börnum yfir Barnamenningarhátíðina.
24.04.2016 - 13:00
Djákninn á Árbæjarsafni
Markús Efraím bókavörður las fyrir krakkana um djáknann á Myrká og fleiri draugasögur.
23.04.2016 - 13:00
Sumardagurinn fyrsti í Frostaskjóli
Haldið var upp á sumardaginn fyrsta í Frostaskjóli í gær. Þorsteinn og Valgerður spjölluðu við hressar stelpur.
22.04.2016 - 14:49
Lifandi tungumálatorg Hagaskóla
Ungu fréttamennirnir okkar fjalla um viðburði Barnamenningarhátíðar í Reykjavík af fullum krafti þessa dagana. Fjölbreyttir viðburðir fara fram um alla borg og Þorsteinn Bragi og Valgerður kíktu á tungumálatorg á Borgarbókasafni.
Við viljum frið, jafnrétti, ást og öryggi
Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu opnunarlagið fyrir Barnamenningarhátð 2015. Lagið fjallar um frið, jafnrétti, ást og öryggi. Lagið heitir ''Það sem skiptir mestu máli'' og fengu Salka og Gnúsi hjálp við lagið frá 4.bekkingum borgarinnar Ég ákvað að kynna mér lagið betur og tók viðtal við Sölku.
21.04.2015 - 16:56
1500 marglitir krakkar í Hörpu
Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar í Reykjavík hefst klukkan 11 í dag og fer fram í Eldborg. Rúmlega 1500 fjórðubekkingar taka þátt í hátíðinni og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. RÚV streymir beint frá opnunarhátíðinni í Eldborg.
21.04.2015 - 10:28
Ungir fréttamenn á RÚV.is
Á Barnamenningarhátíð, sem hefst á morgun, er þátttaka barnanna og ungmennanna sjálfra í forgrunni. Í tilefni hátíðarinnar efna Ríkisútvarpið og Barnamenningarhátíð til samstarfs þar sem unglingar úr 8. – 10. bekk fá að spreyta sig á blaðamennsku.
20.04.2015 - 16:53