Færslur: Barnabókmenntir

Endurskoða útgáfu á dr. Seuss vegna kynþáttahyggju
Sex bækur eftir bandaríska barnabókahöfundinn dr. Seuss hafa verið teknar úr umferð hjá útgefanda vegna myndskreytinga sem þykja ýta undir kynþáttafordóma og staðalímyndir. 
03.03.2021 - 15:32
Viðtal
Afsökunarbeiðnir vegna fortíðar mikilvægar
Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir að afsökunarbeiðnir fyrir orð eða gjörðir fortíðar séu vandmeðfarnar en mikilvægar. Fjölskylda breska rithöfundarins Roald Dahls hefur beðist afsökunar á ummælum um gyðinga í viðtali fyrir nærri fjórum áratugum.
09.12.2020 - 13:08
„Börn eru almennt skemmtilegri en fullorðnir“
„Það er þægilegt að fara úr því að skrifa um kalsár á fólki sem er að deyja á öræfum og svo að skrifa um kött sem þykist vera í geimfaraáætlun sem er styrkt af síldarverksmiðjum,“ segir Yrsa Sigurðardóttir sem er með tvær bækur í jólabókaflóði ársins. Önnur er hryllileg glæpasaga en hin er barnabók um kött. Hún lofar að senda frá sér tvær bækur á ári héðan í frá.
Myndskeið
Þriggja daga Potterhátíð á Akureyri
Þó ótrúlegt megi virðast verður ein þekktasta sögupersóna síðari tíma, galdrastrákurinn Harry Potter, fertugur á föstudaginn. Tímamótunum verður fagnað rækilega á Amtsbókasafninu á Akureyri með þriggja daga Potterhátíð.
30.07.2020 - 09:54
Myndskeið
Íslensk barnabók um heimsviðburð
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að barnabók um kjör hennar sé góð leið til að útskýra og kynna fyrir börnum hversu mikil tímamót það voru að kona var í fyrsta sinn kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum.
10.11.2019 - 18:41
Þremur útibókasöfnum komið upp á Akureyri
Þremur útibókasöfnum hefur verið komið upp á Akureyri. Söfnin voru hönnuð og smíðuð af ungmennum í vinnuskóla Akureyrarbæjar. Þau voru svo vígð á Alþjóðadegi læsis sem haldin var hátíðlegur víða um land á mánudaginn.
10.09.2019 - 14:32
Viðtal
Bergrún Íris og Kennarinn sem hvarf
Að venju var sumri fagnað með afhendingu viðurkenninga Reykjavíkurborgar fyrir barnabókmenntir.
Viðtal
Heimspekin og kjarnorkuváin í Múmíndal
Fyrir jólin kom út safn með þremur sígildum sögum úr Múmíndal og í haust bætist enn eitt safnið við. Þórdís Gísladóttir, þýðandi Múmínálfanna, ræddi við Egil Helgason um sögurnar og leynilegar vísanir í tíðarandann og persónulegt líf höfundarins Tove Jansson.
Viðtal
Það þarf svo miklu meira af bókum
„Í hverri viku koma á safnið hundrað börn sem eru búin að lesa allar bækur á safninu sem þau hafa áhuga á,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir bókavörður á bókasafni Seljaskóla í Reykjavík.
Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi
Í barnabók um hundrað konur sem í gegnum tíðina hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd er kafli um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar. Foreldrar í Bretlandi hafa hvatt til þess að sá kafli verði fjarlægður úr bókinni verði hún endurprentuð.
28.12.2017 - 10:15