Færslur: Barnabækur

Hreiðra má um sig í risarúmi og njóta barnabóka
Risastórt rúm hefur verið sett upp í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar er hægt að leggjast út af, breiða yfir sig stóra sæng og hlusta á eða lesa barnabók. Rúmið er innsetning eftir Svandísi Dóru Einarsdóttur til heiðurs barnabókahöfundum.
Viðtal
Gleymdi að vera leikari
Nú hafa bækur Gunnars Helgasonar öðlast nýtt líf með kvikmynda- og leikritaaðlögunum og segir rithöfundurinn tilfinninguna vera ótrúlega. Sjálfur stóð hann agndofa og horfði á meðleikara sína þegar hann átti að fara með línur.
28.05.2021 - 10:54
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Fjölskylda Roald Dahl biðst afsökunar á ummælum hans
Aðstandendur breska rithöfundarins Roald Dahls hafa beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla um gyðinga í viðtali árið 1983. Dahl er þekktastur fyrir barnabækur sínar, meðal annars Matthildi og Kalla og sælgætisgerðina.
06.12.2020 - 14:12
Orð um bækur
Af mataruppeldi bókaháka
„Að lesa er að borða er að hungra,“ segir Sunna Dís Másdóttir í pistli um mat í barnabókum. „Það má leiða að því líkur að hvað varðar mataruppeldi íslenskra barna hafi frú Blyton þar farið með mun veigameira hlutverk en margir heimilisfræðakennarar landsins.“
14.02.2020 - 10:35
Viðtal
Vildi ráða öllu sjálf
Það eru bráðum fjörutíu ár síðan fyrsta bók Sigrúnar Eldjárn, Allt í plati, kom út. Síðan hefur hún gert hátt í sextíu bækur – og hún kemur að öllum hliðum bókagerðarinnar.
29.06.2018 - 09:41
Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi
Í barnabók um hundrað konur sem í gegnum tíðina hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd er kafli um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar. Foreldrar í Bretlandi hafa hvatt til þess að sá kafli verði fjarlægður úr bókinni verði hún endurprentuð.
28.12.2017 - 10:15
Bóklestur barna á uppleið
„Við þurfum að gefa út miklu meira af lesefni fyrir börn,“segir Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og fræðimaður, í tilefni af áhyggjum sem margir hafa af dvínandi lestri barna og versnandi stöðu íslenskunnar og bókarinnar. Hún bendir á að nú séu á lofti vísbendingar um að breyting sé að verða á viðhorfum, t.d. meðal stjórnmálafólks. Athyglin þurfi ekki síst að beinast að börnum og efla verði skólabókasöfnin.
19.10.2017 - 11:21
Lesandi foreldrar eiga lesandi börn
Er barnabókin svarið við vanda íslenskunnar, minnkandi lestraráhuga þjóðarinnar og bóksölu? Meðlimir SÍUNG eru vissir um það.
25.09.2017 - 15:47
Barnabókahöfundar á Íslandi í sjálfboðavinnu
Rithöfundurinn Margrét Tryggvadóttir sendi frá sér pistil nýverið, þar sem hún gagnrýnir stöðu barnabókaútgáfu á Íslandi. Hún metur stöðuna mjög slæma og segir Íslendinga vera einu Norðurlandaþjóðina sem ekki hafi brugðist við með stórtækum aðgerðum til að styðja við útgáfu barnabóka. Ævar Þór Benediktsson tekur undir þetta og segir ástandið vera alvarlegt.
13.07.2017 - 12:20
Eins og Bítlarnir –Á réttum stað á réttum tíma
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017, við athöfn í Höfða síðastliðinn laugardag. Hún segir heppni og tilviljanir hafa leikið stórt hlutverk í lífi sínu.
19.06.2017 - 16:30
Stjórnvöld eru skuldbundin barnabókum
Fyrir tæpum mánuði voru samtökin Síung endurvakin, en þau hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið. Síung eru samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Rithöfundarnir Gunnar Helgason og Margrét Tryggvadóttir eru bæði meðlimir samtakanna og heimsóttu Víðsjá til að ræða um stöðu íslenskra barnabóka.
13.03.2017 - 17:44
Mikil vinna að baki Íslandsbók barnanna
„Hugmyndin er að reyna að færa, á 50 opnum, barninu gjöfina Ísland, á skemmtilegan hátt og fallegan án þess að þetta sé kennslubók,“ segir Margrét Tryggvadóttir sem samdi texta Íslandsbókar barnanna sem Linda Ólafsdóttir myndskreytti. „Þessi bók endurspeglar það að gefa því gaum sem við eigum og er í kringum okkur,“ segir Margrét.
11.10.2016 - 16:19