Færslur: Barir

Viðtal
„Erum fegin að fá að hafa opið“
Eigendum bara og kráa lýst ekki sérstaklega vel á hertar sóttvarnaraðgerðir, en segjast þó fegin að fá að hafa opið. Það er mikið af stórum viðburðum í skemmtanalífinu á dagskrá um helgina að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, í félagi bar- og kráareigenda. Hann býst þó við að margir afboði viðburði eða kjósi að mæta ekki, þrátt fyrir að hertar samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en í næstu viku.
Færeysk veitinga- og öldurhús fá að hafa opið lengur
Veitingahúsum, börum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka klukkan tíu að kvöldi. Tilskipun Helga Abrahamsen iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis sem tók gildi um miðjan desember rann út 4. janúar og ekki er útlit fyrir að nauðsyn sé að framlengja henni.
05.01.2021 - 01:42
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.