Færslur: Bandaríska sendiráðið

Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um falsfréttir
Bandaríska sendiráðið á Íslandi birti færslu á Facebook í nótt þar sem það sakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir og stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Fréttastjóri Fréttablaðsins furðar sig á framgöngu sendiráðsins.
Skora á Trump að víkja Gunter úr embætti
Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er hvattur til að víkja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti.
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér.