Færslur: Bandaríkjamenn

Sóknin þyngist sífellt í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir gríðarlegan vanda blasa við í Donbas. Hann segir rússneska innrásarliðið einbeita sér að árásum á landsvæði með ströndinni og beita til þess hámarksþunga stórskotaliðs síns.
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Segja Bandaríkin bera meginsök á Úkraínudeilunni
Stjórnvöld í Norður-Kóreu saka Bandaríkjamenn um að eiga meginsök á Úkraínudeilunni og verja Rússa hástöfum. Þetta er það fyrsta sem þarlendir ráðamenn láta frá sér fara um innrásina í Úkraínu.
Fordæma framkomu rússneskra málaliða
Frakkar og Bandaríkjamenn fullyrtu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að rússneska málaliðaþjónustan Wagner bæri ábyrgð á dauða tuga almennra borgara í Mið-Afríkulýðveldinu. Rússnesk yfirvöld segjast ekkert hafa með málaliðana að gera.
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Tveir af sautján kristniboðum lausir úr prísund á Haítí
Tveir þeirra sautján kristniboða sem glæpagengi á Haítí rændi um miðjan október eru lausir úr prísundinni. Þeim líður vel að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum Christian Aid Ministries sem gerði fólkið út af örkinni.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum.