Færslur: Bandarikin

Spegillinn
AUKUS og staða Breta
Það voru varla aðrir en mestu áhugamenn um varnarmál sem tóku eftir því 2016 að ástralska stjórnin pantaði franska kjarnorkukafbáta. Það fór hins vegar fram hjá fæstum að Ástralar hafa nú afpantað bátana og taka aðra stefnu í  samstarfi við Bandaríkin, sem Bretar eru líka aðilar að, kallað AUKUS. Fyrir Breta er AUKUS óvænt samflot einmitt þegar Bretland eftir Brexit leitar sér að meira svigrúmi á alþjóðavettvangi.
04.10.2021 - 10:34
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Biden skyldar landa sína í bólusetningu
Joe Biden Bandaríkjaforseti brýnir fyrir landsmönnum að láta bólusetja sig. Ný reglugerð tekur gildi sem skyldar starfsmenn stærri fyrirtækja að láta bóluseta sig eða að fara vikulega í skimun
Túnisforseti hvattur til að virða leikreglur lýðræðis
Bandaríkjastjórn hvetur Túnisforseta til að mynda starfhæfa ríkisstjórn svo hægt verði að takast á við erfiðleika í landinu. Hann þurfi að hafa lýðræði að leiðarljósi.
Assange sviptur ekvadorskum ríkisborgararétti
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið sviptur ekvadorskum ríkisborgararétt. 
28.07.2021 - 14:17
Hvetur Evrópuríki til eyðslu
Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna hvetur ríki Evrópusambandsins til að halda ekki að sér höndum í ríkisútgjöldum heldur gefa í til að örva hagkerfi álfunnar.
12.07.2021 - 13:37
COVID-19: Bandaríkin verja áfram landamærin
Evrópusambandið samþykkti í síðustu viku að aflétta ferðabanni Bandaríkjamanna til ríkja sambandsins, en bandarísk stjórnvöld hyggjast ekki opna landamæri sín gagnvart Evrópubúum eins og stendur, þrátt fyrir að samkomutakmörkunum og grímuskyldu hafi nú þegar verið aflétt í Bandaríkjunum að miklu leyti.
21.06.2021 - 23:02
Bóluefni Moderna gagnast ungmennum
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna gegn COVID-19 veitir börnum og unglingum góða vörn. Í yfirlýsingu sem forstjóri fyrirtækisins sendi frá sér í dag segir að prófanir á ungu fólki í aldurshópnum tólf til sautján ára hafi gefið góða raun. Fyrirtækið hyggst senda Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og erlendum lyfjaeftirlitsstofnunum niðurstöður rannsóknarinnar fljótlega eftir næstu mánaðamót og óska eftir því að leyfi fyrir notkun bóluefnisins verði gefið út.
Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Talibanar segjast hafa unnið stríðið
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.
15.04.2021 - 12:35
Myndskeið
Á fimmta tug stefnubreytinga á tuttugu dögum
Á tæplega þriggja vikna forsetatíð sinni hefur Joe Biden undirritað á fimmta tug skjala sem hrinda af stað hinum ýmsu breytingum innan Bandaríkjanna.
08.02.2021 - 20:00
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Viðtal
Repúblikanaflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun
Múgurinn, sem réðst inn í þinghúsið í Bandaríkjunum í gær, er ekki dæmigerður fyrir stuðningsfólk Repúblikanaflokksins, heldur lítill hópur öfgasinnaðra Trump fylgjenda. Þetta segir Halla Hrund Logadóttir stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri Miðstöðvar norðurslóða við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. 
07.01.2021 - 17:38
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Lögreglumaður sem skaut Blake verður ekki ákærður
Enginn verður ákærður eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake nokkrum skotum í bakið 23. ágúst síðastliðinn. Blake er lamaður fyrir neðan mitti. 
Tasmaníudjöfullinn lýsir í myrkri
Starfsfólk dýragarðsins í Toledo í Ohio-ríki í Bandaríkjunum hefur uppgötvað að Tasmaníudjöfullinn, lítið pokadýr sem eins og nafnið gefur til kynna á heimkynni sín á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu, er sjálflýsandi. Hann er nú eitt af fáum spendýrum sem vitað er til að svo hátti til um.
07.12.2020 - 16:52
Fauci dregur í land gagnvart Bretum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna hefur dregið gagn­rýni sína á bresk heilbrigðisyfirvöld í land. Hann sakaði þau í gær um að stytta sér leið í leyfisveitingum fyrir bóluefni gegn COVID-19.
Kínverskt far á leið til Tunglsins
Kínverjar sendu ómannað geimfar af stað til tunglsins í morgun. Tilgangurinn ferðarinnar er að safna yfirborðssýnum, sem yrði í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Ætlunin er að nýta sýnin til að komast á snoðir um uppruna tunglsins, hvernig það varð til og að rannsaka eldvirkni á yfirborði þess.
24.11.2020 - 05:11
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Hótelkeðja Trumps með reikning í kínverskum banka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt að eiga bankareikning í kínverskum banka.
21.10.2020 - 07:07
Boða fyrstu aftöku konu í alríkisfangelsi síðan 1953
Bandarísk yfirvöld hafa mælt fyrir um að framfylgja skuli dauðadómi yfir Lisu Montgomery, 52 ára konu frá Kansas sem dæmd var til dauða fyrir morðið á þungaðri konu í Missouri árið 2004. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Aftakan á að fara fram 8. desember, samkvæmt ákvörðun fangelsisyfirvalda. Gangi það eftir verður þetta fyrsta aftakan á konu í bandarísku alríkisfangelsi í 67 ár.
Biden mælist með 17 prósentustiga forskot á Trump
Skoðanakönnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknarfyrirtækið Opinium gerðu meðal bandarískra kjósenda á dögunum bendir til þess að Joe Biden hafi stóraukið forskot sitt á Donald Trump á síðustu dögum og vikum. Samkvæmt henni munar nú allt að 17 prósentustigum á fylgi forsetaframbjóðendanna. Um 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Biden, en 40 prósent ætla að merkja við Trump á kjörseðlinum.
Viðtal
„Auðvitað á fólk að vera með grímur“
Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar, segir Erna Milunka Kojic íslenskur smitsjúkdómalæknir í New York. Þar er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið.
11.10.2020 - 20:36
Segja líklegt að Trump verði útskrifaður á morgun
Læknar Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, gáfu frekari upplýsingar um heilsufar forsetans á fundi nú síðdegis. Lið um tíu lækna í sloppum og með grímur kom fram á tröppurnar við Walter Reed-hersjúkrahúsið þar sem Trump hefur verið frá því á föstudag.
Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.