Færslur: Bandarikin

Alræmdur eiturlyfjabarón framseldur til Bandaríkjanna
Einhver alræmdasti eiturlyfjabarón Kólumbíu var framseldur í gær til Bandaríkjanna. Otoniel, sem fullu nafni Dairo Antonio Usuga, var leiðtogi Flóagengisins svonefnda, þess stórtækasta í fíkniefnabransanum í Kólumbíu.
Zelensky hafnar boði Bandaríkjanna um brottflutning
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hefur hafnað boði bandarískra stjórnvalda um aðstoð við flótta frá Kænugarði. Hann vill sömuleiðis kveða niður allan orðróm um að hann sé þegar farinn frá borginni og hafi fyrirskipað Úkraínuher að leggja niður vopn.
Mótmælendur loka fleiri birgðaleiðum
Mótmælendur í Kanada hafa nú lokað þriðju birgðaleiðinni sem tengir landið við Bandaríkin. Svipuð mótmæli eru hafin í Evrópu en stjórnvöld í Washington hvetja nágranna sína í norðri til að stöðva mótmælin.
Þýskalandskanslari bjartsýnn á diplómatíska lausn
Olaf Scholz kanslari Þýskalands tekur á móti leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag, fimmtudag, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fundar með forsystusveit Atlantshafsbandalagsins og pólskum ráðamönnum.
Úkraínudeilan
Orban og Pútín ræða viðskipti og orkumál
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands heldur til fundar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Ætlunin er að ræða viðskipti og orkumál auk þess sem öryggismál í Evrópu eru á dagskránni.
Sjö mótmælendur drepnir í Súdan
Öryggissveitir hers og lögreglu í Súdan drápu sjö mótmælendur í dag þegar þúsundir söfnuðust saman í nokkrum borgum til að mótmæla valdaráni hersins í október. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til landsins til að aðstoða við að finna lausn á upplausninni í stjórnmálum landsins.
Tígurinn Charly og órangútaninn Sandai bólusett
Bengaltígurinn Charly og órangútaninn Sandai eru meðal tíu dýra sem voru bólusett í dýragarði í Chile á mánudaginn. Þekkt er að dýr smitist af COVID-19.
Trump biður hæstarétt að stöðva afhendingu gagna
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur áfrýjað úrskurði alríkisdómstóls um að skjalasafn Hvíta hússins skuli afhenda rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hundruð skjala og annarra gagna frá síðustu dögum og vikum forsetatíðar hans.
24.12.2021 - 03:32
Stökk út í næturmyrkrið fyrir 50 árum og hvarf
Að kvöldi 24. nóvember 1971 keypti tilkomulítill og harla venjulegur maður sér flugmiða aðra leiðina frá Portland til Seattle í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist heita Dan Cooper en örfáum klukkustundum síðar hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
Þúsundir Bandaríkjadala fuku út úr flutningabíl
Fjöldi fólks taldi sig hafa dottið í lukkupottinn á hraðbraut í Kaliforníu þegar peningavöndlar féllu úr brynvörðum flutningabíl í gær. Hleðsludyr bílsins opnuðust á ferð með þessum afleiðingum.
20.11.2021 - 02:19
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
Sjónvarpsfrétt
Íslendingar fegnir að komast vestur um haf
Tuttugu mánaða lokun landamæra Bandaríkjanna lauk í dag þegar bólusettum ferðamönnum var hleypt inn í landið. Íslendingar sem fóru utan í dag voru ánægðir að geta loks hitt ný barnabörn og gengið frá fasteignum sínum.
Spegillinn
AUKUS og staða Breta
Það voru varla aðrir en mestu áhugamenn um varnarmál sem tóku eftir því 2016 að ástralska stjórnin pantaði franska kjarnorkukafbáta. Það fór hins vegar fram hjá fæstum að Ástralar hafa nú afpantað bátana og taka aðra stefnu í  samstarfi við Bandaríkin, sem Bretar eru líka aðilar að, kallað AUKUS. Fyrir Breta er AUKUS óvænt samflot einmitt þegar Bretland eftir Brexit leitar sér að meira svigrúmi á alþjóðavettvangi.
04.10.2021 - 10:34
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Biden skyldar landa sína í bólusetningu
Joe Biden Bandaríkjaforseti brýnir fyrir landsmönnum að láta bólusetja sig. Ný reglugerð tekur gildi sem skyldar starfsmenn stærri fyrirtækja að láta bóluseta sig eða að fara vikulega í skimun
Túnisforseti hvattur til að virða leikreglur lýðræðis
Bandaríkjastjórn hvetur Túnisforseta til að mynda starfhæfa ríkisstjórn svo hægt verði að takast á við erfiðleika í landinu. Hann þurfi að hafa lýðræði að leiðarljósi.
Assange sviptur ekvadorskum ríkisborgararétti
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið sviptur ekvadorskum ríkisborgararétt. 
28.07.2021 - 14:17
Hvetur Evrópuríki til eyðslu
Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna hvetur ríki Evrópusambandsins til að halda ekki að sér höndum í ríkisútgjöldum heldur gefa í til að örva hagkerfi álfunnar.
12.07.2021 - 13:37
COVID-19: Bandaríkin verja áfram landamærin
Evrópusambandið samþykkti í síðustu viku að aflétta ferðabanni Bandaríkjamanna til ríkja sambandsins, en bandarísk stjórnvöld hyggjast ekki opna landamæri sín gagnvart Evrópubúum eins og stendur, þrátt fyrir að samkomutakmörkunum og grímuskyldu hafi nú þegar verið aflétt í Bandaríkjunum að miklu leyti.
21.06.2021 - 23:02
Bóluefni Moderna gagnast ungmennum
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna gegn COVID-19 veitir börnum og unglingum góða vörn. Í yfirlýsingu sem forstjóri fyrirtækisins sendi frá sér í dag segir að prófanir á ungu fólki í aldurshópnum tólf til sautján ára hafi gefið góða raun. Fyrirtækið hyggst senda Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og erlendum lyfjaeftirlitsstofnunum niðurstöður rannsóknarinnar fljótlega eftir næstu mánaðamót og óska eftir því að leyfi fyrir notkun bóluefnisins verði gefið út.
Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Talibanar segjast hafa unnið stríðið
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.
15.04.2021 - 12:35
Myndskeið
Á fimmta tug stefnubreytinga á tuttugu dögum
Á tæplega þriggja vikna forsetatíð sinni hefur Joe Biden undirritað á fimmta tug skjala sem hrinda af stað hinum ýmsu breytingum innan Bandaríkjanna.
08.02.2021 - 20:00
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Viðtal
Repúblikanaflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun
Múgurinn, sem réðst inn í þinghúsið í Bandaríkjunum í gær, er ekki dæmigerður fyrir stuðningsfólk Repúblikanaflokksins, heldur lítill hópur öfgasinnaðra Trump fylgjenda. Þetta segir Halla Hrund Logadóttir stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri Miðstöðvar norðurslóða við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. 
07.01.2021 - 17:38