Færslur: Bandalag háskólamanna

Spegillinn
Réttindi og skyldur fólks og fyrirtækja í fjarvinnu
60% félagsmanna BHM telja mikilvægt að bandalagið beiti sér fyrir því að réttur til heimavinnu verði tryggður í næstu kjarasamningum. Það var í það minnsta niðurstaða könnunar sem BHM lét gera í vor og 16.000 manns tóku þátt í á netinu. Þannig hafa margir áhuga á að sinna eða geta að einhverju leyti sinnt fjarvinnu áfram.
Lág laun skýra fjölda utan heilbrigðiskerfisins
Þúsundir heilbrigðismenntaðra starfa utan heilbrigðiskerfisins, samkvæmt úttekt Bandalags háskólamanna. Formaður félagsins segir helstu ástæðuna liggja í lágum launum þar sem sérstaklega hallar á konur.
Starfsmenn ákveða um „náin tengsl“
Dæmi eru um að vinnuveitendur fari fram á að starfsfólk vinni innan tveggja metra hvert frá öðru, á þeim forsendum að það sé í nánum tengslum. Lögfræðingur BHM segir að það sé á ábyrgð vinnuveitenda að tryggja að fólk hafi kost á tveggja metra fjarlægð.
„Tímabær næsta aðgerð“
Bandalag háskólamanna (BHM) skorar á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar til að bæta afkomuöryggi fólks sem hefur misst vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins. BHM sendi frá sér tilkynningu þess efnis í morgun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður bandalagsins, segir að tími sé kominn á slíkar aðgerðir.
18.08.2020 - 12:25
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda.