Færslur: Bandalag háskólamanna

Sjónvarpsfrétt
Tekjumunur mikill eftir kynhneigð fólks
Mikill munur er á tekjum eftir kynhneigð á Íslandi. Þrátt fyrir meiri menntun eru hommar með þriðjungi lægri tekjur en gagnkynhneigðir karlmenn. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem kynnt var í dag á ráðstefnu í Veröld - húsi Vigdísar.
Skoðuðu fjórtán ábendingar um framkomu formanns BHM
Fjórtán óformlegar ábendingar vegna framkomu Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna, voru til skoðunar hjá tveimur ráðgjafafyrirtækjum. Hvorugt fyrirtækið taldi þó ástæðu til aðgerða í kjölfar tilkynninganna.
Viðtal
Hvetur fólk til að mæta ekki veikt til vinnu
Mikilvægt er að fólk nýti veikindarétt sinn í faraldrinum og sé heima finni það fyrir veikindaeinkennum, að mati Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. „Við eigum veikindarétt, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Verum heima, ekki vera að mæta til vinnu veik eða með veikindaeinkenni, og til að kjarna þetta; hóstum heima og nýtum okkur réttinn,“ sagði formaðurinn í viðtali í sjónvarpfréttum.
28.10.2021 - 19:34
Spegillinn
Réttindi og skyldur fólks og fyrirtækja í fjarvinnu
60% félagsmanna BHM telja mikilvægt að bandalagið beiti sér fyrir því að réttur til heimavinnu verði tryggður í næstu kjarasamningum. Það var í það minnsta niðurstaða könnunar sem BHM lét gera í vor og 16.000 manns tóku þátt í á netinu. Þannig hafa margir áhuga á að sinna eða geta að einhverju leyti sinnt fjarvinnu áfram.
Lág laun skýra fjölda utan heilbrigðiskerfisins
Þúsundir heilbrigðismenntaðra starfa utan heilbrigðiskerfisins, samkvæmt úttekt Bandalags háskólamanna. Formaður félagsins segir helstu ástæðuna liggja í lágum launum þar sem sérstaklega hallar á konur.
Starfsmenn ákveða um „náin tengsl“
Dæmi eru um að vinnuveitendur fari fram á að starfsfólk vinni innan tveggja metra hvert frá öðru, á þeim forsendum að það sé í nánum tengslum. Lögfræðingur BHM segir að það sé á ábyrgð vinnuveitenda að tryggja að fólk hafi kost á tveggja metra fjarlægð.
„Tímabær næsta aðgerð“
Bandalag háskólamanna (BHM) skorar á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar til að bæta afkomuöryggi fólks sem hefur misst vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins. BHM sendi frá sér tilkynningu þess efnis í morgun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður bandalagsins, segir að tími sé kominn á slíkar aðgerðir.
18.08.2020 - 12:25
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda.