Færslur: Baltasar Kormákur
Hátt í þriðji hver landsmaður horfði á Ófærð
Nærri þriðjungur þjóðarinnar horfði á fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröð Ófærðar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Meðaláhorf á hverja mínútu var þrjátíu prósent og uppsafnað áhorf var í morgun komið upp í þrjátíu og tvö prósent.
18.10.2021 - 14:46
Ófærðar-garðálfar framleiddir í óþökk aðstandenda
Baltasar Kormákur er spenntur fyrir því að kynna fyrir landsmönnum þriðju Ófærðarseríuna, þegar fyrsti þátturinn verður sýndur á sunnudag. Þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim og ýmiss konar varningur verið framleiddur þeim tengdur, stundum án vitneskju framleiðenda.
16.10.2021 - 10:00
Segir sviðsmynd Kötlu rosalega sannfærandi
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að Baltasar Kormákur og starfslið hans hafi unnið mikið þrekvirki í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.
28.06.2021 - 12:38
Gæsahúðarvekjandi vísindalegur draugagangur í Vík
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
22.06.2021 - 17:30
Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu
Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.
16.06.2021 - 21:07
Geggjað frelsi að sleppa af sér beislinu í Kötlu
Sjónvarpsþættirnir Katla eftir Baltasar Kormák verða frumsýndir á Netflix á þjóðhátíðardaginn. Baltasar segir að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
15.06.2021 - 20:00
Baltasar og Idris Elba ná vel saman í Suður-Afríku
Baltasar Kormákur, leikstjóri, er staddur í Suður-Afríku og leikstýrir þar Hollywood-kvikmyndinni Beast fyrir Universial Studios. Með aðalhlutverkið fer stórleikarinn Idris Elba. „Hann er einn af örfáum stjörnum sem er líka frábær leikari,“ segir Baltasar.
14.06.2021 - 18:00
Söguþráður Kötlu fær skýrari mynd í nýrri stiklu
Ný stikla fyrir Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðina, hefur verið birt.
28.05.2021 - 10:43
„Þetta er í raun mesta floppið mitt“
Baltasar Kormákur kveðst hafa lært mikilvægi þess að standa á sínu og gera ekki alltaf málamiðlanir, við gerð kvikmyndarinnar A Little Trip to Heaven sem kom út 2005. Hugmyndin hafi verið góð en þegar myndin var tilbúin hafi honum orðið ljóst að í teymið hefði vantað góðan handritshöfund til að útfæra hana betur.
03.05.2021 - 13:37
Fyrstu myndirnar úr Kötlu birtar
Netflix birti í dag fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni Kötlu.
24.03.2021 - 10:06
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
15.02.2021 - 19:31
Snerting Ólafs Jóhanns verður að bíómynd Baltasars
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og ætlar að gera mynd eftir henni á næsta ári. Hann segir að myndin verði stórt, alþjóðlegt verkefni.
07.02.2021 - 18:35
Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Skarsgård-bróðir, Ingvar E. og GDRN leika í Kötlu
Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu eru hafnar en meðal leikara í henni eru Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, Íris Tanja Flygerning, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.
29.05.2020 - 14:24
„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.
10.05.2020 - 10:02
Hefur ekki undan við að svara framleiðendum
Tökur á sjónvarpsþáttunum Kötlu eru komnar á fullt á eftir tímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Leikstjórinn segir þetta stærsta sjónvarpsverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi og hafa upptökurnar vakið áhuga framleiðenda um allan heim.
07.05.2020 - 19:29
Allir skimaðir fyrir COVID-19 á tökustað Kötlu
Allt tökulið sjónvarpsþáttanna Kötlu, sem Baltasar Kormákur er að gera fyrir streymisveituna Netflix, hefur verið skimað fyrir COVID-19 af Íslenskri erfðagreiningu. Þá er hitinn mældur hjá hverjum og einum í upphafi hvers dags. Tökuliðinu var skipt upp í fjóra litakóðaða hópa og öryggisverðir pössuðu upp á að hóparnir blönduðust ekki saman. Útitökur hófust í dag.
04.05.2020 - 11:27
Netflix fullfjármagnar þáttaröð á íslensku
Netflix-veitan hefur náð samningum við framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks um að fullfjármagna sjónvarpsseríu á íslensku. Þættirnir verða eins konar „jarðbundinn vísindaskáldskapur“ og þeir verða teknir á Íslandi, sem er jafnframt sögusvið þeirra, með íslenskum leikurum í öllum helstu hlutverkum.
27.09.2019 - 16:08
„Ég drep ekki dýr“
„Ég elska að elda rjúpur,“ segir Baltasar Kormákur sem segist hafa lært uppskriftina og tæknina hjá móður sinni.
26.12.2018 - 10:30
Vildi segja eitthvað sem skiptir máli
„Mér þykir rosalega vænt um þessa seríu og gaman að koma til baka og hitta vinina,“ segir Baltasar Kormákur um persónurnar í Ófærð. Önnur þáttaröð þessara geysivinsælu þátta hefur göngu sína á RÚV annan í jólum.
21.12.2018 - 13:28
Verðlaunuð sem besti nýútskrifaði leikstjórinn
„Ég er búin að vera búsett úti í New York í fjöldamörg ár og var bara nýútskrifuð ur leikstjóranámi í Columbia University þegar Baltsasar og RVK studios höfðu samband við mig,“ segir Ugla Hauksdóttir sem leikstýrir tveimur þáttum í nýjustu þáttaröð af Ófærð sem frumsýnd er á RÚV annan í jólum.
20.12.2018 - 10:59
Allt sem er ómögulegt er spennandi
Baltasar Kormákur var mánudagsgestur í Núllinu.
18.06.2018 - 18:57
Vel leikin en dísæt stórslysamynd
„Adrift reynir ofurmeðvitað að slá á ákveðnar nótur hjá áhorfandanum og sum stefin eru síendurtekin á dísætan máta,“ segir Nína Richter, kvikmyndagagnrýnandi Síðdegisútvarpsins um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift.
15.06.2018 - 09:45
Baltasar orðaður við CIA-mynd Hughs Jackmans
Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra næstu kvikmynd ástralska stórleikarans Hughs Jackmans. Myndin nefnist The Good Spy og er byggð á sannri sögu leyniþjónustumannsins Roberts Ames sem lést í sprengjuárás fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút. Gröf hans er sú eina í hermannagrafreitnum í Arlington-kirkjugarðinum í Washington sem er merkt CIA.
31.05.2018 - 15:03
Baltasar á frumsýningardreglinum í Hollywood
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var frumsýnd í Los Angeles í gær. Leikstjórinn segir að hver einasti dagur hafi verið áskorun við gerð myndarinnar.
24.05.2018 - 12:52