Færslur: Baltasar Kormákur

Hátt í þriðji hver landsmaður horfði á Ófærð
Nærri þriðjungur þjóðarinnar horfði á fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröð Ófærðar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Meðaláhorf á hverja mínútu var þrjátíu prósent og uppsafnað áhorf var í morgun komið upp í þrjátíu og tvö prósent.
18.10.2021 - 14:46
Síðdegisútvarpið
Ófærðar-garðálfar framleiddir í óþökk aðstandenda
Baltasar Kormákur er spenntur fyrir því að kynna fyrir landsmönnum þriðju Ófærðarseríuna, þegar fyrsti þátturinn verður sýndur á sunnudag. Þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim og ýmiss konar varningur verið framleiddur þeim tengdur, stundum án vitneskju framleiðenda.
Tengivagninn
Segir sviðsmynd Kötlu rosalega sannfærandi
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að Baltasar Kormákur og starfslið hans hafi unnið mikið þrekvirki í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.
28.06.2021 - 12:38
Gagnrýni
Gæsahúðarvekjandi vísindalegur draugagangur í Vík
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
22.06.2021 - 17:30
Sjónvarpsfrétt
Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu
Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.
16.06.2021 - 21:07
Menningin
Geggjað frelsi að sleppa af sér beislinu í Kötlu
Sjónvarpsþættirnir Katla eftir Baltasar Kormák verða frumsýndir á Netflix á þjóðhátíðardaginn. Baltasar segir að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
15.06.2021 - 20:00
Lestin
Baltasar og Idris Elba ná vel saman í Suður-Afríku
Baltasar Kormákur, leikstjóri, er staddur í Suður-Afríku og leikstýrir þar Hollywood-kvikmyndinni Beast fyrir Universial Studios. Með aðalhlutverkið fer stórleikarinn Idris Elba. „Hann er einn af örfáum stjörnum sem er líka frábær leikari,“ segir Baltasar.
14.06.2021 - 18:00
Myndskeið
Söguþráður Kötlu fær skýrari mynd í nýrri stiklu
Ný stikla fyrir Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðina, hefur verið birt.
28.05.2021 - 10:43
Viðtal
„Þetta er í raun mesta floppið mitt“
Baltasar Kormákur kveðst hafa lært mikilvægi þess að standa á sínu og gera ekki alltaf málamiðlanir, við gerð kvikmyndarinnar A Little Trip to Heaven sem kom út 2005. Hugmyndin hafi verið góð en þegar myndin var tilbúin hafi honum orðið ljóst að í teymið hefði vantað góðan handritshöfund til að útfæra hana betur.
Fyrstu myndirnar úr Kötlu birtar
Netflix birti í dag fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni Kötlu.
24.03.2021 - 10:06
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Myndskeið
Snerting Ólafs Jóhanns verður að bíómynd Baltasars
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og ætlar að gera mynd eftir henni á næsta ári. Hann segir að myndin verði stórt, alþjóðlegt verkefni.
Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Skarsgård-bróðir, Ingvar E. og GDRN leika í Kötlu
Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu eru hafnar en meðal leikara í henni eru Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, Íris Tanja Flygerning, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.
29.05.2020 - 14:24
Vikan
„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.
10.05.2020 - 10:02
Myndskeið
Hefur ekki undan við að svara framleiðendum
Tökur á sjónvarpsþáttunum Kötlu eru komnar á fullt á eftir tímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Leikstjórinn segir þetta stærsta sjónvarpsverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi og hafa upptökurnar vakið áhuga framleiðenda um allan heim.
07.05.2020 - 19:29
Allir skimaðir fyrir COVID-19 á tökustað Kötlu
Allt tökulið sjónvarpsþáttanna Kötlu, sem Baltasar Kormákur er að gera fyrir streymisveituna Netflix, hefur verið skimað fyrir COVID-19 af Íslenskri erfðagreiningu. Þá er hitinn mældur hjá hverjum og einum í upphafi hvers dags. Tökuliðinu var skipt upp í fjóra litakóðaða hópa og öryggisverðir pössuðu upp á að hóparnir blönduðust ekki saman. Útitökur hófust í dag.
Viðtal
Netflix fullfjármagnar þáttaröð á íslensku
Netflix-veitan hefur náð samningum við framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks um að fullfjármagna sjónvarpsseríu á íslensku. Þættirnir verða eins konar „jarðbundinn vísindaskáldskapur“ og þeir verða teknir á Íslandi, sem er jafnframt sögusvið þeirra, með íslenskum leikurum í öllum helstu hlutverkum.
27.09.2019 - 16:08
Viðtal
„Ég drep ekki dýr“
„Ég elska að elda rjúpur,“ segir Baltasar Kormákur sem segist hafa lært uppskriftina og tæknina hjá móður sinni.
26.12.2018 - 10:30
Viðtal
Vildi segja eitthvað sem skiptir máli
„Mér þykir rosalega vænt um þessa seríu og gaman að koma til baka og hitta vinina,“ segir Baltasar Kormákur um persónurnar í Ófærð. Önnur þáttaröð þessara geysivinsælu þátta hefur göngu sína á RÚV annan í jólum.
21.12.2018 - 13:28
Verðlaunuð sem besti nýútskrifaði leikstjórinn
„Ég er búin að vera búsett úti í New York í fjöldamörg ár og var bara nýútskrifuð ur leikstjóranámi í Columbia University þegar Baltsasar og RVK studios höfðu samband við mig,“ segir Ugla Hauksdóttir sem leikstýrir tveimur þáttum í nýjustu þáttaröð af Ófærð sem frumsýnd er á RÚV annan í jólum.
20.12.2018 - 10:59
Allt sem er ómögulegt er spennandi
Baltasar Kormákur var mánudagsgestur í Núllinu.
18.06.2018 - 18:57
Gagnrýni
Vel leikin en dísæt stórslysamynd
„Adrift reynir ofurmeðvitað að slá á ákveðnar nótur hjá áhorfandanum og sum stefin eru síendurtekin á dísætan máta,“ segir Nína Richter, kvikmyndagagnrýnandi Síðdegisútvarpsins um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift.
15.06.2018 - 09:45
Baltasar orðaður við CIA-mynd Hughs Jackmans
Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra næstu kvikmynd ástralska stórleikarans Hughs Jackmans. Myndin nefnist The Good Spy og er byggð á sannri sögu leyniþjónustumannsins Roberts Ames sem lést í sprengjuárás fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút. Gröf hans er sú eina í hermannagrafreitnum í Arlington-kirkjugarðinum í Washington sem er merkt CIA.
31.05.2018 - 15:03
Baltasar á frumsýningardreglinum í Hollywood
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var frumsýnd í Los Angeles í gær. Leikstjórinn segir að hver einasti dagur hafi verið áskorun við gerð myndarinnar.
24.05.2018 - 12:52