Færslur: bætur

Bandarískur dómstóll heimilar neyðarlán til SAS
Bandarískur gjaldþrotadómstóll heimilaði í dag þarlendum fjárfestingasjóði að veita skandinavíska flugfélaginu SAS neyðarlán meðan á greiðslustöðvun stendur.
Spacey verður að greiða bætur
Beiðni bandaríska leikarans Kevins Spacey um áfrýjun, í máli þar sem honum var gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Spilaborg eða House of Cards bætur, var hafnað í gær.
Zelensky krefst þess að Rússar bæti allt tjón í Úkraínu
Rússnesk stjórnvöld þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem herir þeirra hafa valdið í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld. Hann segir að lokastig stríðsins verði afar blóðugt.
21.05.2022 - 03:20
Serbía: Endurkjör Vucics talið næsta öruggt
Serbar kjósa sér forseta og þing í dag. Búist er við að niðurstaða kosninganna tryggi áframhaldandi völd miðhægriflokksins sem ráðið hefur ríkjum í Serbíu undanfarinn áratug. Innrás Rússa í Úkraínu varpar þó löngum skugga sínum á stjórnmál í landinu.
Vörður verður að greiða bifhjólamanni fullar bætur
Hæstiréttur dæmdi tryggingafélagið Vörð í gær til að greiða ökumanni bifhjóls fullar bætur með vöxtum vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Meginrök dómsins eru að félagið hafi látið hjá líða að tilkynna manninum formlega að það hygðist skerða bætur hans og því glatað rétti sínum til þess fyrir tómlæti.
Danmörk: Auknar greiðslur til fyrirtækja í vanda
Samkomulag náðist á danska þinginu í kvöld um að hækka greiðslur til þeirra fyrirtækja sem standa höllum fæti vegna kórónuveirufaraldursins. Hið sama á við um menningargeirann og skóla. Í gær tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra um verulega hertar sóttvarnarráðstafanir í landinu.
Krefja danska ríkið bóta fyrir félagslega tilraun
Hópur Grænlendinga er tilbúinn að höfða mál á hendur danska ríkinu fyrir félagslega tilraun sem þeir voru látnir sæta árið 1951, greiði ríkið ekki bætur. Danska ríkið ákvað að tuttugu og tvö börn skyldu tekin frá fjölskyldum sínum í þeim tilgangi að skapa dönskumælandi yfirstétt Grænlendinga.
Kevin Spacey gert að greiða framleiðendum bætur
Bandaríska leikaranum Kevin Spacey er gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Spilaborg eða House of Cards 31 milljón Bandaríkjadali í bætur.
Útfærsla bóta fyrir brot kirkjunnar tilkynnt í dag
Þing 120 kaþólskra biskupa í Frakklandi leggur í dag fram áætlun um bætur til þeirra sem voru fórnarlömb kynferðisbrota presta og starfsmanna um áratuga skeið.
Krupu á kné í iðrunarskyni vegna kynferðisbrota
Um það bil 120 erkibiskupar, biskupar og leikmenn innan kaþólsku kirkjunnar krupu á hné í dag í helgidómnum í Lourdes í Frakklandi í iðrunarskyni. Ástæða iðrunarinnar er kynferðisbrot presta og starfsfólks kaþólsku kirkjunnar um áratugaskeið.
Fá bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað
Ættingjum fólks sem fórst í þyrluslysi ásamt körfuboltamanninum Kobe Bryant og Giönnu 13 ára dóttur hans verða greiddar bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað. Málaferli ekkju Bryants vegna sama máls standa enn yfir.
03.11.2021 - 01:20
Kanadastjórn vill semja um bætur til frumbyggjabarna
Kanadastjórn vill að áfrýjunardómstóll hnekki tímamótadómi um milljarða bætur til handa börnum frumbyggja sem tekin voru af heimilum sínum og sett í fóstur. Ríkisstjórnin kveðst ekki hafna bótaskyldu í málinu en vill frekar setjast að samningaborði um hve mikið skuli greiða hverju og einu.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Óheimilt að binda NPA-samning við fjárframlag ríkisins
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbæ væri óheimilt að binda samning um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjárframlag frá ríkinu. Bænum er gert að greiða fötluðum manni fébætur og miskabætur vegna málsins auk þess sem framferðið í garð hans er metið saknæmt.
Landsmenn hafa nýtt sér 24 milljarða séreignarsparnaðar
Allt hafa verið teknir út rétt liðlega 24,5 milljarðar í séreignarsparnað frá því í apríl 2020 til og með janúar 2021. Þetta kemur fram í svari frá Skattinum við fyrirspurn fréttastofu. 
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Slæm meðferð skattsins á einstæðri konu frá Eistlandi
Einstæð móðir frá Eistlandi, sem búið hefur með börnum sínum hérlendis síðan 2008, fékk þá málsmeðferð hjá ríkisskattstjóra að yfirskattanefnd taldi slíka annmarka vera á málsmeðferðinni að álagning var ómerkt og opinber gjöld konunnar felld niður í bili. Skattlagning ríkisskattstjóra miðaði við að konan væri í sambúð og hefði verið í Eistlandi nær helming ársins. 
07.06.2020 - 12:12
Myndskeið
Ríkið grípur til fullra varna ef ekki nást sættir
Viðræður um bótagreiðslur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefjast að nýju nú í desember, að sögn setts ríkislögmanns. Vonast er til að niðurstöður náist um fullnaðarbætur og að dómsmál verði þá felld niður. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög um bótagreiðslur til hinna sýknuðu og erfingja þeirra sem látnir eru. Þá hefur forsætisráðuneytið gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns.
Viðtal
Bætur eftir sýknu bæði fyrir fjártjón og miska
Fólk sem setið hefur inni vegna dóms og er síðar sýknað, líkt og í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, á rétt á bótum, samkvæmt lögum um meðferð sakamála, að sögn Þóru Hallgrímsdóttur, sérfræðings í bótarétti. Ákvæði um fyrningu geta þó flækt mál sem þessi.
Viðtal
Guðmundar- og Geirfinnsmál pólitísk frá byrjun
Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafa verið pólitísk frá upphafi, því miður, segir Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur að forsætisráðherra hafi gert rétt með því að fara með málið á pólitískan vettvang og leggja fram frumvarp um bótagreiðslur.
Myndband
Ríkið reynir að flækja málið sem mest
Íslenska ríkið hafnaði 1,3 milljarða króna bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, og krefst sýknu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, telur hann eiga skilyrðislausan bótarétt. Málið snúist um fjárhæð, ekki sýknu.
Fréttaskýring
Þetta er bara stórt sár
Margrét Esther Erludóttir er ein þeirra sem sætti ótrúlegri vanrækslu og illri meðferð á ýmsum fósturheimilum og stofnunum í æsku, en á ekki rétt á sanngirnisbótum, því hún fellur utan ramma laganna.
09.04.2019 - 20:00

Mest lesið