Færslur: Bændasamtökin

Spegillinn
Höggva verður á hnútinn í kringum rammaáætlun
Höggva verður á þann hnút sem er í kringum rammaáætlun svo tryggja megi áfram græna orku, hvort sem það er gert með rammaáætlun eða öðrum leiðum. Þetta segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs. Fyrsti Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var kynntur í dag. 
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi. 
Búgreinafélögin renni í Bændasamtökin sem undirdeildir
Á Búnaðarþingi í næstu viku leggur stjórn Bændasamtakanna fram tillögu að því að búgreinafélögin renni í  Bændasamtökin sem undirdeildir. Búnaðarþing fer fram í næstu viku á Hótel Sögu. Það hafi mikla hagræðingu í för með sér.
15.03.2021 - 09:26
Á annan tug höfðu áhuga á að kaupa Hótel Sögu
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að tólf til fjórtán mismunandi aðilar hafi haft áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og var því lokað í nóvember. HÍ hefur átt í viðræðum við samtökin ásamt menntamálaráðuneytinu um afnot af húsinu.
15.03.2021 - 08:32
Allur landbúnaður kolefnisjafnaður fyrir 2040
Íslenskur landbúnaður verður að fullu kolefnisjafnaður innan nítján ára. Þetta kemur fram í samkomulagi sem lanbúnaðaráðherra og Bændasamtökin undirrituðu í morgun. Með þessu lauk jafnframt endurskoðun á öllum fjórum búvörusamningum sem tóku gildi fyrir fjórum árum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir þetta engu breyta um matvælaverð.
Telur mótvægisaðgerðir á þokkalegu róli
Landbúnaðarráðherra segir að það sé rangt, sem haldið hefur verið fram að ekki hafi verið ráðist í mótvægisaðgerðir vegna tollasamnings Íslands við Evrópusambandið. Samningurinn tók gildi í gær.