Færslur: Bækur

Gyllti miðinn í hendurnar á ástríðufullum bókaunnendum
„Við áttuðum okkur á því að það er fleira fólk en í okkar hjúp sem er að lesa bækur,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Breytingar hafa verið gerðar á því hvernig valið er í dómnefndir bókmenntaverðlaunanna. Í stað þess að dómnefndirnar væru handvaldar var leitað út fyrir hjúpinn og auglýst eftir „ástríðufullum bókaunnendum,“ eins og Bryndís orðar það. Og þeir sem hrepptu hnossið fá nú tækifæri til að velja athyglisverðustu bækur ársins.
Gaf bókasafni Reyðarfjarðar 45 bækur um gömul hús
Bókasafn Reyðarfjarðar fékk nýverið að gjöf 45 innbundnar bækur með upplýsingum um fimmtíu eldri íbúðarhús á staðnum.
02.09.2020 - 00:49
Glögg Covid-áhrif í bóksölu
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á íslenska bókaútgáfu. Árið fór vel af stað og var sala á fyrstu tveimur mánuðum ársins um 20 prósent meiri en á sama tíma í fyrra en dróst svo verulega saman í mars og apríl, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær.
Cohen segir ólíklegt að Trump víki friðsamlega
Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem svikulum svindlara sem svífist einskis í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann hans. Forsetinn hafnar öllu sem Cohen heldur fram.
14.08.2020 - 13:10
Mary Trump: „Donald átti erfiða æsku"
Mary Trump frænka Bandaríkjaforseta sem nýverið gaf út bókina Of mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann í heimi, segir Donald Trump hafa átt afskaplega vonda æsku.
19.07.2020 - 02:48
Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49
„Sennilegt“ að Penninn hafi misnotað stöðu sína
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Pennans að taka bækur bókaútgáfunnar Uglu aftur til sölu í verslunum sínum. Í bráðabirgðaúrskurði, sem eftirlitið sendi frá sér í dag, segir að það telji sennilegt að með því að senda til baka söluhæstu bækur Uglu í maí, hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur.
Frumútgáfur bóka Laxness boðnar upp
Frumútgáfur af nokkrum verkum Halldórs Laxness, þar á meðal fyrstu bók hans Barn náttúrunnar sem kom út árið 1919, eru nú boðnar upp á vegum Foldar uppboðshúss. Uppboðshaldari segir að talsverð eftirspurn sé eftir bókum sem þessum.
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Morgunútvarpið
Sigurjón eignast kvikmyndaréttinn að Tíbrá 
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur tryggt sér réttinn að glæpasögunni Tíbrá eftir Ármann Jakobsson. Bókin er þriðja glæpasaga Ármanns en hún var gefin út af bókaútgáfunni Bjarti á dögunum.
Samfélagið
Kreppan bjargaði bókabúðum
Þegar Eiríkur Ágúst Guðjónsson flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu.
26.05.2020 - 13:51
Bækur rjúka út í samkomubanni
Bóksala á netinu hefur margfaldast og litabækur fyrir fullorðna rjúka út. Landsmenn hlusta á hljóðbækur sem aldrei fyrr og nýskráningar hjá Storytel hafa tvöfaldast.
27.03.2020 - 12:19
Lita- og föndurbækur seljast vel í Bretlandi
Litabækur, glæpasögur og kennslubækur seljast nú sem aldrei fyrr í Bretlandi. Netverslun bóka hjá bókaversluninni Waterstones hefur farið upp um 400% á einni viku.
27.03.2020 - 12:18
40 íslenskar bækur þýddar á ensku
Íslensk bókaútgáfa erlendis hefur aukist. Hátt í fjörutíu bækur af allra handa tagi eru nýútkomnar eða rétt óútkomnar á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum.  „Þetta er stökk. Þetta er auðvitað mjög vinsæll og eftirsóttur markaður fyrir höfunda,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta var gestur Morgunvaktarinnar á Rás1.
05.11.2019 - 10:12
Segir Agöthu hafa verið rólega fjölskyldukonu
Þeir sem lesa bækur Agöthu Christie fá líklegast ranga mynd af henni sem manneskju. Þetta segir Mathew Prichard barnabarn hennar. Mathew er í ítarlegu viðtali við Ragnar Jónasson rithöfund sem er á dagskrá Rásar 1 á morgun. Viðtalið er tekið í tilefni þess að um þessar mundir eru áttatíu ár síðan skáldsaga eftir hana var fyrst þýdd á íslensku.
24.04.2019 - 16:16
Hið heilaga orð – Sigríður Hagalín
„Mig langaði til þess að skrifa um tengsl fólks innan óhefðbundinna fjölskyldna og um ritmálið. Ég sagði útgefanda mínum að mig langaði til að skrifa spennusögu um lesblindu, en hún sagði að við þyrftum að finna aðra lýsingu. Þannig að þetta er fjölskyldudrama,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, höfundur Hins heila orðs, sem er bók vikunnar á Rás1.
Hundrað ára gömul Flóra kveikti áhugann
Flóra Íslands, blómplöntur og byrkningar, kom út í vikunni. Bókin er mikið stórvirki, risastór bók uppfull af fróðleik og listavel gerðum myndum. Hún byggir á áratugastarfi höfunda og er ítarlegasta rit sem hefur komið út um íslenskar plöntur. Hörður Kristinsson grasafræðingur er einn afkastamesti vísindamaður landsins á sviði grasafræði og er hann að vonum stoltur af sköpunarverkinu.
14.11.2018 - 15:08
Hægara pælt en kýlt - Magnea J. Matthíasdóttir
„Í rauninni einkennir það þessa tíma, þessi leit. Heil kynslóð er að leita að öðrum svörum. Skoða sambönd, hjónabönd, kynlíf og skoða hvernig maður tjáir sig í listum,“ segir Magnea J.Matthíasdóttir um sína fyrstu skáldsögu, Hægara pælt en kýlt, sem er bók vikunnar á Rás1.
Því miður eru allir þjónustufulltrúar
Nýlega kom út ljóðabókin Því miður eftir Dag Hjartarson. Bókakápan er skopstæling á einkennismerki Dominos þar sem merkið fellur tár. Öll ljóð bókarinnar byrja á orðunum „Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar“.
01.11.2018 - 15:05
Pláss fyrir sögur af venjulegum konum
„Það var af einskærri forvitni að ég ákvað að skrifa þessa sögu,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðakona, en hún var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin kallast Amma - draumar í lit og fjallar um nöfnu Hólmfríðar og ömmu, Hólmfríði Sigurðardóttur, kennslukonu og skáld.
Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir
Bók vikunnar á Rás 1 er skáldsagan Vertu ósýnilegur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Á réttri hillu
Sigurbjörg Þrastardóttir fjallaði um bækur og réttar hillur í pistli sínum í Víðsjá. Það er ekkert grín að ætla að raða bókum. Pistilinn má lesa og heyra hér.
06.04.2017 - 16:00