Færslur: Bæjarhátíð

Leggja áherslu á umferðareftirlit um helgina
Nú er verslunarmannahelgin að bresta á og landsmenn sækja bæjarhátíðir víða um land. Hátíðarhöld verða á Akureyri og í Fjallabyggð um helgina en nokkur viðbúnaður er hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Sérstök áhersla verður lögð á umferðareftirlit og verður meðal annars fylgst með umferðinni úr þyrlu.
Ein með öllu og möffins um verslunarmannahelgina
Fyrsta takmarkalausa Ein með öllu hátíðin eftir heimsfaraldur verður haldin um verslunarmannahelgina á Akureyri. Stefnt er á að hafa hana stærri og betri en síðustu ár. Framtakið mömmur og möffins verður á sínum stað í Lystigarðinum á laugardeginum til að safna pening fyrir gott málefni.
Eldur í Húnaþingi hefst í dag
Hátíðin Eldur í Húnaþingi er sett í dag en hún er nú haldin í tuttugasta skipti. Forsvarsmaður hátíðarinnar segir veðurspána hagstæða en að íslenskum sið eru varúðarráðstafanir ef íslenska sumarið sýnir sínar verstu hliðar.
20.07.2022 - 16:32
Hátíðirnar Húnavaka og Frjó hafnar
Á Norðurlandi er mikið um að vera um helgina. Fjölskylduhátíðin Húnavaka er hafin - og listahátíðin Frjó á Siglufirði.
Sjónvarpsfrétt
Stranglega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
„Það er í lagi að vera fullur, en stranglega bannað að vera fáviti,“ segja tónleikagestir á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi. Hátíðin hefur farið sístækkandi síðan hún var fyrst sett á laggirnar fyrir nærri tuttugu árum. Undanfarin ár hafa 30 til 40 bönd komið þar fram, oftar en ekki vel þekktar útlenskar þungarokkssveitir.
Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Fiskidagurinn mikli blásinn af annað árið í röð
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta hátíðinni í ár vegna Kórónuveirufaraldursins. Ekki sé hægt að taka á móti viðlíka fjölda gesta með hólfaskiptingu og án þess að fólk felli grímuna til að gæða sér á fiskmeti.
15.04.2021 - 12:32
Aflýsa Ljósanótt í Reykjanesbæ
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósanótt átti að fara fram dagana 2.-6. september en menningar- og atvinnuráð bæjarins lagði það til á fundi í gær að henni yrði aflýst í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:26