Færslur: Bæjarhátíð

Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Fiskidagurinn mikli blásinn af annað árið í röð
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta hátíðinni í ár vegna Kórónuveirufaraldursins. Ekki sé hægt að taka á móti viðlíka fjölda gesta með hólfaskiptingu og án þess að fólk felli grímuna til að gæða sér á fiskmeti.
15.04.2021 - 12:32
Aflýsa Ljósanótt í Reykjanesbæ
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósanótt átti að fara fram dagana 2.-6. september en menningar- og atvinnuráð bæjarins lagði það til á fundi í gær að henni yrði aflýst í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:26