Færslur: Azov-herdeildirnar

Óttast um yfir 1.000 úkraínska stríðsfanga í Rússlandi
Um eða yfir 1.000 fangar hafa verið fluttir til Rússlands frá úkraínsku hafnarborginni Mariupol síðan Rússar lögðu hana í rúst og tóku þar öll völd. Áhyggjur af föngunum - sem ekki eru allir úkraínskir - fara vaxandi, en Rússar segja þá hafa verið flutta yfir landamærin „vegna rannsóknar.“
Um 560 úkraínskir þjóðvarðliðar fallnir
Rúmlega 560 úkraínskir þjóðvarðliðar hafa fallið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar. Oleksiy Nadtotsjí, æðsti yfirmaður þjóðvarðliðsins, greinir frá þessu og segir 1.697 þjóðvarðliða til viðbótar hafa særst. Þjóðvarðliðið er einskonar millistig hers og lögreglu, sem er virkjað til almenns hernaðar á stríðstímum og heyrir beint undir innanríkisráðuneytið.
12.05.2022 - 02:57
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Rannsaka hvort Rússar beittu efnavopnum í Mariupol
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti kveðst vera uggandi yfir mögulegum efnavopnaárásum Rússa og að fregnum af mögulegum undirbúningi slíkra árása beri að taka afar alvarlega. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort efnavopnum hafi verið beitt í landinu.