Færslur: Aurskriða

Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Enn skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli
Enn er skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að stærra svæði hafi losnað í kringum skriðusárið þar sem skriðan féll á þriðjudag.
10.10.2020 - 21:03
Enn hætta á skriðum í Eyjafirði
Enn er talin hætta þar sem skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá í Eyjafirði í byrjun vikunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun munu áfram vakta svæðið.
09.10.2020 - 15:58
Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum
Hús í námunda við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hafa verið rýmd, þar féll stór aurskriða ofan við bæinn Gilsá 2 í gær og enn er hætta á skriðum. Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum hefur verið lokað og einnig frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda.
07.10.2020 - 17:51
Myndskeið
Aurskriðan í Eyjafirði mögulega vegna jarðskjálfta
Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Engan sakaði en mikil mildi þykir að ekki varð tjón á íbúðarhúsi. Skriðan stöðvaðist um hundrað metra frá húsinu. Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni útilokar ekki að skriðan tengist jarðhræringum á Tjörnesbrotabelti.
06.10.2020 - 20:18
Myndskeið
Stór aurskriða féll í Eyjafirði
Stór aurskriða fell í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Búseta er á jörðinni en enginn var í húsinu þegar skriðan féll. Hún staðnæmdist um 100 metra frá húsinu.
„Við sáum hana bara skríða yfir veginn“
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Höfn segir skriðuna sem féll á veginn um Þvottárskriður í morgun þá stærstu sem hann hafi séð á þessu svæði. Vegagerðin var í eftirlitsferð þegar skriðan féll. Þjóðvegurinn hefur nú verið opnaður á ný milli Hvalness og Djúpavogs.
05.08.2020 - 13:58