Færslur: Aurskriða

Sjónvarpsfrétt
Tindastóll orðið öflugt skíðasvæði
Á skíðasvæði Tindastóls hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Aurskriða féll þar í sumar og olli talsverðu raski en kom ekki í veg fyrir að svæðið væri opnað um miðjan nóvember.
15.12.2021 - 08:59
Mat á aðstæðum á Seyðisfirði liggur fyrir eftir helgi
Mælingar fyrir ofan Seyðisfjörð sýna svipaðan hraða á sigi  hryggsins við Búðará síðustu tvo sólarhringa, sem er nokkuð meiri en þar á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
09.10.2021 - 11:17
Spegillinn
Þarf að endurmeta hættu á aurskriðum
Við gerð hættumats á ofanflóðasvæðum í þéttbýli var að mestu litið til snjóflóða, og ástæða er til að endurskoða matið á ýmsum stöðum þar sem er skriðuhætta, að mati hópstjóra ofanflóðahættumats á Veðurstofu Íslands.
08.10.2021 - 16:55
Hættustigi aflétt í Útkinn og vegurinn opnaður
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið í Útkinn úr hættustigi niður á óvissustig. Góð veðurspá er svæðinu næstu daga.
08.10.2021 - 14:36
Enn hreyfist flekinn sunnan Búðarár
Hreyfing mælist enn í hlíðinni sunnan Búðarár ofan Seyðisfjarðar í skriðusárinu frá desember 2020. Veðurstofan skoðar nú gögn yfir nákvæmar færslur í kjölfar rigninga í gær og niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag. Í gær hafði flekinn færst um 3,5 cm frá því á laugardag. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
08.10.2021 - 10:59
Útvarpsfrétt
Mælitækin á Seyðisfirði námu fleka á hreyfingu
Hættustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Seyðisfirði eftir rigningar síðustu daga. Mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan byggðarinnar, sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er kominn á hreyfingu og gæti fallið í Búðará sem er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar sem féll fyrr í vetur.
05.10.2021 - 13:12
Rýming á Seyðisfirði í gildi fram yfir helgi
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að rýming á Seyðisfirði verði í gildi fram yfir helgi. Þar voru níu hús rýmd í gær og 19 íbúar þeirra fengu húsaskjól annars staðar. Hættustig er jafnframt enn í gildi.
05.10.2021 - 12:00
Segir bæjarbúa hrædda og óörugga
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, segir að húsin sem eru rýmd núna í bænum séu á sama stað og skriðan féll í desember. Bæjarbúar séu hræddir og óöruggir. Úrkoma hafi verið mikil og allir lækir vatnsmiklir.
04.10.2021 - 18:18
Sjónvarpsfrétt
Hefði þurft að hefja framkvæmdir fyrr
Sveitarfélagið Skagafjörður vill láta gera hættumat í Varmahlíð eftir skriðuföllin þar fyrr í sumar. Íbúi húss sem skriðan lenti á telur að aðgerðir á svæðinu hefðu átt að hefjast fyrir mörgum árum.
09.08.2021 - 15:46
Íbúafundur staðfestur í Varmahlíð
Íbúafundur verður haldinn í Varmahlíð 5. ágúst. Fundurinn er haldinn í kjölfar auskriðu sem féll á tvö hús í þorpinu 29. júní.
30.07.2021 - 13:16
Mikið vatnsstreymi olli skriðunni
Orsök þess að skriða féll á tvö íbúðarhús í Varmahlíð í Skagafirði síðastliðinn þriðjudag er mikið vatnsstreymi úr uppsprettum undir götunni. Búið er að hleypa vatninu í skurð. Það rennur nú fram hjá þorpinu og rýmingu húsa hefur verið aflétt.
05.07.2021 - 15:57
Tuttugu saknað eftir að aurskriða féll í Japan
Tuttugu er saknað eftir að stór aurskriða féll í japönsku borginni Atami. Mikið hefur rignt í borginni síðustu daga.
03.07.2021 - 11:45
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan · Aurskriða
Rýmingu aflétt í Varmahlíð
Rýmingu hefur verið aflétt á síðustu húsunum í Varmahlíð í Skagafirði. Þetta var ákveðið á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að enginn var heima
Aurskriða féll á tvö íbúðarhús við Laugaveg í Varmahlíð síðdegis 29. júní og tilviljun réð því að enginn var heima. Íbúar fengu fréttirnar frá vinum og vandamönnum sem höfðu strax samband og aðkoman, þegar heim var komið, var ekki góð.
01.07.2021 - 10:17
Útvarpsfrétt
Kanna áhrif titrings frá vinnuvélum á jarðskriðið
Almannavarnanefnd kom saman á Sauðárkróki í morgun til að ræða skriðuföll Skagafirði í Varmahlíð í gær og í Tindastóli í nótt. Vinnuvélar voru á vettvangi þar sem skriðan féll í Varmahlíð í gær því til stóð að gera við sprungur í brekkunni.
30.06.2021 - 13:04
Myndband
Miklar leysingar fyrir norðan — Glerá kakóbrún
Þrátt fyrir litla sem enga úrkomu eru miklir vatnavextir í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi. Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastóli í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu. Foráttuvöxtur er í öllum ám í Skagafirði. Þá flæddu Fnjóská og Hörgá yfir bakka sína í morgun. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Glerá á Akureyri í morgun.
30.06.2021 - 11:31
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu.
30.06.2021 - 10:12
Rýming gildir áfram í Varmahlíð
Rýming níu húsa gildir enn í Varmahlíð í Skagafirði eftir að aurskriða féll á tvö hús þar síðdegis í gær. Stöðuskýrsla verður gefin út eftir fund almannavarnanefndar klukkan tíu, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Níu hús rýmd vegna aurskriðunnar í Varmahlíð
Níu íbúðarhús voru rýmd vegna aurskriðunnar sem féll á tvö hús við Laugaveg í Varmahlíð í gær. Engan sakaði í skriðunni en talsverðar skemmdir urðu á húsunum.
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð
Aurskriða féll úr vegbrún á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í dag. Talsvert tjón varð á húsunum en enginn slasaðist að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
29.06.2021 - 17:52
„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Rýmingu ekki aflétt en hreinsunarstörf ganga vel
Vegna úrkomuspár fyrir laugardag var ákveðið að aflétta ekki rýmingu sem enn er í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriður í desember. Unnið er að því að reisa bráðabirgðavarnargarð fyrir ofanflóð við Fossgötu, dýpka farveg Búðarár og að hreinsa Fossgötu og Múla. Búist er við að þessum störfum ljúki innan fárra daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
13.01.2021 - 17:27
Hitaveitan til vandræða á Seyðisfirði eftir skriðuna
Ýmis vandamál hafa komið upp við að halda hitaveitu á Seyðisfirði gangandi eftir skriðuföllin um miðjan desember. Höggbylgjan af völdum skriðunnar laskaði kerfið og hefur leki komið að kerfinu á nokkrum stöðum.