Færslur: Aurskriða

„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Rýmingu ekki aflétt en hreinsunarstörf ganga vel
Vegna úrkomuspár fyrir laugardag var ákveðið að aflétta ekki rýmingu sem enn er í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriður í desember. Unnið er að því að reisa bráðabirgðavarnargarð fyrir ofanflóð við Fossgötu, dýpka farveg Búðarár og að hreinsa Fossgötu og Múla. Búist er við að þessum störfum ljúki innan fárra daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
13.01.2021 - 17:27
Hitaveitan til vandræða á Seyðisfirði eftir skriðuna
Ýmis vandamál hafa komið upp við að halda hitaveitu á Seyðisfirði gangandi eftir skriðuföllin um miðjan desember. Höggbylgjan af völdum skriðunnar laskaði kerfið og hefur leki komið að kerfinu á nokkrum stöðum.
Myndskeið
Búa sig undir óveður við erfiðar aðstæður á Seyðisfirði
Spáð er vonskuveðri á austurhelmingi landsins í kvöld og á morgun. Á Seyðisfirði var unnið að því í dag að ganga frá og festa niður þakplötur og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt.
Myndband
„Áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Seyðisfjörð í gær og skoðaði tjón á minjum. Hún segir tjónið mikið áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar.
Myndskeið
„Skriðan var eins og kviksyndi“
„Ég hef aldrei áður séð nokkuð þessu líkt, ekki á Íslandi og ekki á þeim takmarkaða tíma sem ég hef verið hérna,“ segir Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson, sem var við björgunarstörf í Ask eftir skriðuföllinn þar fyrir viku, sem urðu tíu manns að bana.
05.01.2021 - 21:57
Leitarhundur fann engan í bænum Aski
Leitarhundur sem látinn var síga niður úr þyrlu í leit að fólki sem gæti legið undir rústum húsa í bænum Ask í Noregi varð einskis var. Upphaflega stóð til að senda hundinn einan af stað en úr varð að þjálfari og björgunarsveitarmaður fóru einnig inn á svæðið.
31.12.2020 - 04:44
Fleiri Seyðfirðingar fá að fara heim
Stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hefur aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta rýmingu á ákveðnum svæðum. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga Veðurstofu Íslands sem könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag.
29.12.2020 - 19:57
Ljósmyndir
Meta enn hættustigið í hlíðum Seyðisfjarðar
Veðurstofan vinnur nú að mælingum í hlíðum Seyðisfjarðar. Stefnt er að því að vinna úr gögnum seinna í dag og í kvöld má búast við að verði kynnt ákvörðun um frekari afléttingu rýminga.
29.12.2020 - 18:10
Myndskeið
Auglýstu eftir starfsfólki vegna hamfaranna
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur þurft að auglýsa eftir fólki til þess að vinna um jól og áramót, vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Allt er nú með kyrrum kjörum á Seyðisfirði.
24.12.2020 - 13:24
Myndskeið
„Eins og maður eigi hvergi heima“
Þetta er eins og að eiga hvergi heima, segir einn hátt í tvö hundruð Seyðfirðinga sem ekki geta verið heima hjá sér um jólin. Hún segir að það séu þó ljósir punktar í myrkrinu. Hreinsunarstarf hófst af fullum krafti í bænum í dag.
23.12.2020 - 19:10
Myndskeið
Vinna hörðum höndum að hreinsun á Seyðisfirði
Hreinsunarstarf er hafið á Seyðisfirði og nú er unnið að því að bjarga verðmætum og tryggja öryggi á því svæði þar sem risastór aurskriða féll á föstudaginn. Meðal annars er brýnt að fergja og koma í veg fyrir að brak fjúki.
23.12.2020 - 16:13
Hreinsunarstarf hafið á fullu á Seyðisfirði
Hreinsunarstarf er í fullum gangi á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í seinustu viku og um helgina. Hátt í 200 Seyðisfirðingar halda jól utan heimila sinna en um 100 manns fengu að snúa heim í gærkvöld. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi vegna hlýinda sem eru í kortunum.
23.12.2020 - 11:34
Myndskeið
Meira álag á björgunarfólki vegna COVID-19
Björgunarfólk á Seyðisfirði hefur verið undir sérstaklega miklu álagi sökum farsóttarinnar. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Ein af áskorununum við björgunaraðgerðirnar hafi verið að varna því að kórónuveirusmit bærist inn á svæðið og enginn hafi mátt koma þangað án þess að vera skimaður.
22.12.2020 - 15:26
Kastljós
Kraftaverk að varnirnar hafi bjargað íbúum frá flaumnum
Kraftaverk þykir að aurskriðan sem féll úr Búðará á föstudag hafi ekki hrifið með sér hús þar sem um 25 íbúar voru enn heima hjá sér. Að minnsta kosti tíu hús urðu fyrir skemmdum í skriðunni en þetta er eini staðurinn undir fjallinu þar sem ofanflóðavarnir voru til staðar.
21.12.2020 - 21:00
Kastljós í kvöld
Horfði á fjallið í bakgarðinum springa
 „Þetta var bara eins og í hryllingsmynd. Maður horfir á fjallið sem maður elst upp við og bakgarðinn bara springa,“ segir Jafet Sigurfinnsson íbúi á Seyðisfirði sem upplifði stærstu skriðuna sem féll í Búðará á Seyðisfirði á föstudag stefna beint á heimili sitt. 
21.12.2020 - 17:40
Björguðu fólki af svæðinu — óljóst um fólk í húsinu
Skriðan sem féll á hús á Seyðisfirði síðdegis í dag kom niður hjá Búðará, á svæði sem var ekki búið að rýma. Ekki er ljóst hvort fólk hafi verið í húsinu en viðbragðsaðilar hafa bjargað fólki af svæðinu. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
18.12.2020 - 16:14
Myndskeið
Mikið högg fyrir sveitarfélagið og íbúana á Seyðisfirði
„Þetta eru auðvitað miklar hamfarir og svakalegt að sjá hvernig þetta hús hefur færst með aurskriðunni. Sem betur fer er ekki föst búseta þarna en þetta sýnir þá hættu sem getur stafað af svona skriðuföllum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um aurskriður á Seyðisfirði síðustu daga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú sé til skoðunar hvers konar stuðning ríkið veiti.
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46
„Tekur á að búa undir þessu en maður vinnur þetta“
Nú er unnið hörðum höndum að hreinsun aurs af Austurvegi á Seyðisfirði þar sem aurskriða féll síðdegis á þriðjudag. Þá vinnur slökkviliðið að því að dæla vatni úr kerfi bæjarins út í sjó. Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir íbúa þreytta.
17.12.2020 - 14:35
Appelsínugul viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Austfjörðum vegna áframhaldandi úrkomu. Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 í dag og má búast við talsverðri úrkomu fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í að nýju. Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður Veðurstofunnar og lögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að í gær hafi brostið sprunga sem fylgst hafi verið með frá árinu 2002.
16.12.2020 - 17:00
„Óþægilegt þegar náttúran tekur völdin“
Mjög hefur dregið úr rigningu á Seyðisfirði og má segja að stytt hafi upp um stundarsakir. Bæjarbúar berjast hins vegar við að dæla vatni úr kjöllurum eftir ofsarigningu marga daga í röð og aurskriður sem ruddust niður í bæinn í gær og gærkvöldi og áframhaldandi smærri gusur í nótt.
16.12.2020 - 13:13
Skriðan hefði getað fallið hvar sem er úr Botnabrún
Þónokkrar smáar skriður féllu úr fjallinu ofan við syðri byggðina á Seyðisfirði í nótt. Hættustig almannavarna vegna skriðufalla á Seyðisfirði og óvissuástand á Austurlandi vegna mikillar rigningar. Veðurstofan varar við skriðuhættu í neðri hlutum fjalla eftir langvarandi vætutíð.
16.12.2020 - 10:16