Færslur: AUÐUR

Auður klipptur út úr Ófærð 3 að eigin ósk
Auðunn Lúthersson, sem gengur alla jafna undir listamannsnafninu Auður, verður klipptur út úr aukahlutverki sem hann fór með í þáttaröðinni Ófærð 3. Þetta staðfestir Agnes Johansen framleiðandi og segir að Auðunn hafi sjálfur óskað eftir þessu. Hann viðurkenndi fyrr í sumar að hafa farið yfir mörk ungrar konu árið 2019.
06.08.2021 - 15:43
Innlent · AUÐUR · #Meetoo · Ófærð
COVID-19 setur örlítið strik í G!Festival
Þrátt fyrir að ekkert útlit sé fyrir að fresta þurfi tónlistarhátíðinni G! Festival í Færeyjum hefur kórónuveirufaraldurinn áhrif á hverjir koma þar fram. Hátíðin verður haldin í Götu á Austurey dagana 15. til 17. júlí næstkomandi. 
10.06.2021 - 23:04
Menningin
„Hann er líka bara góður vinur“
Óhætt er að fullyrða að allir Íslendingar hafi einhverju sinni heyrt lag sem Magnús Jóhann Ragnarsson á þátt í. Hann er píanóleikari og tónskáld og hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað með mörgum þekktustu tónlistarmönnum landsins og samið mörg af vinsælustu lögum síðustu ára
05.01.2021 - 17:25
Látum okkur streyma
Auður í Hljómahöllinni
Tónlistarmaðurinn Auður er með tónleika í Hljómahöllinni og er tónleikunum streymt beint á vefnum, RÚV2, Facebook síðu Hljómahallarinnar og útvarpað beint á Rás 2. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
28.05.2020 - 19:44
Auður lokar Látum okkur streyma í beinni í kvöld
Tónlistarmaðurinn Auður kemur fram á Látum okkur streyma í kvöld á lokatónleikum tónleikaraðarinnar. Upphaflega átti Auður að koma fram í lok apríl en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að fresta tónleikunum.
28.05.2020 - 08:46
Vikan
Auður flytur ljós í lokaþætti Vikunnar
Tónlistarmaðurinn Auður sá um lokaatriði Vikunnar með Gísla Marteini á föstudag. Hann fór þar um býsna víðan völl í tilkomumiklu atriði þar sem segja mætti að hann varpi af sér hlekkjum hljóðversins.
24.05.2020 - 17:15
Síðan sem sameinaði Halta hóru og söngstjörnur Íslands
Hin sáluga vefsíða rokk.is var gríðarlega vinsæl á sínum tíma en um 1.300 hljómsveitir notuðust við síðuna til að koma tónlist sinni á framfæri. Margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag hóf feril sinn á rokk.is þar sem allt snérist um að koma lagi á vinsældalista síðunnar.
23.05.2020 - 09:45
Vikan
Auður lofar neglu í lokaþætti Vikunnar
„Ég lofa neglu,“ segir tónlistarmaðurinn Auður sem mun í kvöld flytja nýlega þröngskífu sína, ljós, í heild sinni í lokaþætti Vikunnar með Gísla Marteini.
22.05.2020 - 13:03
Byggjum réttlátt þjóðfélag
Svona söng Halldór Laxness Maístjörnuna sjálfur
AUÐUR og Ellen Kristjánsdóttir koma fram á dagskránni Byggjum rétt þjóðfélag sem fram fer í Hörpu og flytja ábreiðu af Maístjörnunni í tilefni dagsins. Lagið er þó ekki eftir Jón Ásgeirsson heldur er það rússneskt þjóðlag sem skáldið hafði í huga þegar ljóðið var samið.
01.05.2020 - 13:37
Auður með tónleika í beinni í kvöld
Tónleikaröðin Látum okkur streyma heldur áfram í kvöld og nú er röðin komin að Auði. Tónleikar hans í Hljómahöllinni hefjast kl. 20 í kvöld og verða í beinni útsendingu á Rás 2, á RÚV.is og Facebook-síðu Hljómahallarinnar.
29.04.2020 - 08:49
Lestin
Kynlíf í fjórum köflum og fýrað upp að lokum
Tónlistarmaðurinn Auður gaf út EP-plötuna Ljós síðasta föstudag sem er það fyrsta sem heyrist frá honum í tæpt ár, eða frá því sumarsmellurinn Enginn eins og þú kom út síðasta vor.
10.04.2020 - 13:00
Misskilningur að Sony hafi viljað lagið úr spilun
Talsmaður Sony hér á landi segir að fyrirtækið hafi aldrei farið fram á að lag Auðar og Mezzoforte, Hún veit hvað ég vil, yrði tekið úr spilun. Hann segir að það hafi einfaldlega ekki legið fyrir samkomulag milli Auðar, útgáfufélags hans, Mezzoforte og Hljómskálans um hvernig eiginlegri útgáfu lagsins yrði háttað og það gert aðgengilegt á streymisveitum eins og Spotify. Það hafi einfaldlega verið það sem fyrirtækið hafi viljað passa upp á.
20.02.2020 - 17:27
Tóku lag Auðar og Mezzoforte í spilun
Hún veit hvað ég vil, eitt vinsælasta lag landsins, hefur verið tekið úr spilun á Rás 2. Lagið var samstarfsverkefni Auðar og Mezzoforte fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann og hefur farið með himinskautum á öldum ljósvakans. .
20.02.2020 - 15:25
Hljómskálinn
Auður og Mezzoforte – Hún veit hvað ég vil
Ungpoppstjarnan Auður og fornfrægu fjúsongeggjararnir í Mezzoforte leiddu saman hesta sína og sömdu lagið Hún veit hvað ég vil fyrir fyrsta þáttinn í nýrri seríu af Hljómskálanum.
10.02.2020 - 13:54
Rás 2
Tíu mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019
Tregafullt kántrí, kammerpopp, Eurovisionhatur og sumarslagari umdeilds poppara raða sér í tíu efstu sætin yfir mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019.
02.01.2020 - 10:48
Myndskeið
Það snjóar hjá Auði í norrænu jólatónleikaveislunni
„Ég held ég tengi við þetta lag því það er melankólískt og ekkert sérstaklega týpískt jólalag,“ segir tónlistarmaðurinn Auður sem söng Það snjóar fyrir Jólatónlistarveislu Danska Ríkisútvarpsins sem er á dagskrá RÚV 22:20 í kvöld.
23.12.2019 - 10:12
Morgunútvarpið
„Hann þarf ekkert að taka þetta persónulega“
 „Ég í rauninni nýtti bara þennan texta til að vekja máls á þessu sem ég heyri í auknum mæli, og hef talað við Stígamót sem taka eftir ákveðnu trendi og stíganda,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg. Lagið Freðinn með Auði varð henni tilefni pistils um hversu vafasamt væri að líta á hálstök og kyrkingar í kynlífi sem sjálfsagt mál.
17.12.2019 - 12:55
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Mikið sem dynur á ungum manni
„Hann er hittinn á krækjur. Þegar maður hlustar er maður strax farinn að humma með,“ segir útvarpsmaðurinn Pétur Grétarsson um plötuna Afsakanir með tónlistarmanninum Auði.
31.03.2019 - 15:53
Lestarklefinn - Hönnun, Afsakanir og Gervais
Rætt verður um Hönnunarmars, hljómplötuna Afsakanir með Auði og sónvarpsseríuna After Life eftir Ricky Gervais.
29.03.2019 - 16:27
Freðinn og Þreyttur í hljómsveitarbúningi
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson átti tvímælalaust eina af plötum ársins 2018. Afsakanir heitir þessi önnur plata listamannsins sem kallar sig Auður og vakti hún athygli fyrir framsækni og einlægni í textum og tónum.
23.03.2019 - 10:09
Siðblindur Auður á Tinder í Vikunni
Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Siðblindur á ansi skemmtilegan hátt í Vikunni með Gísla Marteini.
16.02.2019 - 14:48
Auður opinberar Afsakanir
Tónlistarmaðurinn Auður hefur nú loks gefið út opinberlega myndbandið við plötuna Afsakanir sem kom út í nóvember á síðasta ári.
01.02.2019 - 11:02
Spólað í torfærum sálarinnar
Önnur sólóplata Auðar, sem er listamannsnafn Auðuns Lúterssonar, kom út fyrir skemmstu, og er með allra bestu breiðskífum ársins.
16.12.2018 - 11:42
Gagnrýni
Allt upp á borð
Afsakanir er önnur plata Auðar, sem er listamannsnafn Auðuns Lútherssonar. Strípaðra og til muna einlægara verk en frumburðurinn, sem var engu að síður hreinskiptinn með afbrigðum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.