Færslur: Atvinnuvegaráðuneyti

Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Störfum er tekið að fjölga að nýju í Bandaríkjunum en 431 þúsund ný störf bættust við í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneyti Bandaríkjanna.
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis í sóttkví
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis eru komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Aldís Stefánsdóttir, mannauðsstjóri fjármálaráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 
Starfsmenn atvinnuvegaráðuneytis í sóttkví
15 starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nú í sjálfskipaðri sóttkví eftir að starfsmaður í ráðuneytinu greindist með kórónveiruna. 
Gæti orðið lífgjafi ferðaþjónustunnar
Lagt er til í nýju frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis að stofnaður verði Ferðaábyrgðasjóður sem endurgreiði fólki pakkaferðir sem féllu niður á tímabilinu mars til júní. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar frumvarpinu og segir að það gæti bjargað ferðaskrifstofum frá falli.
Ferðagjöfin vonandi aðgengileg fyrir helgi
Vonast er til að landsmenn geti nálgast ferðagjöf stjórnvalda frá og með deginum í dag eða morgundeginum. 
Kæra próf til ráðuneytis og gagnrýna prófnefnd harðlega
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er með kæru á framkvæmd prófs til viðurkennds bókara frá því í nóvember í fyrra til umfjöllunar. Nemendur saka formann prófnefndar um að hafa viðhaft geðþótta ákvarðanir varðandi hjálpargögn og hafa óskað eftir því að framkoma formanns verði skoðuð, en prófnefndin er skipuð af ráðuneytinu. 
16.01.2020 - 20:27
Faggildingarvottorð ekki fullgild innan EES
Faggildingarvottorð, gefin út hér á landi, teljast ekki jafngild sams konar vottorðum frá öðrum ríkjum EES og njóta ekki endilega virðingar á Evrópska efnahagssvæðinu eins og staðan er nú. Þeir sem hafa fengið faggildingarvottorð hér á landi, og vilja veita þjónustu í öðru EES-ríki, geta því ekki reitt sig á að vottorðin séu fullgild þar.
15.07.2019 - 16:47
„Þurfum okkar Hafró í ferðaþjónustu“
Skipuleggja þarf betur öflun gagna í ferðaþjónustu svo hægt sé að stunda markvissar rannsóknir. Þetta segir ráðherra ferðamála sem tekur undir gagnrýni sem hefur komið fram. Ný lög um Ferðamálastofu eigi að bæta upplýsingaöflun í ferðaþjónustu og skipulag.
26.04.2019 - 13:10
Verk Söru Riel á gafl Sjávarútvegshússins
Verk eftir Söru Riel, „Glitur hafsins“, bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til samkeppninnar í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna.
22.03.2018 - 17:47
Skýrsla um fiskeldi
Þorgerður: „Áhættumatið er lifandi skjal“
Auðlindagjald vegna sjókvíaeldis, nýtt úthlutunarkerfi, markvissari viðurlög við brotum og umhverfisvæn ímynd. Starfshópur sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi kynnti í dag 20 tillögur að breytingum á umhverfi greinarinnar. Ráðherra og formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva eru sammála um að mikilvægt skref hafi verið stigið. Þau segja mikilvægt að eldið grundvallist á áhættumati - matið geti þó breyst.