Færslur: atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Réttindi ferðafólks tryggð með Ferðatryggingasjóði
Ferðatryggingasjóður, nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir, sem á að tryggja betur rétt neytenda, leysir nú gildandi kerfi af hólmi. Stjórn sjóðsins hefur þegar fundað og falið Ferðamálastofu að skipuleggja starfsemina.
12.07.2021 - 16:02
Vilja að stjórnvöld tryggi nýliðun með aðgerðum
Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Þá finnst samtökunum vanta áherslu á innlenda matvælaframleiðslu. Frestur til að skila umsögnum um stefnuna rennur út á morgun.
10.01.2021 - 11:51
Vísa frá kæru vegna óásættanlegs holdafars hunds
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur vísað frá kæru hundseiganda sem telur að eftirlit Matvælastofnunar með hundinum hafi verið óheimilt.
08.01.2021 - 14:00
Ætla að endurskoða tollasamning við ESB
Verulegt ójafnvægi ríkir í tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins um landbúnaðarvörur. Þetta er niðurstaða úttektar utanríksráðuneytisins og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis á því hvort samningurinn þjóni hagsmunum Íslands. Nýting íslenskra útflytjenda á kvótum til ESB sé í flestum tilfellum lítil eða engin á meðan tollkvótar til innflutnings frá ESB hafi nær allir verið fullnýttir og umtalsvert magn flutt inn utan kvóta.
17.12.2020 - 10:07
Innflutt grænmeti hækkað meira en innlent
Framboð bæði á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum hefur aukist töluvert það sem af er ári. Í flestum tilfellum hefur verð á innfluttum landbúnaðarvörum hækkað meira en á innlendum. Þetta er niðurstaða nýrrar verðkönnunar ASÍ.
04.12.2020 - 16:20
Funda um afnám lögverndar viðskipa- og hagfræðinga
Félag viðskipta- og hagfræðinga óskar nú eftir umsögnum félagsmanna sinna um frumvarpsdrög atvinnu - og nýsköpunarráðuneytisins sem birt voru í gær um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks. Í frumvarpinu er ákvæði um að fella brott lögverndun starfsheitanna viðskiptafræðingur og hagfræðingur.
18.11.2020 - 07:09
Bændur andmæla niðurskurði
Bændur í Skagafirði hafa andmælt fyrirhuguðum niðurskurði vegna riðu. Tryggja þurfi fyrst sanngjarnar bætur og tímabært sé að sjá hvort aðrar leiðir en niðurskurður skili árangri.
12.11.2020 - 12:11
Bætur vegna niðurskurðar úreltar
Nú er skoðað hvernig unnt sé að koma til móts við bændur sem þurfa að skera niður vegna riðu. Bæturnar eru sagðar úreltar og ekki í samræmi við gildandi samning milli stjórnvalda og bænda.
10.11.2020 - 14:31
Meiri eftirspurn mætt með auknum innflutningi
Fjölgun ferðamanna á undanförnum árum og breytingar á neysluvenjum hafa orðið til þess að innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist töluvert síðasta áratuginn.
10.11.2020 - 14:04
Ráðuneytið staðfestir stöðvun heimaeldis
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að stöðva starfsemi fiskeldis sem var rekið án rekstrarleyfis.
27.10.2020 - 14:21
Segir afurðastöðvarnar veitast að bændum
Nautgripabóndi í Borgarfirði segir að sláturhúsin veitist að frumframleiðendum greinarinnar með lækkun afurðaverðs. Bændur eigi ekki annarra kosta völ en að hefja heimaslátrun í stórum stíl ef þrengt verði enn frekar að þeim.
18.09.2020 - 16:36
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
18.08.2020 - 17:49
Auðvelt að svíkjast undan fylgiréttargjöldum
Fara þarf í allsherjar endurskoðun á fylgiréttargjöldum af listaverkum. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir fylgiréttargjaldið vera sterk og góð réttindi sem þó sé auðvelt að svíkjast undan að greiða.
27.07.2020 - 16:03
Rannsóknir á myglu í húsbyggingum stundaðar áfram
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála segir að ekki verði skorið niður til myglurannsókna en ekki sé ljóst hvor þær rannsóknir sem nú eru í gangi haldi áfram í núverandi mynd. Almennt standi til að efla byggingarannsóknir.
23.07.2020 - 17:45
Þrír af níu í hálfsmánaðarsóttkví
Þrír starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví eftir að annað smit á þremur dögum kom upp í ráðuneytinu í gær. Níu voru í úrvinnslusóttkví á meðan smitið var rakið og nú síðdegis kom í ljós að sex þeirra geta snúið aftur til vinnu en þrír fara í sóttkví. Eiginmaður menntamálaráðherra greindist með smit í gær. Hann starfar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á sömu hæð og starfsmaðurinn sem greindist með smit á föstudag.
30.06.2020 - 15:51