Færslur: atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Þrír af níu í hálfsmánaðarsóttkví
Þrír starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví eftir að annað smit á þremur dögum kom upp í ráðuneytinu í gær. Níu voru í úrvinnslusóttkví á meðan smitið var rakið og nú síðdegis kom í ljós að sex þeirra geta snúið aftur til vinnu en þrír fara í sóttkví. Eiginmaður menntamálaráðherra greindist með smit í gær. Hann starfar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á sömu hæð og starfsmaðurinn sem greindist með smit á föstudag.